Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál

hliðiðÖryggiseftirlitið á samyrkjubúinu var öflugt, nema hjá okkur sjálfboðaliðunum.  Við bjuggum í þyrpingu kofa í útjaðri búgarðsins og áttum að sjá um okkar varnir sjálf.  Við fengum merkjabyssu sem við áttum að nota til að láta vita ef á okkur yrði ráðist.  Þá myndu umsvifalaust birtast vopnaðir verðir til að bjarga okkur frá arabískum hermdarverkamönnum.

Eitt kvöld vorum við Stína að festa svefn þegar Hjalti bróðir var á vakt ásamt Mick, enskum sjálfboðaliða úr cockney hverfi East End Lundúnaborgar, undir stjörnubjörtum næturhimni Ísraels.  Við vorum að svífa inni í draumaheim undir rólegum samræðum þeirra félaga þegar allt í einu Mick rekur upp lágt óp og kallar til Dadda að hann hafi séð arabískan hermdarverkamann og fleygir sér á grúfu skelfingu lostinn.  Daddi var hinn rólegasti en skaut samt upp flugeldinum til vonar og vara.  Við Stína skriðum undir rúmið en það var talin nokkuð örugg björgunaraðferð undir þessum kringumstæðum.  Svona eins og að setja á sig björgunarvesti í sökkvandi skipi.  Hræðslan var töluverð enda stutt liðið frá hræðilegum atburðum á búgarðinum.

Ekki bólaði á vörðunum svo Hjalti fer að athuga með þessa skæruliða, en þeir reyndust vera kýr á beit skammt frá í náttmyrkrinu.  Hann gekk því að hliðinu að samyrkjubúinu til að athuga með verðina sem áttu samkvæmt áætlun að mæta með alvæpni á svæðið.  Jú þeir höfðu séð flugeldinn en höfðu ekki hugmynd um hvað hann táknaði.  Enginn hafði minnst orði á þessa varúðarráðstöfun vegna sjálfboðaliðanna við þá.

Við kvörtuðum um þetta daginn eftir við yfirmenn Kibbutz Shamir og niðurstaðan var sú að láta okkur hafa riffil til varnar Gettóinu.  Öllum var nú létt og varnarmálin komin í höfn.

Yfirmenn Shamir gerðu sér grein fyrir að vinnuaflið væri ekki nógu ánægt og eitthvað þyrfti til að jafna bilið um væntingar og upplifuð gæði þessara útlendinga keyrðu áfram hakerfi búgarðsins.  Sú frábæra hugmynd kom upp um að við þyrftum fjölskyldu.  Sjálfir ólu þeir börnin sín upp á stofnunum og höfðu því mikinn skilning á þörf einstaklinga til að vera í faðmi fjölskyldunnar.  Kibbutz fjölskylda var lausnarorðið og okkur Stínu var boðið upp ung hjón sem vera áttu okkur stoð og stytta í ótryggri veröldinni undir Gólanhæðum.  Það var ákveðið að Hjalti myndi fljóta með í þessari fjölskyldu og settur upp fundur aðstandenda eitt síðdegið.

Töluvert var haft við og boðið upp á ískaffi og kökur.  Ég byrjaði að gera kröfur eins og óþekkur krakki, nota tækifærið með nýfengna kibbutzforeldra.  Ég vildi fá hest til að geta riðið um nágrennið og tóku foreldrarnir vel í á ósk.  Allt í einu sá ég að þau fölnuðu upp og ekki blóðdropi í andlitum þeirra og þegar ég fylgdi augnaráði þeirra sá ég hvað var að gerast.  Daddi var að naga á sér táneglurnar í miðju fjölskylduboðinu og hafði það svo mikil áhrif á foreldrana að við þrjú urðum munaðarlaus með það sama.  Mér var ekki skemmt og húðskammaði Hjalta á leiðinni heim í Gettó, enda var hestasamningurinn nokkurn vegin komin í höfn.

En lífið tölti áfram sinn vanagang en töluverður kurr var komin í mannskapinn.  Við vorum farin að tala um að breyta til og hugsa okkur til hreyfings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

HA HA HA HA!!! Ég sé Dadda í anda að naga á sér táneglurnar...og það hefur eflaust komið reykur úr eyrunum á þér sökum reiði, svo hefur þú örugglega gefið frá þér hljóð eins og heyrist í tekatli þegar vatnið sýður... Ha ha ha:)

Hafdís Gunnarsdóttir, 17.11.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 285680

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband