17.11.2007 | 15:10
Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
Öryggiseftirlitið á samyrkjubúinu var öflugt, nema hjá okkur sjálfboðaliðunum. Við bjuggum í þyrpingu kofa í útjaðri búgarðsins og áttum að sjá um okkar varnir sjálf. Við fengum merkjabyssu sem við áttum að nota til að láta vita ef á okkur yrði ráðist. Þá myndu umsvifalaust birtast vopnaðir verðir til að bjarga okkur frá arabískum hermdarverkamönnum.
Eitt kvöld vorum við Stína að festa svefn þegar Hjalti bróðir var á vakt ásamt Mick, enskum sjálfboðaliða úr cockney hverfi East End Lundúnaborgar, undir stjörnubjörtum næturhimni Ísraels. Við vorum að svífa inni í draumaheim undir rólegum samræðum þeirra félaga þegar allt í einu Mick rekur upp lágt óp og kallar til Dadda að hann hafi séð arabískan hermdarverkamann og fleygir sér á grúfu skelfingu lostinn. Daddi var hinn rólegasti en skaut samt upp flugeldinum til vonar og vara. Við Stína skriðum undir rúmið en það var talin nokkuð örugg björgunaraðferð undir þessum kringumstæðum. Svona eins og að setja á sig björgunarvesti í sökkvandi skipi. Hræðslan var töluverð enda stutt liðið frá hræðilegum atburðum á búgarðinum.
Ekki bólaði á vörðunum svo Hjalti fer að athuga með þessa skæruliða, en þeir reyndust vera kýr á beit skammt frá í náttmyrkrinu. Hann gekk því að hliðinu að samyrkjubúinu til að athuga með verðina sem áttu samkvæmt áætlun að mæta með alvæpni á svæðið. Jú þeir höfðu séð flugeldinn en höfðu ekki hugmynd um hvað hann táknaði. Enginn hafði minnst orði á þessa varúðarráðstöfun vegna sjálfboðaliðanna við þá.
Við kvörtuðum um þetta daginn eftir við yfirmenn Kibbutz Shamir og niðurstaðan var sú að láta okkur hafa riffil til varnar Gettóinu. Öllum var nú létt og varnarmálin komin í höfn.
Yfirmenn Shamir gerðu sér grein fyrir að vinnuaflið væri ekki nógu ánægt og eitthvað þyrfti til að jafna bilið um væntingar og upplifuð gæði þessara útlendinga keyrðu áfram hakerfi búgarðsins. Sú frábæra hugmynd kom upp um að við þyrftum fjölskyldu. Sjálfir ólu þeir börnin sín upp á stofnunum og höfðu því mikinn skilning á þörf einstaklinga til að vera í faðmi fjölskyldunnar. Kibbutz fjölskylda var lausnarorðið og okkur Stínu var boðið upp ung hjón sem vera áttu okkur stoð og stytta í ótryggri veröldinni undir Gólanhæðum. Það var ákveðið að Hjalti myndi fljóta með í þessari fjölskyldu og settur upp fundur aðstandenda eitt síðdegið.
Töluvert var haft við og boðið upp á ískaffi og kökur. Ég byrjaði að gera kröfur eins og óþekkur krakki, nota tækifærið með nýfengna kibbutzforeldra. Ég vildi fá hest til að geta riðið um nágrennið og tóku foreldrarnir vel í á ósk. Allt í einu sá ég að þau fölnuðu upp og ekki blóðdropi í andlitum þeirra og þegar ég fylgdi augnaráði þeirra sá ég hvað var að gerast. Daddi var að naga á sér táneglurnar í miðju fjölskylduboðinu og hafði það svo mikil áhrif á foreldrana að við þrjú urðum munaðarlaus með það sama. Mér var ekki skemmt og húðskammaði Hjalta á leiðinni heim í Gettó, enda var hestasamningurinn nokkurn vegin komin í höfn.
En lífið tölti áfram sinn vanagang en töluverður kurr var komin í mannskapinn. Við vorum farin að tala um að breyta til og hugsa okkur til hreyfings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HA HA HA HA!!! Ég sé Dadda í anda að naga á sér táneglurnar...og það hefur eflaust komið reykur úr eyrunum á þér sökum reiði, svo hefur þú örugglega gefið frá þér hljóð eins og heyrist í tekatli þegar vatnið sýður... Ha ha ha:)
Hafdís Gunnarsdóttir, 17.11.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.