12.8.2010 | 09:53
Löðmundur við Dómadal
Löðmundur ber af sem svipmesta fjall Friðlands að Fjallabaki, og auðþekkt kennileiti víða að. Fjallið er móbergsfjall þar sem gosið hefur ekki náð upp úr jökli til að mynda stapa á toppinn, eins og algengt er á hálendinu. Það gerir fjallið sértakt í útliti og þvi er það auðþekkt langt að. Hæsti tindur Löðmunar er Strókur, sem nær í tæpa ellefu hundruð metra hæð. Auðvelt er að ganga á Löðmund, sem er framúrskarandi útsýnisfjall, hvort sem litið er til fegurðar í fjarska eða næsta nágrenni.
Við tókum afleggjaran frá Dómadalsleið í vestur frá Landmannalaugum, til hægri í átt að Landmannahelli þar sem ákveðið var að tjalda til einnar nætur. Sama leið er ekin til baka nokkurn spöl þar sem beygt er í norður af slóðan upp að Löðmundarvatni þar sem gangan hefst.
Löðmundarvatn er fagurt fjallavatn og liggur við suður rætur fjallsins. Auðveldasta leiðin upp er við vestur hlíðar þess þar sem eru aflíðandi brekkur upp á brúnina. Í fyrri ferð okkar höfðum við farið upp Egilsgil, sem er sú leið sem Ari Trausti talar um í bók sinni 101 fjall. Við ákváðum að reyna nýjan stað austar en þekkt leið er Tæpistígur sem er inn í Skálinni vestan megin. Hún er nokkuð brött með kletta rana á vinstri hönd og farið um mjótt skarð upp á brúnina. Við höfðum ekki góða lýsingu á þessari leið og lentum því vestan megin við klettana en útsýnið ekki síðra en á Tæpastíg. Hlíðin er snar brött en gróin og fast undir fæti. Það fylgir því skemmtileg óvissa þegar komið er upp með klettabelti og ekki víst hvort leiðin framundan er fær. Svo reyndist vera og hægt að mæla með þessari uppgönguleið á Löðmund. Landslagið speglast í blátæru lygnu vatninu og umgjörðin er einstaklega falleg, enda er þetta landsvæði einstakt á heimsmælikvarða hvað fegurð varðar og hefur algjöra sérstöðu í litum og margbreytileika. Vert er að eyða tíma á brúninni þegar upp er komið og njóta fegurðar nærumhverfis suður af Löðmundi, en allnokkur ganga er á toppin eftir að þangað kemur.
Ef gengið er í norður kemur göngumaður fljótlega á merkta gönguslóð að Strók, en landslagið upp á brúnum Löðmundar er allsérstakt. Í fyrri göngu þarna vorum við í þokuslæðing sem létti til á milli og skapaði dulmagnaða sýn, en nú var 18° hiti og sólskyn. Töluverður skafl er upp á fjallinu, enda er það í mikilli hæð yfir sjávarmáli en fljótlega ber Strók við himin og þangað er ferðinni heitið.
Strókur er brattur tindur, keilulaga og með otthvassan topp. Það er ekki mikið pláss uppi en þó fundum við nægilegt rými til að taka af okkur pokna og hafa til nestið. Og hvílíkur staður fyrir hádegisverð! Engvir veitingarstaðir veraldar stæðust samanburð við Strók í skaf heiðskýru og sólskyn með vítt útsýni um stóran hluta landsins. Maður er fljótur að venjast brattanum og ekki leið á löngu þar til maður hljóp i kringum vörðuna til að njóta þessa gleðiríka útsýnis sem býðst á slíkum degi.
Það fyrsta sem fangar athyglina er Hekla sem virðist vera innan seilngar. En það er eins og hún hafi afklæðst skrautklæðum sínum og klæðst svörum sorgarbúning. Enda meðferð Eyjafjallajökuls síðastliðin vetur á drotningu Íslenskra fjalla svakaleg. Það þurfti að rýna á Heklu til að koma auga á skaflana, sem venjulega eru hvítir en eru nú að mestu svartir vegna gjósku eldgossins í Eyjafjallajökli.
Þarna sjást allir meginjöklar landsins og mörg örnefni koma upp í hugan þegar litið er í kringum sig frá Stók. Hofsjökull er þó greinlegastur með Kerlingafjöll í vestri og Arnarfellin í austri. Vatnajökull breiðir úr sér í austri en Langjökull í vestri. Í suðri sér ofaní Þórsmörkina og allt í einu dregur hann upp þykkan mökk sem verður nokkuð áberandi í heiðskýrunni. Greinilegt er að komin er ákveðin sunnan átt sem þyrlar upp gjósku frá því í vetur og stefnir bakkinn í átt að okkur. Að öllum líkindum er um sterkan sólfarsvind að ræða og nú stefnir eldfjallagjóskan norður yfir friðlandið.
Við fórum hefðbundnu leiðina niður fjallið, niður Egilsgil og komum að bílnum við Löðmundarvatn um miðjan dag. Á þeim stutta kafla sem ekinn er í Landmannahelli byrjaði gjóskan að hellast yfir okkur og skyggnið var komið niður í tæpan kílómetra. Þegar við komum á tjaldstæðið voru aðstæður allt annað en notalegar þar sem gjóskan smýgur um all og maður finnur fyrir hárfínum sandinum í bitinu milli tannana. Það var ekkert annað að gera en pakka saman og haska sér í burtu af þessum annars dásamlega og friðsæla stað í fjallasal. Það þurfti ekki að aka nema í u.þ.b. hálftíma til að komast úr öskunni, og í þetta sinn var ekki farið í eldin, heldur 18° hita og sólskyn í Þjórsárdal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 285680
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.