28.3.2009 | 06:36
Kafli 4 - Santorini
Eftir frábæra dvöl á Paros héldum við Stína á ásamt Hafdísi til Santorini. Santorini er í rauninni leifar af einu öflugasta eldgosi sem vitað er um á jörðinni, fyrir um 3.600 árum. Talið að loftþrýstingur af þessu gríðarlega sprengigosi hafi farið tvo hringi um jörðina og flóðbylgjan eytt heilu samfélögunum. Reyndar hafa sumir haldið því fram að Atlantis hafi einmitt eyðst í þessu gosi og Rauðahafið hafi tæmst við gríðarlega flóðbylgjuna. Discovery Channel hefur valið Santorini fjórða merkilegasta eldfjall sögunnar.
Aðkoman að eyjunni er óvenju falleg. Bærinn hangir nánast eins og snjór í fjöllum, ofaná kletta rimina sem liggur austur af risastórum gígnum. Höfnin er undir bænum og vel gerð frá náttúrunnar hendi með gígbarmana nánast umleykis. Það eru þúsundir þrepa að fara ef ganga á frá höfninni upp í bæinn, en fyrir þá sem kjósa þægindi er hægt að taka lyftu í stað stigans.
Santorini er sennileg einn fallegasti staður í heimi og ótrúleg sýn að sjá kvöldsólina merla í Eyjahafinu og lýsa upp hvítkölkuð húsin á klettabrúninni. Við áttum þarna nokkra ógleymanlega daga áður en akkerum var létt og haldið til Ios og síðan til Naxos. Alltaf sama sterka sunnan áttin og freyddi á súðum á Bonny. Hafdís var eins og venjulega stillt og prúð á siglingu þannig að við Stína höfðum nægan tíma til að sinna vinnu okkar um borð. Sat í fötunni í stjórn-gryfjunni og þurfti bara að muna eftir að bæta sjó í reglulega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:09 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil nú byrja á að þakka þér Gunni fyrir stórskemmtilegar ferðasögur, sem ég held að þú ættir að umrita og gefa út. Ég hef lesið þær dyggðuglega en ekki gefið komment, enda geri ég það sjaldnast nema til að rífa kjaft yfir einhverju, sem mér finnst tóm vitleysa.
Ég las einhverntíma bók um uppruna Biblíunnar, þar sem líkum var leitt að því að sögurnar í Exodus (flóttinn frá Egyptalandi) ættu sér rót í sprengingunni miklu í Santoríni. Það þykir jú líklegt að Móses sé skáldskapur eins og annað í þessari bók, en feiknin, sem lýst er geta alveg átt við slíkar hamfarir og verið eldri munnmæli frá slíkum atburði.
Þessi sprenging mun hafa verið 5-6 sinnum stærri en í Krakatá á sínum tímma, svo það er ekki óeðlilegt að ætla að myrkur hefði orðið að degi um langa hríð, eldsúla sést í vestri, ár orðið blóðrauðar af öskufalli, eldi ringt af himnum, plágur orðið með kýlapest og dauða húsdýra, froskar hlaupið á land undan eitruðum vötnum og sést í mergðum, landskjálftar og gríðarleg flóð orðið (jafnvel upp Írael og Júdeu, og kannski er dauðahafið leyfar þess líka) eins og sagt er svo fjálglega frá í Mósebókum.
Allavega eru slíkar lýsingar tæplega hugarspuni hjá svo frumstæðu fólki og ætla mætti að guðsóttinn og sagnir um reiði og miskunnleysi guðs átt rætur sínar að rekja til þessa. Jafnvel sjálf hugmyndin um guð, eins og við þekkjum hana. Hvað annað átti fólk að halda, sem ekki vissi betur.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 08:31
Les allar ferðasögur sem ég kemst yfir, þess vegna hef ég óskað eftir því að verða bloggvinur þinn. Var fyrst núna að átta mig á blogginu þínu. Kv. Sigrún
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 28.3.2009 kl. 22:50
Það er nú alveg déskoti flottur þáttur sem Discovery gerði um Santorini sem kannar þá kenningu að Atlantis sé einmitt að finna á Santorini. Þar er meðal annars farið í gegnum fornleifauppgröft á eyjunni sem stendur inn í hálfhringnum. Sveimér þá ef ég er ekki bara orðinn sannfærður um réttmæti þessarar kenningar. Alveg stórkostlegur þáttur. Þið getið fundið hann á youtube fyrir þá sem hafa áhuga.
Jón Gunnar Bjarkan, 29.3.2009 kl. 03:30
Kærar þakkir fyrir kommentin. Mér finnst ótrúlega gott að svissa yfir í léttar ferðasögur á milli þess sem maður lætur gammi geysa um stjórnmál.
Jón Steinar ég þakkar þér hlýleg orð. Mér þótti leitt þegar frændi þinn Bárður tók illa upp hvernig ég meðhöndlaði hann í einhverjum sögunum. Það var misskilningur í Bárði en hafa verður í huga að hann er 5 árum yngri en við Jón og umræðan endurspeglar hvernig maður lítur til svoleiðis gutta á þeim aldri sem við vorum. Bárður sigldi með okkur eftir þetta og m.a. yfir Atlantshafið og stóð sig frábærlega, eins og hans er von og vísa. Ég tel einnig að ég meðhöndli frænda þinn Grím af nærfærni, enda var hann góður vinur minn. Mikill grallari og var alltaf til í allt. Þú þekkir það enda bjóst þú um tíma hjá honum á Engjaveginum.
Ég átti langt spjall við Nonna Gríms um síðustu helgi þar sem við rifjuðum upp ýmsan rekstur sem við tókumst á hendur í gamla daga. Svei mér þá ef við slógum ekki útrásarvíkingum við á þeim árum.
Gunnar Þórðarson, 30.3.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.