17.8.2010 | 09:19
Gengið á Snæfell
Eftir að hafa hlaðið batteríin í þrjá daga að lokinni göngu á Löðmund var ferðinni heitið á hæsta fjall landsins utan jökla, Snæfell. Við vorum fjögur saman í þessari ferð og komum til Egilsstaða í 22°og sólskyni. Við þurftum að bæta við vistir þar sem reiknað var með fjórum dögum á fjöllum. Að Snæfelli gegnu var ferðinni heitið suður í Lónsörævi norðan Vatnajökuls.
Það var hlýtt og gott veður þegar komið var í Snæfellsskála en þokuslæðingar léku um fjallstinda og sást ekki tangur né tetur af áfangastaðnum. Það var komið fram yfir hádegi þegar lagt var af stað en við lentum í smá töfum við árhvísl skammt frá upphafstað göngunnar. Ungt spænst par hafði fest bílinn í miðri ánni og var okkur bæði ljúft og skyld að bjóða fram aðstoð. Bíllinn var af gerðinni Suzuki Shift, sem sumir halda að sé jeppi en í raun og veru er þetta algerlega gagnslaus bíll á hálendi Íslands. Ekki tókst að losa bílinn og renndum við því upp í skála til að leita að kaðli til að draga hann. En enginn var spottinn og því urðum við að skilja parið eftir, reyndar í 20° hita og sólarglennum milli þokulufsunnar. En vandræði þeirra stóðu ekki lengi þar sem við mættum fallgöngufólki strax í upphafi uppgöngu sem vorum með kaðal í jeppa sínum og ætluðu þau að koma Spánverjunum til hjálpar.
Aðspurð sögðu þau okkur að engin fjallasýn hefði verið uppi á Snæfelli vegna þokuslæðu sem umlukti toppinn. Þetta voru vonbrigði en héldum þó ótrauð áfram leiðinni á toppinn sem er í 1.833 metra hæð. Í fyrstu eru brekkur aflíðandi, víða í skriðum en þó greinilegur slóði en fljótlega eykst brattinn og gengið upp skriðurunnar hlíðar. Það er stöðugt á fótinn og í um 1.400 metrum er komið á snjó, en færið var gott og þrátt fyrir bratta var gangan auðveld í öruggum sporum. Á uppleiðinni blasti Hálslón við með eyju sinni, Kárahnjúk, nyrst í stöðuvatninu og rétt við aðal stífluna. Ekki spillti þetta mannvirki í miðri náttúruperlu útsýninu og séð úr þessari fjarlægð og hæð var engu líkara en þetta væri sköpunarverk almættisins. Í raun fylltist maður undrun og smá stolti yfir þeim verkfræðiafrekum sem þarna hafa verið unnin, til að nýta bráðnandi vatn úr Brúarjökli til að skapa tekjur og beinharðan gjaldeyri fyrir Íslenska þjóð. Á sama tíma var hægt að gleðjast yfir því að Eyjabakkasvæðinu væri að mestu borgið og betri kostur frá náttúruverndarsjónarmiðum skyldi hafa verið valin. Að vísu er lítil stífla nyrst á Eyjabakkasvæðinu en þó aðeins svipur hjá sjón miðað við upphaflega áætlun og áður en virkjun Hálslóns kom til.
Þegar við nálguðumst tindinn reif hann þokuna af sér, svona rétt til að opna okkur þá stórkostlegu sýn sem þá tók við. Þekktasta kennileitið var konungur Íslenskra fjalla, Herðubreið sem reis tignarlega í norðri og gnæfði yfir Kárahnjúkum. Góð yfirsýn var yfir Vatnajökul með sín 2.000 metra háu Kverkfjöll næst, en Hvannadalshnúk mátti greinilega sjá syðst í jöklinum. Vel sást til Hofsjökuls og mátti greina Arnafellin tvö í norðvestur. Við virtum fyrir okkur gönguleið næsta dags sem nú lá fyrir fótum okkar. Þá yrði gengið frá Snæfellskála í Geldingarfellskála suður af Eyjabökkum.
Það er stórkostlegt að njóta tindsins eftir erfiða uppgöngu og þegar veðrið dekrar við mann og gefur möguleika á þvílíku augnkonfekti sem útsýni af Snæfelli er. Það fylgir því ákveðin sigurvíma, ekki bara að hafa lagt á sig erfiðið, heldur að njóta heppninnar að þokunni skyldi feykt í burtu á réttum tíma. Fólkið sem gekk á undan okkur hafði ekki árangur sem erfiði þar sem þokan byrgði alla sýn.
En undirritaður var ekki til setunnar boðið á toppi Snæfells. Restin af gönguhópnum var væntanlegur í Snæfellsskála og gert ráð fyrir þeim upp úr kvöldmat. Nú var komið miðaftanbil og því þurfti að hafa hraðar fætur til að koma sér í skálann og taka á móti ferðafélögunum með heitri íslenskri kjötsúpu. Það er ekki laust við að maður finni fyrir því að miðaftanbil er tekið við í lífinu sjálfu þegar hlaupið er niður Snæfell til að elda súpu. En einhvernvegin er hægt að stilla á sjálfstýringu og litli heilinn, sem ræður ósjálfráðum hreyfingum, tekur öll völd og ræður för og hraða og finnur fótum festu í hverju spori.
Það þarf ekki að orðlengja það að súpan var tilbúin á réttum tíma og líkaði vel. Svo vel að Reykjavíkurbörnin í hópnum vildu endilega fá ,,uppskriftina" Svona til að klára frásögn af ferð á Snæfell þá er uppskriftin hér fyrir níu manna hóp:
1 niðursagað lambalæri
Slatti af lauk
Slatti af gulrófum
Slatti af gulrótum
Slatti af kartöflum
Grænkál
Súputeningar
Súpujurtir
Salt og pipar
Til að ekki þurfi hníf og gaffal til að njóta súpunnar er kjötið skorið í teninga og það síðan soðið, ásamt beinum. Á meðan kjötið sýður er grænmetið skorið niður í teninga. Þegar kjötið hefur soðið í rúman klukkutíma er öllu meðlætinu bætt útí og soðið í hálftíma. Slökkt undir og súpan er tilbúin. Nastarovja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.