Kafli 2 - Júgoslavia, Grikkland og Ísrael

JúgóslavíaJúgóslavía

Næst var ekið í gegnum Slóveníu og það til Króatíu.  Á þessum tíma var lítið um ferðamenn á þessum slóðum, en helst að þjóðverjar væru í sólarlandaferðum á Adríahafsströnd Króatíu.  Síðan ókum við til Bosníu og þar lentum við í smá vandræðum.

Ég hef alltaf verið handsterkur og hafði lent í keppni í sjómanni á einhverri knæpunni.  Mér hafði gengið vel og vakti athygli heimamanna.  Ég var með ljóst hár niður á herðar, klæddur eins og hippi og var engin fyrirmynd þessu fólki sem bjó við kommúnisma Júgóslavíu þessara ára.  Hippar áttu ekki upp á pallborðið í hugmyndafræði sósíalismans.  En allt í einu stendur þrekinn náungi fyrir framan mig, sest á móti mér og býður upp sjómann.  Ég var eins og smjör í höndunum á honum og átti enga möguleika, slíkir voru aflsmunir hans.  En á eftir tókust með okkur samræður og sátum við að spjalli lengi fram eftir degi. 

Seinna um kvöldið fórum við Stína á diskótek þar sem ég var allt í einu umkringdur af óárennilegum náungum, sem reyndust vera sígaunar.  Þeir voru sex eða sjö og byrjuðu að hrinda mér til og frá og mér leist illa á aðstæður.  Skyndilega flugu þeir eins og hráviðri út um allan sal og foringi þeirra var komin í krumlurnar á félaga mínum frá því fyrr um daginn.  Hann fylgdi okkur út í bíl og ráðlagði okkur að passa okkur vel því svona náungar svífast einskis og útgangurinn á mér kallaði allt það versta fram í þeim.

Næst var stefnan tekin í gegnum Svartfjallaland og þaðan til Makedóníu.  Það var margt að varast upp í fjöllum og oft reynt að hafa út úr okkur peninga.  Eitt sinn hjálpaði trukkabílstjóri til þegar átti að féfletta okkur en varnarleysi okkar var töluvert á þessum slóðum.

AþenaGrikkland

Við nálguðumst landamæri Grikklands og sáum endalausa bílaröð við eftirlitsstöðina.   Þetta var eitt af hliðum járntjaldsins þar sem lágu saman landamæri kommúnistaríkis og fasistaríkis.  Í Grikklandi var herforingjastjórn við völd sem hélt þjóðinni í heljargreipum á þessum tíma.  Við sáum hvar sætin voru rifin úr bílunum og allt lauslegt tekið úr þeim.  Fólk lenti í þriðju gráðu yfirheyrslum til að fá leyfi til að fara yfir landamærin.  Þá kom sér vel að vera með Íslensk vegabréf.  Okkar bíll var tekin framyfir alla röðina og okkur hleypt yfir til Grikklands.  

Við ókum til Aþenu þar sem eyddum nokkrum dögum í að skoða markverðustu staði.  Fasistaríkið Grikkland var svolítið ógnvekjandi.  Menn hvísluðu að okkur þegar kom að spjalli um pólitík þar sem engin var óhultur fyrir öryggislögreglunni.  Hinsvegar þrifust engir venjulegir glæpir í þessu einræðisríki og maður var öruggur um sig að nóttu sem degi.

Við seldum bílinn og keyptum okkur flugmiða til Ísrael með El Al.  Varúðarráðstafanir á flugvellinum voru ótrúlega strangar fyrir flugtak.  Mikið hafði verið um hryðjuverk og var Ísraelska flugfélagið sérstaklega á varðbergi, enda skotmark óyndismanna.

Ísrael

JerusalemVið stoppuðum ekkert í Tel Aviv en drifum okkur til Jerúsalem.  Ég hafði komið þangað áður en þetta var fyrsta heimsókn Stínu þangað.  Jerúsalem er ógleymanleg borg með sinni stórkostlegu sögu og tengingum við gyðinga, kristna og íslamska trú.  Við skoðuðum meðal annars gröf Krists, gátmúrinn og Dome of the Rock.  Gamla borgin er einstök þar sem engir bílar eru en asnar voru algeng faratæki á þessum árum. 

Eftir tvo daga í Jerúsalem tókum rútu norður í land þar sem ferðinni  var heitið á Kibbutz Shamir, þar sem ég hafði dvalið sumarlangt tveimur árum áður.  Við ætluðum að fá vinnu þar og dvelja nokkra mánuði áður en haldið yrði heim til Íslands aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband