31.7.2012 | 08:00
Brúnir Grænuhlíðar gengnar
Það hallaði ekki á hreystina í hópnum sem gekk á Darra í glaða sólskini og logni að morgni laugardags. Tveir Bolvíkingar og tveir Ísfirðingar ásamt tveimur blönduðum úr hvorutveggja. Aðrir ákváðu að taka því rólega, rölta upp að Stað og þiggja kirkjukaffi í presthúsinu. Við mæltum okkur því mót við rólega liðið og reiknuðum með að banka upp á um kaffi leytið.
Upp Darrann þaut Gísli Jón eins og eldibrandur og engin leið að halda í við hann. Greinilegt að hann hafði fengið allt það besta úr báðum sveitum. Við stöldruðum við til að skoða rjúpnahreiður áður en við komum að herstöðinni, þar sem loftvarnarbyssur voru skoðaðar. Þessi tákn varnar lýðræðis og frelsis voru grípandi og enn og aftur gáfum við hugmyndafluginu lausan tauminn þegar þessi merki hluti heimstyrjaldarinnar seinni var rifjaður upp. Vöktun á sundinu milli Íslands og Grænlands var mikilvæg þar sem brigðarlestir bandamanna fóru m.a. um með vopn og búnað til stríðshrjáðra Rússa á austurvígstöðvum.
Af mörgum góðum dögum var þetta sá besti. Skafheiðskýrt og allt mistur horfið og útsýnið endalaust. Af Darra má sjá inn allt Ísafjarðardjúp og útsýnið vestur yfir Djúpið er einstakt. Við gengum suður þakrennu Grænuhlíðar þar sem Jökulfirðir opnuðust því meir sem var gengið. Okkur var hugsað til nafngiftarinnar Hótel Grænahlíð" sem var skjól og virki gegn óblíðum náttúruöflum á tímum togaraútgerðar á síðustu öld. Oft mátti sjá í gegnum sortann ljósadýrð flotans úr Bolungarvík , líkast því að um meðal kaupstað væri að ræða. Hér var skjól gegn norð-austan stórviðrum og algengt að heimatogarar biðu betra veðurs undir Grænuhlíð, þó stutt væri inn í höfn á Ísafirði eða Bolungarvík. Ef til vill má kenna kvótakerfinu um að Hótel Grænahlíð lagðist af, en með betra skipulagi veiða þar sem ólimpískum veiðum var úthýst, minkaði þörfin fyrir þetta virki norðursins.
Það er ekki hægt að lýsa útsýninu á slíkum dýrðardegi í orðum. Hvert sem litið var blöstu við kunnugleg kennileiti; þar sem mátti sjá Vébjarnarnúp, Hestinn, Sauratinda, Arnarnes, Búðarhyrnu, Ernir, Bolafjall og síðan sást vel austur yfir Strandir. Þegar sunnar dró opnuðust Jökulfirðir þar sem mátti sjá Sléttu, Hesteyrarfjörð, Veiðileysufjörð, Lónafjörð, Hrafnfjörð,Grunnavík og Leirufjörð, og suður af blasti Drangajökull við himin. Þetta var svona alsæla þar sem við nutum augnabliksins og fegurðar draumalandsins.
Þegar sunnar dró, og Þorsteinn var horfinn sjónum, færðum við okkur austar á fjallið til að freista niðurgöngu í Staðardal. Menn tylltu sér á hraungrýtið og horfðu niður í dalinn, yfir kirkjujörðina Stað við Staðarvatn. Þar biðu okkar ferðafélagar með kirkjukaffi, en ljóst var að við næðum því ekki í tíma. Engin leið var að komast niður snar-bratta klettana og ekki annað að gera en klöngrast eftir illfæru hraungrýti áfram í suður og síðan niður brattar skriður ofaní dalbotni Skarðdals. Allt gekk þetta vel og Þorstein fararstjóra fundum við í brekkurótum þar sem áð var og snæddur síðbúinn hádegisverður.
Það var ákveðið að stefna vestur fyrir vatnið, því talið var víst að við værum of sein í teboðið. Við reyndum að kalla yfir vatnið á fólk sem sást á rangli utan við kirkjuna, enda töldum við víst að þetta væru félagar okkar úr Hallgrími. Engi svör fengust og þegar við komum norður fyrir Staðavatn ákváðu Þorsteinn og Flosi að halda til baka austan við vatnið að Stað til að hitta hópinn. Restin rölti heima á bæ þar sem við vissum af köldum bjór í jarðhúsinu að Borg.
