Gengið á Straumnesfjall

 

Horft til FljótavíkurÞað var komin föstudagur og tjaldbúar voru ræstir í fullan pott af hafragraut. Eftir sex mánaða samninga hafði tekist að stytta dagsgönguna um sjö kílómetra, þvert gegn vilja farastjórans. Hann vildi ganga á Straumnesfjall og til baka í Borg á einum degi, um 30 kílómetra leið, en einhverjum tókst að koma því til leiðar að bátur yrði tekin á heimleið frá Látrum.

Gallverskir Hallgrímingar höfðu ekki gengið lengi þegar komið var í Posavoginn, en láfjara var og því þurfti ekki að fara Tökin. Þetta er nokkuð klungur á sleipum klöppum og síðan þarf að klifra upp áður en komið Rauðvíni skenkter á Hyrningsgötu undir Hvarfanúp. Allt gekk þetta vel og eftir erfiða göngu í fjörgrjóti er komið að ósnum í Miðvík þar sem tilvalið er  að taka af sér skóna og tipla berfættur í sandinum alla leið að Látrum.

Hirðskálið ætlaði ekki lengra og ásamt spúsu sinni myndi bíða hópsins meðan gengið var á Straumnes. Hann lofaði einhverju fyrir andann þegar við kæmum til baka, en sjálfur laumaði hann á bauk í bakpokanum, enda stóð ekki til að upplifa þorsta og þrautir frá deginum áður þegar Rytur og Darri voru klifin. Eftir ljúfan hádegisverð í kvosinni við slysavarnarskýlið var lagt á fjallið þar sem veginum var fylgt.

Eftir sundsprrett að LátrumGangan á fjallið reyndist mikil eyðimerkurganga og fannst mörgum lítið koma til útsýnis af Straumnesi. Þannig háttar til að vegurinn liggur á fjallinu miðju, langan veg frá brún og fram að Skorum þar sem herstöð Bandaríkjamanna stóð. Lítið útsýni er því á leiðinni en ég reyndi að hugga pirraða göngumenn að allt myndi þetta borga sig á leiðarenda. Þar væri gott útsýni yfir fegursta stað Hornstranda, Fljótavík. Um víkina fögru héldu Kögur og Hvesta og í fjarska grillti í Atlastaði í Fljóti. Allt gekk þetta eftir og engin vildi mótmæla fullyrðingum undirritaðs þó gildishlaðin væri.

Það er margt sem um hugann flýgur þegar staðið er á brún Straumnes og litið yfir byggingar fyrrum herstöðvar Bandaríkjamanna. Þetta er eitt mesta veðravíti sem hugsast getur, þar sem þoka er landlæg á sumrum og á þeim tíma sem stöðin var rekin var allt á kafi í snjó frá hausti til vors. Ekki dugði neitt minna en jarðýtur til að ferðast milli fjalls og fjöru og aðdrættir því með erfiðasta móti. Engin höfn var á Látrum og því þurfti að fleyta öllu í land á flekum. Reyndar var byggður flugvöllur sem breytti miklu fyrir einangraða íbúa herstöðvarinnar, en reyndar máttu þeir ekki skreppa til Ísafjarðar þar sem vernda þurfti landslýð fyrir slæmum áhrifum kanans, kommúnista banans.

Í MiðvíkÞað er ótrúlega erfitt að ganga harðan vegin svona langa leið, en um 17 km eru fram og til baka frá Látrum að Skorum. Gengið var hratt til baka og stóð jóreykurinn upp af hersingunni þegar hún strunsaði fram af brún og niður að Látrum í sólskininu. Hirðskáldið fylgdist með og í framhaldi kom þessi vísa:

Út Straumnesið var stappið verst,

með strengjum, blöðrum og verkjum.

Stirðir rétt svo gátu sest,

og staðið upp með herkjum.

Viðar Konn

Hallgrímingar mættirÞeir hraustustu í hópnum, Ísfirðingarnir Þorsteinn og Gunnar fengu sér sundsprett í sjónum að Látrum, til að kæla sig eftir kraftgöngu af fjallinu. Ekki tókst, þrátt fyrir áeggjan, að draga Bolvíkinga útí Dumbshafið, enda vart var við því að búast. Sjórinn er kaldur og ekki fyrir hvaða kerlingu sem er að þola slíkt. En við Þorsteinn bitum okkur í öxlina og létum okkur hafa hrímkaldan sjóinn og nutum athygli betri helmingana við sundið.

Nokkur bið var eftir bátnum sem flytja átti okkur yfir að Sæbóli. Hemmi Hemm og félagar komu þó um síðir á slöngubáti og tóku konurnar í fyrri ferð. Síðan vorum við sóttir, Ísfirsku karlmennirnir ásamt Bolvíkingum. Þegar komið var í Borg voru Brynja og Flosi mætt og skenktu fjallaförum af kampavíni.

Nú þurfti að klastra upp á ferðafúna fætur, plástra hælsæri og annað sem getur fylgt langri strangri göngu, enda 10 klukkutíma ferðalag að baki.

En ævintýrin biðu okkar handan nýrrar dagrenningar og enn skyldi gengið á fjöll. Fyrsta hugmynd var að ganga á Nasa en yfir hafragrautnum breyttist áætlunin og ákveðið að fara aftur á Darra, ganga eftir þakrennu Grænuhlíðar og finna leið niður að kirkjustaðnum Stað.

Mér virðist það við okkur blasa,

svo varla þarf um það að þrasa.

Að ef þið ekki getið,

á ykkur setið,

þá arkið þið næst upp á Nasa.

Viðar Konn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband