25.7.2012 | 10:31
Hallgrímur Bláskór - Hornvík Kjaransvík
Hvar er djörfung þín og dirfska Hallgrímur? Hvað þarf til að eggja þig til mikilla áforma og takast á við óblíða náttúru og láta skeika á sköpu við átökin við það óþekkta? Að leggja land undir fót, og ekki bara hvaða land sem er heldur takast á við Hornstrandir, fóstru þína og leiðtoga. Strandirnar sem urðu þér innblástur og gaf þér nafn, gerði þig að því sem þú ert og stendur fyrir!
Til stóð að fara í hjólaferð á bökkum Dónár með haustinu, en skipuleggjendur ventu sínu kvæði í kross með ferð að Sæbóli í lok júní þar sem gengið yrði útfrá Borg næstu fjóra dagana. Þorsteinn og Flosi treystu sínu fólki því enn og aftur til átaka við óbyggðir Sléttuhrepps þar sem hver manndómsvígslan tekur við af annarri og aukvisunum er úthýst. Þessi hópur sem hefur marga fjöruna sopið er enda betur komin við slík átök en sitja á reiðhjóli og láta sig renna milli veitingahúsa á bökkum Dónar úr Svartaskógi í Svartahaf.
Við Stína ákváðum að gera gott betur og taka flugvél tveimur dögum fyrir áætlaða brottför, til Hornvíkur og ganga með allt á bakinu í Aðalvík. Við ætluðum tvo daga til ferðarinnar og áformuðum að hitta hópinn, göngulúin, við landtöku á Sæbóli.
Það tekur augnablik að fljúga frá Ísafirði til Hornvíkur og við lentum seinnipart dags við ósinn á sólríkum hlýjum sumardegi. Það er um hálftíma gangur heim í Höfn þar sem við tjölduðum um það leytið sem sólin var að setjast undir Hafnarfjallið. Enn var Hornbjarg baðað sólskini og kvöldið skartaði sínu fegursta þar sem Kálfatindur og Jörundur gnæfðu yfir Miðdal. Eftir staðgóðan kvöldverð var gengið snemma til svefns, enda tilhlökkun að takast á við skemmtilega göngu til Kjaransvíkur að morgni.
Dumbshafið var sem spegill og sólin yljaði okkur fyrsta áfangann út í Rekavík. Fyrst þurfti að takast á við ófæruna og síðan var Tröllakambur gengin rétt áður en komið er að ósnum í Rekavík. Þar lúrði sama-tjald sem kajakræðrar höfðu slegið upp um nóttina og ekkert virtist raska svefnró þeirra.
Ferðin gekk vel upp í Atlaskarð og við litum við áður en Hornbjargið hvarf til að virða fyrir okkur mikilfeng og fegurð þess, en framundan var Atladys og ganga fram brúnir ofan Hælavíkur. Eftir fjögurra tíma göngu stóðum við ofan Skálakambs þar sem Álsfellið blasti við og minnti á íbúa þess, álfkonuna góðu sem leit með íbúum þessa kaldranalega staðar á erfiðum tímum. Konur í barnsnauð gátu leitað til álfkonunnar góðu og oftar en ekki treystu sjómenn á gæsku hennar þar sem hún varaði þá við veðrabrigðum og leiðbeindi þeim að landi. Áður en varði stóðum við heima á bæ í Hlöðuvík en ferðinni var heitið áfram til Kjaransvíkur. Það var kalt að vaða ósinn en lofthitinn var komið upp undir annan tuginn og því ekki annað að gera en taka sundsprett í sjónum við sendna ströndina í Kjaransvík. Sjórinn var lítið farin að hlýna en sólinn og lofthitinn voru fljót að hrista úr hrollinn og ylja köldum garpnum eftir sundið.
Við veltum fyrir okkur hversu langt skyldi haldið þennan daginn, en við vorum óþreytt og tilbúin í lengri göngu. Því háttar hinsvegar til að langt er að klára í næsta áfanga, Hesteyri, áður en haldið yrði á til Aðalvíkur. Sú leið liggur að mestu í töluverðri hæð og því ómögulegt að finna ákjósanlegt tjaldstæði. Það var því ákveðið að halda upp í dalinn ofan Kjaransvíkur og tjalda meðan enn væri gróðurvænt. Við fundum ákjósanlegan svefnstað við ánna, þar sem ljúfur lækjaniður myndi hjala okkur í svefn.
Eftir góðan kvöldverð fengum við heimsókn franskra göngumanna, sem höfðu einmitt gist tjaldstæðið í Hornvík nóttina áður. Einhverra hluta vegna voru þeir staddir sitthvoru megin árinnar og reyndum við að segja þeim sem á austurbakkanum stóð til um að komast yfir. Við fengum þann sem stóð okkar megin til að taka af okkur mynd, rétt áður en skriðið var í pokann til að safna kröftum fyrir átök næsta dags.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.