Kjaransvík - Sæból

 

Eftir lendingu í HornvíkVið vorum útsofin þegar við skriðum úr tjaldi um sex um morguninn og eftir heitan hafragraut og búið var að pakka saman búnaðinum var haldið af stað upp í Kjaransvíkurskarð. Þoka var í skarðinu, með örlítilli súldarfýlu, en þegar komið var niður á Hesteyrarbrúnir fór sólin að skína og þegar leið á morguninn var komin bongóblíða, logn og sólskin. Það kemur göngumanni á óvart hversu löng þessi leið út brúnir er og það var komið undir hádegi þegar við stóðum á brúninni ofan Hesteyrar þar sem þorpið birtist okkur baðað sólskini.

Í ÞverdalVið Hesteyrará var áð og kveikt á prímus til að hita kaffi með hádegisverði. Lágfóta valhoppaði í kringum okkur og fúlsaði ekki við sneið af Hattadalshangiketi. Flugan pirraði okkur dálítið og því vorum við fegin að halda á til fjalla á ný, en við áttum stefnumót við félaga okkar í Hallgrími síðla dags að Sæbóli. Við lögðum því á brattan þar sem leiðin lá í kringum Litlafell og síðan tekin stefnan norðan Nasa í Þverdal. Enn lék veðrið við okkur og síðdegiskaffið var drukkið á háfjallinu þar sem byrjar að halla undan fæti.

Gengið í RekavíkÞverdalur er mosavaxinn mýrardalur og ekki auðveldur þreyttum göngumönnum yfirferðar. En allt tekur sinn enda og síðla dags gengum við framhjá  bænum í Þverdal og stefndum á Borg að Sæbóli. Eftir ellefu tíma göngum var komið að leiðarlokum á göngu okkar úr Hornvík í Aðalvík og ekki annað að gera en bíða þess að báturinn með félaga okkar kæmi siglandi fyrir Rytinn. Þessi vísa varð til hjá hirðskáldinu okkar Viðari, þegar Bjarnanesið renndi sér inn á leguna á Sæbóli.

Ég veit það verður ferlegt fjör,

og fegurð hópsins engu lík.

Er ævintýri á gönguför ,

upphefst hér í Aðalvík.

Viðar Konn

álfsfellÞað getur stundum verið þrautin þyngri að koma í kyrrð Hornstranda og ekki tekið út með sældinni einni saman. Allavega fór fuglasöngur, grautargerð spóa og tófugaggið fyrir brjóstið á Díönu sem átti svefnlausa nótt. Ekki bættu hrotur eiginmannsins úr en hún hugsaði þessum ódámum ÖLLUM þegjandi þörfina og þeirra lán að hún var vopnlaus.

Dýrvitlaus var Díana,

þá djöfuls Spóinn vall sinn graut.

Veltist um, varð „andvana",

en Viðar bara lá og hraut.

      Viðar Konn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband