Kafli 2 - Sikiley og Grikkland

messina.jpgNú lá leiðin til Sikileyjar og viti menn að fljótlega eftir komu okkar til eyjarinnar fréttum við af hópi Íslendinga á vegum Útsýnar.  Við ákváðum að kíkja í heimsókn og var okkur tekið vel, en nokkrir gamlir Ísfirðingar voru í þessum hópi.  Farastjórinn frétti af þessum víkingum og kallaða okkur á sinn fund.  Það var sjómannadagur framundan og spurningin hvort við gætum séð um dagskrá fyrir landkrabbana.  Hann bauð okkur í staðin að fara á landsleik milli Íslands og Möltu í fótbolta sem yrði daginn eftir í Palermo. 

Við slógum til en sjómannadagurinn var eftir tvo daga sem gæfi okkur hæfilegan tíma til að undirbúa, en hluti áhafnarinnar hafði reynslu af slíku frá ferðum Bonnýar við sólarströndum Spánar.  Fótboltaleikurinn var mikil vonbrigði.  Íslenska liðið lék illa og tapaði fyrir Möltu, á velli sem var nánast í einhverjum bakgarði í Palermo.  Maltverskir áhorfendur voru sérlega ruddalegir og þess sérstaklega getið í héraðsblöðunum daginn eftir.  Við vorum hálf beygðir eftir upplifunina en framundan var ábyrgðarmikið hlutverk og undirbúningur þegar hafin.  Hátíðarhöldin yrðu haldin við sundlaug hótelsins sem Íslendingarnir gistu á.  Við ákváðum að hafa stakkasund, froskalappahlaup, fótboltamót og ræðu fjallkonunnar ásamt ávarpi skipstjórans.  Við skrifuðum leikrit og æfðum fyrir sjómannadaginn en skipstjórinn skyldi halda tölu sjómanna.

Hátíðin sló eftirminnilega í gegn og var áhöfnin hyllt sem hetjur á eftir.  Heilmikil veisla tók við og skemmtu menn sér vel, en sumir urðu að ganga hægt um gleðinnar dyr þar sem ferðinni yrði haldið áfram daginn eftir.

corenthus.pngVið kvöddum skemmtilegan hóp og lögðum af stað suður Messina sund milli Ítalíu og Sikileyjar og síðan stefn suður fyrir odda Ítalíu.  Síðan var kúrsinn tekin á Corinthian skurðinn í Grikklandi sem er um á fimmta hundrað mílna sigling.  Við sáum Ítalíu hverfa í morgunroðann daginn eftir og framundan var Ionian hafið.  Áhöfnin var upp á sitt besta við morgunverðarborðið og margs að minnast frá Sikiley.  En allt í einu hrundi tilveran.  Tóbakið var á þrotum en reykingarmennirnir höfðu gleymd að kaupa sígarettur.  Sjálfur var ég á góðri leið að ánetjast nikótíninu eftir að vera hættur að reykja í fjögur ár.  Einn smókur hér og annar þar og var jafnvel farinn að reykja heilu sígaretturnar.  En einhvern veginn var ég ekki orðinn fíkill og gat því lifað án tóbaks.  En því var ekki að heilsa með restina af áhöfninni og mátti sjá skelfingarsvipinn á þeim og hægt að ímynda sér hvað væri framundan.

En skipstjórinn réði för og ekki yrði snúið við til að kaupa tóbak.  Sjálfum leið mér ágætlega yfir þessu og ákvað að ég skyldi bara hætta þessu fikti og hætta alveg öllum reykingum.  Sólarhring seinna var tóbakið búið og menn byrjaðir að leita að stubbum út um allt.  Það þyngdist brúnin á sumum og þegar grillti Kefallonia eyju vildu menn að leitað yrði að höfn til að kaupa tóbak.  En skipstjóranum leið vel og framundan voru ástarfundir með konunni í Aþenu og því neitaði hann staðfastlega að stoppa á einhverri eyju til að láta undan einhverri nikótínþörf.

Enn þyngdist brúnin á áhöfninni og þrátt fyrir góðan byr var einhver fjandans hundur í mönnum.  Það var komin stíf vestan átt og við sigldum beggja skauta byr inn Choridnos fjörðinn þannig að sauð á súðum.  Ekkert er skemmtilegra en sigla svona og Bonny var komin á tíu mílna ferð.  Samt var þetta röfl i mannskapnum og einn eftirmiðdag var nánast gerð uppreisn og menn neituðu að ganga til verka.  Skipstjórinn algerlega einangraður í afstöðu sinni og sá sína sæng útbeidda að eitthvað yrði að aðhafast.  Hann sat við stýrið og vindinn hafði heldur hægt en góður gangur á bátum, kvöldsólin merlaði í haffletinum og fljótlega fór að skyggja.  Það voru ljót hljóð sem komu úr lúkarnum og aldrei að vita hverju menn gætu tekið upp á.  Einhvern tímann yrði skipstjórinn að sofa og þá var voðinn vís.

Ég snéri stefnu bátsins rólega á bak og stefndi á stað sem virtist vera veitingastaður eða bar.  Engin höfn var á slóðum svo önnur ráð þurftu í stöðunni.  Ég feldi seglin um hundrað metra frá landi og lét akkerið falla.  Ekki var mælt orð á meðan á þessu stóð en uppreisnarseggirnir komu nú upp til að athuga hvað Mr. Bligth væri að bauka.  Þeir sáu á eftir honum á nærbuxunum með plastpoka milli tannanna þar sem hann skutlapireus_802911.pngði sér í sjóinn og tók að synda í land.  Þegar þangað kom snaraði ég mér inn á barinn og bað um tvo sígarettu pakka.  Tegundin skipti engu máli, bara að þær innihéldu héldu nikótín.  Síðan synti ég um borð með fenginn milli tannanna og án þess að segja orð fleygði ég pökkunum niður í káetuna.  Það heyrðist braka í sellófóni og hviss í eldfærum og fljótlega liðaðist blár reykur upp um lúguna og skyndilega heyrðist kallað með glaðværum rómi ,,hæ Gunnsi, er ekki allt í góðu lagi"

Menn brostu út að eyrum það sem eftir var siglingarinnar inn fjörðinn, sem er rúmlega 150 mílna langur, og einn morgun nálguðumst við innsiglinguna í Corinthos skurðinn.  Skurðurinn er grafinn í höndum fyrir langa löngu og er gríðarlegt mannvirki.  Við þurftum að koma við á hafnskrifstofunni til að greiða gjald fyrir ferðina og síðan fórum við í gegnum hlið áður en skurðurinn sjálfur tók við sem er rúmlega fimm mílna langur.  Það var seinnipart dags þegar við komum út austan megin við skurðinn út í Eyjahafið og stefnan þá sett á Piraeus sem er hafnarborg Aþenu.   Það var mikil tilhlökkun hjá okkur Sverri að hitta eiginkonurnar og aðrir voru hinir ánægðustu og liðaðist reykurinn út á milli hlátraskalla við brandara stýrimannsins.

(framhald)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband