Frjálshyggja

Það var athyglisvert að hlusta á umræður frá Alþingi í gærkvöldi.  Margir stjórnarþingmenn þurfa ekki að bíða fram í nóvember eftir skýrslu Alþingis til að vita hverjar orsakir hrunsins voru.  Þeir vita það og liggja ekki á því.  Ástæðan er frjálshyggja, óheft frjálshyggja og nýfrjálshyggja.  En er það svo?

Einn af boðberum frjálshyggjunnar Fredrik Hayek, orðaði það svo um miðja síðustu öld að hún gengi út á að nota markaðinn til að verðleggja vörur og þjónustu og tryggja samkeppni þar sem því verður komið við, ásamt því að ákvarða hvað á að framleiða, hve mikið og af hverjum.  Hann tiltók einmitt heilsu- og löggæslu þar sem erfitt væri að koma því við og þar þyrftu stjórnvöld að koma til.  Engum frjálshyggjumanni dettur í hug að allt geti verið frjálst, enda væri það stjórnleysi.  Fiskveiðiauðlindin er gott dæmi um þar sem frelsi gengur ekki upp og opinn aðgangur að fiskimiðum veldur sóun og setur fiskistofna í hættu.  Hayek var með á nauðsyn þess að setja leikreglur í samfélagi en hélt því fram að ákvarðanir markaðarins væri of flóknar til að stjórnvöld gætu tekið þær ákvarðanir. 

Í bók sinni ,,Leiðin til ánauðar" skilgreinir hann vel muninn á frjálsum mönnum, sósíalismum, kommúnistum og fasistum.  Þeir síðarnefndu nota innrætingu fyrir sinn málstað, en slíku verður ekki komið við gagnvart frjálsum mönnum sem taka sínar ákvarðanir byggða á gildismati og þekkingu.  Bæði kommúnistar og fasistar líta til sósíalista sem áhangenda, þar sem þeir eru fyrirfram formaðir fyrir innrætingu.  Þeir líta hinsvegar framhjá frjálsum mönnum sem áhangendum og líta á þá sem höfuð óvini, enda verða þeir venjulega fyrstu fórnarlömb einræðis.

Þá komum við að hruninu og því hvort hægt er að kenna frelsi einstaklinga um það, eða hvort það er notað sem blóraböggull.  Einkavæðing bankana var frjálshyggja en ekki framkvæmdin á því og hvernig var staðið að því.  Nauðsynlegt var að losa stjórnmálamenn undan þeim kaleik að stjórna bönkunum.  Allir sem kynnt hafa sér fjármálamarkaðinn á Íslandi fram að einkavæðingu bankana átta sig á þeirri stórfeldu viðvarandi spillingu sem því fylgdi, og víxileyðublöð sem lágu fram á Alþingi frá öllum bönkunum ber því vitni.  En framkvæmd einkavæðingarinnar var ómöguleg og reyndar ekki samkvæmt þeim leikreglum sem lagt var upp með.  Vonandi svarar niðurstaða rannsóknarnefndar Þingsins því hvers vegna það var.

Það sem aðgreinir frjálsa menn frá sósíalistum og kommúnistum er viðurkenning þeirra á mannlegri hegðun og nauðsyn þess að gera ráð fyrir þekkingu á því sviði þegar leikreglur eru ákveðnar.  Þess vegna var lagt upp með breiða eignaraðild að bönkunum, og reyndar hefði verið nauðsynlegt að tryggja sjálfstæði hvers banka fyrir sig til að tryggja samkeppni.  Það er ekki gott fyrir samkeppni þegar bankarnir, sem keppa eiga á markaði, eru háðir hvor öðrum fjárhagslega með kross eignartengslum og lánum til eiganda hvors annars.  Hrynji einn banki fara þeir allir.  Það lá fyrir allan tímann.  Þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir benda til þess að allar meginreglur við einkavæðinguna hafi verið brotnar.  En það er ekki frjálshyggja.

Annað hvort hafa stjórnarþingmenn ekki hugmynd um hvað hugtakið frjálshyggja stendur fyrir eða þeir grípa til lýðskrums í málflutningi sínum til að afvegaleiða almenning.  Engum dettur reyndar í hug í dag að ríkið eigi að eiga bankana né sparisjóðina.  Flestum er það ljóst að stjórnmálamenn eiga ekki að stjórna peningamálastofnunum.  Ein þeir eiga að setja leikreglur og fylgjast með framkvæmd þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Að reyna að verja frjálshyggjuna sýnir bara hversu blindur þú ert. Það þarf nefnilega ekki nefnd til að segja okkur frá þætti frjálshyggjunnar í hruninu enda hrundi sjálf hugmyndafræði frjálshyggjunnar í því. Nefndin kemur bara til með að segja okkur hvar sök einstakra einstaklinga liggur. En þú vilt auðvitað ekki sjá það með hausinn svo langt uppi í endaþarmi Sjálfstæðisflokksins að fnykur er að.

