26.7.2012 | 12:26
Kjaransvík - Sæból
Við vorum útsofin þegar við skriðum úr tjaldi um sex um morguninn og eftir heitan hafragraut og búið var að pakka saman búnaðinum var haldið af stað upp í Kjaransvíkurskarð. Þoka var í skarðinu, með örlítilli súldarfýlu, en þegar komið var niður á Hesteyrarbrúnir fór sólin að skína og þegar leið á morguninn var komin bongóblíða, logn og sólskin. Það kemur göngumanni á óvart hversu löng þessi leið út brúnir er og það var komið undir hádegi þegar við stóðum á brúninni ofan Hesteyrar þar sem þorpið birtist okkur baðað sólskini.
Við Hesteyrará var áð og kveikt á prímus til að hita kaffi með hádegisverði. Lágfóta valhoppaði í kringum okkur og fúlsaði ekki við sneið af Hattadalshangiketi. Flugan pirraði okkur dálítið og því vorum við fegin að halda á til fjalla á ný, en við áttum stefnumót við félaga okkar í Hallgrími síðla dags að Sæbóli. Við lögðum því á brattan þar sem leiðin lá í kringum Litlafell og síðan tekin stefnan norðan Nasa í Þverdal. Enn lék veðrið við okkur og síðdegiskaffið var drukkið á háfjallinu þar sem byrjar að halla undan fæti.
Þverdalur er mosavaxinn mýrardalur og ekki auðveldur þreyttum göngumönnum yfirferðar. En allt tekur sinn enda og síðla dags gengum við framhjá bænum í Þverdal og stefndum á Borg að Sæbóli. Eftir ellefu tíma göngum var komið að leiðarlokum á göngu okkar úr Hornvík í Aðalvík og ekki annað að gera en bíða þess að báturinn með félaga okkar kæmi siglandi fyrir Rytinn. Þessi vísa varð til hjá hirðskáldinu okkar Viðari, þegar Bjarnanesið renndi sér inn á leguna á Sæbóli.
Ég veit það verður ferlegt fjör,
og fegurð hópsins engu lík.
Er ævintýri á gönguför ,
upphefst hér í Aðalvík.
Viðar Konn
Það getur stundum verið þrautin þyngri að koma í kyrrð Hornstranda og ekki tekið út með sældinni einni saman. Allavega fór fuglasöngur, grautargerð spóa og tófugaggið fyrir brjóstið á Díönu sem átti svefnlausa nótt. Ekki bættu hrotur eiginmannsins úr en hún hugsaði þessum ódámum ÖLLUM þegjandi þörfina og þeirra lán að hún var vopnlaus.
Dýrvitlaus var Díana,
þá djöfuls Spóinn vall sinn graut.
Veltist um, varð andvana",
en Viðar bara lá og hraut.
Viðar Konn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.