Það er ekki í kot vísað á Borg og ekki dró það úr ánægju heimkomu að góðan gest bar að garði; en þar var mættur Sveinn í Þverdal. Óskaplega skemmtilegur karl sem bæði syngur og segir sögur. Hér er rétt að skjóta inn í frásögnina ákvörðun sem Hallgrímingar tóku á leið sinni um Posavog deginum áður. Eftir að voginum sleppti og áður en fjörugangan hófst, var okkur litið á Tökin, sem þarf að fara á flóði þegar Posavogur er ófær. Þetta er nokkuð þverhníptur klettur og ekki nokkur leið að komast nema treysta á vað sem þar er festur. En okkur leist ekki alskostar á kaðalinn og því var sú ákvörðun tekin að fá tengdason Gísla og Önnu Stínu til að fljúga með nýtt reipi til okkar og fleygja út við Borg. Við hrindum í Magna í Netagerðinni, sem með glöðu geði útvegaði snærið on the house" eins og hann sagði orðrétt. Þennan laugardagseftirmiðdag, í sól og sumaryl var því beðið eftir því að flugvélin birtist og fleygði til okkar vaðnum fyrir Tökin.
Við sögðum Sveini að við hefðum pantað pitsu og spurðum hvort honum langaði í? Fátt ætti betur við en pitsa hér á Hornströndum, enda væri þetta á matseðli sumra vina okkar á þorrablóti Sléttuhreppinga. Sveinn trúði okkur ekki en við blönduðum fyrir hann smá söngolíu og minn karl tók þá hressilega til söngsins með sinni einstöku bassarödd. Hann fór með sögur, gamanmál og vísur og þessi flaug af vörum hans eftir einn gin og tónik. Vísan er eftir móðurbróður hans, Svein, sem hann er einmitt skýrður eftir:
Látraþjóðin gerir grimm
gerast vegir hálir, hálir
Af áttatíu og fimm aðrir fimm
voru góðar sálir
Sveinn
Vísunni fylgdi því loforð Hallgríminga að segja alls ekki frá hvaðan hún væri komin, og að sjálfsögðu verður staðið við það.
Það var farið að halla degi og allt í einu er kyrrð Hornstranda rofin með flugvélagný og flygildi stingur sér niður að Borginni. Síðan er tekin hringur og flogið lágflug yfir sólpallinn þar sem Hallgrímingar og Sveinn sátu í geislum aftansólar; og var sá síðarnefndi algerlega kjaft stopp þegar flugmaðurinn opnaði dyrnar og fleygði pakka úr vélinni. Ég sagði að þarna væri pitsan komin sem við hefðum pantað, og í augnablik var mér trúað. En fljótlega fylgdi sagan um vaðinn og hvað við hefðum í hyggju morguninn eftir. Sveinn þakkaði okkur fyrir veitingarnar, lýsti ánægju sinni með framtakið og krafðist þess að við kíktum við hjá sér í Þverdal á leið okkar til baka úr Tökunum. Þegar hér var komið sögu voru Hanna og Andrés farin heim á leið með Bjarnarnesinu.
En hér var komið að kosningavöku Hallgríminga, enda forsetakosningar haldnar þennan dag. Undirritaður sleikti sár sín á Hornströndum, bugaður maður eftir að hafa kosið ORG utankjörstaða. Það hefði engum dottið í hug að okkar ástríki forseti yrði kosinn einu sinni enn, og það með atkvæðum frjálslyndra markaðshyggjumanna. Enda var miskunnarlaust lamið á okkur vesalingunum sem höfðu gengið þetta forarað, vegna ímugusts okkar á henni Gránu gömlu. Það sveif því engin sigurvíma yfir vötnum þegar ljóst var að okkar" maður hafði unnið kosninguna og myndi sitja sem húsbóndi að Bessastöðum næstu fjögur árin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég kom upp á Darra fyrir tuttug árum stóð þar enn tvær ryðgaðar loftvarnarbyssur sem sneru út á Grænlandssund í þá átt sem Bismarck og Prinz Eugen sigldu í maí 1941. Önnur hafði fallið að hálfu vegna ryðs en hin stóð enn að fullu. Er hún enn alveg heil?
Darri er stórmerkur staður og þyrfti að sýna mannvirkjunum þar og á Straumnesfjalli verðugan sóma.
Ómar Ragnarsson, 31.7.2012 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.