Andspilling, 6.10.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þá frasinn að það þurfi engar reglur um markaðinn því markaðurinn leiðrétti sig sjálfur, bara enn í fullu gildi? Svo væri ágætt ef boðendur frjálshyggju- og markaðshyggju hættu þessu andskotans kjaftæði um frelsi einstaklingsins til athafna. Það hefur enginn Íslendingur sem ég þekki haft neitt á móti þessu sjálfsagða frelsi. Hinsvegar hefur- undir handleiðslu Sjálfstæðisflokksins um áraraðir- þetta frelsi verið framkvæmt með frelsi þeirra sterku í huga. Frelsi til að nota fjámagn og pólitíska aðstöðu til að hefta frelsi hinna.

Árni Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Öllu frelsi fylgir mikil ábyrgð, það virðast þessir útrásar-aumingjar ekki hafa lært.

Anna Grétarsdóttir, 7.10.2009 kl. 02:25

4 identicon

Sammála því sem kemur fram í pistli höfundar. Það er verið að reyna festa aðra merkingu við frjálshyggjuna heldur en hún sjálf boðar.

 Höfundur nefnir bókina leiðin til ánauðar. Þessa bók ættu flestir að kynna sér. M.v. ástandið sem myndaðist hér í hruninu sá ég alveg fyrir mér að "hinn sterki stjórnmálamaður" myndi stíga fram og við myndum henda frá okkur frelsinu í einhverri mynd.

Gunnar Þór Tómasson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 08:53

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ég svara ekki ritsóðum en Árni ég var einmitt að segja leikreglur eru nauðsynlegar og eftirlit með því að þær séu haldnar.  Reyndar er ég að taka undir orð Hayek að markaður með samkeppni verður ekki alstaðar komið við.  En við eigum að nota slíkt þar sem það er hægt.  Að trúa því að stjórnmálamenn séu almennt betri en aðrir og því viljum við treysta þeim til allra verka!  Til dæmis að taka ákvarðanir um hvað eigi að framleiða, hversu mikið og af hverjum og síðan verðleggja vörur og þjónustu.  Þeir eiga hinsvegar að setja lög og framfylgja þeim.  Láta atvinnulífið að öðru leiti í friði.

Ég vona að útrásarræflarnir hafi fengið, eða fái makleg málagjöld.  Reyndar get ég varla sett mig í þeirra spor í dag, landlausir og úthrópaðir.  En þjóðin er ekki saklaus og tók þátt í allri vitleysunni.  Og gleymum ekki stjórnmálamönnum sem flutu sofandi að feigðarósi og aðhöfðust ekki neitt.  Þeir vissu í febrúar að allt vara að fara fjandans til en þurftu síðan að semja neyðarlög á tveimur dögum.  Eingin áætlun lá fyrir, þó búið væri að segja þeim hvað væri framundan.  Forsætis og utanríkisráðherra voru í New York að vinna við hrikalegustu mistök utanríkissögu Íslendinga, framboðið í Öryggisráðið.  Það eitt og sér var álíka vitlaust og bankarnir, þó það kostaði minna í peningum.

Gunnar Þórðarson, 7.10.2009 kl. 09:57

6 Smámynd: Aliber

Ég er reyndar nokkuð viss um að þessi "andspilling" sé grín, svokallað tröll.

En það er satt, hér var í raun engin frjálshyggja. Bankarnir nutu ríkisábyrgðar og á mesta góðæristímanum var farið í stærstu ríkisframkvæmd sögunnar. Þar að auki blés ríkið út að stærð og umfangi í efnahagskerfinu.

Hér féll því engin frjálshyggja því hér var engin frjálshyggja.

Gott líka að þú skulir minnast á hluti eins og heilsugæslu og löggæslu því það sem gall harðir frjálshyggjusinnar skilja stundum ekki er hugtakið markaðsbrestur (e. market failure) þ.e.a.s. þegar markaðurinn er ófær um að dreifa verðmætunum á sem hagkvæmastan máta fyrir samfélagið.

m.b.k.

Sá gamli

Aliber, 7.10.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 283945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband