Mánudagur 2011

 

Í myrkri og regniTíminn flýgur hratt við góða skemmtun og nánast ótrúlegt að fjórði dagur ferðar væri hafin þegar risið var úr rekkju snemma dags í Merkigili.  Eftir drjúgan morgunverð með hafragraut og slátri, var mönnum ekkert að vanbúnaði og allur hrollur á bak og burt, þrátt fyrir kalsa úti.Tilbúnir í lokaslaginn

Nokkrar kindur höfðu týnst í myrkrinu kvöldið áður og þurfti því að ríða til baka fram dal til að sækja þær.  Það gekk að óskum og eftir að hafa gefist upp við að elta mórauða kind með tvö lömb, upp og niður eftir bökkum Jökulsár, var lagt af stað með safnið áleiðis að Keldulandi.  Safnið var um 70 kindur og töldu menn að um 30 kindur hefðu orðið eftir í dalnum, sem vonandi fyndust við eftirleit í október.

Lagt á hestinnÞað gekk á með rigningu en síðan fór að stytta upp og þegar komið var í Merkigil urðu veðrabrigði þar sem birti til með sól og blíðu.  Eftir gilið var létt verk að reka safnið áfram götu og ekki liðið langt á dag þegar sást heim að Keldulandi.  Það var fámenn smalasveit sem rak féð síðasta spölinn, enda hafði hluti af mannskapnum sótt jarðaför á Sauðárkrók þennan dag.Knapi og hestur

Vel gekk að koma fénu í fjárhúsin þar sem vanar hendur tóku til við að draga í dilka, en rollurnar tilheyrðu Sigga Hansen og Stebba á Keldulandi.  Mikið gekk á við að koma þeim í kerru en sumir sauðirnir voru á stærð við meðal kálfa, enda stríðaldir í grösugum Austurdal.  Í millitíðinni var tekin hvíldar og samverustund í stofunni hjá Stebba þar sem skrafað var og sagðar sögur.  Það gafst meira að segja tími til að fara í sturtu, en þegar þarna var komið hafði tekist að safna upp góðum skít í þrjá sólahringa á fjöllum.  Það getur líka verið gott að hvíla sig á endalausum þrifum og notalegt að njóta þess þegar vel hefur safnast.

Réttin í MerkigiliÞað var kominn tími til að kveðja vini og aka af stað heim á leið.  Ákveðið var að taka hús hjá sjálfum herppstjóra Akrahrepps, Agnari á Miklabæ í leiðinni.  Agnar er gríðarvinsæll í hreppnum, enda bæði skemmtilegur og fróður maður og höfðingi heim að sækja.Féð rekið yfir Merkigil

Það var tekið á móti gestum með kostum og kynjum á Miklabæ og fjargviðrast yfir því að báðir væru akandi og ekki nokkur leið að koma vínglasi ofaní þá.  Mikið stóð til á bænum enda réttarlok í Silfrastaðarétt og stórbóndinn búinn að ná fé sínu af fjalli.  Það var gert góðlátlegt grín að smalamönnum Austurdals sem höfðum komið með 70 kindur eftir fjóra daga en bændur í Silfrastaðarétt ráku 4.600 fjár í rétt þessa helgi.

Gatan liggur greiðGestum var boðið til stofu þar sem kvöldverður var fram borin við háborðið hjá hreppstjóranum og konu hans Döllu, sóknarprest í Miklabæjarprestakalli, en hún þjónar einnig Silfrastöðum.  Það lá vel á fólki eftir erfiði og árangur helgarinnar og væsti ekki um ferðalanga að staldra við um tíma og taka þátt í skemmtilegum samræðum.  En þreyttum smalamönnum var ekki til setunnar boðið og nauðsynlegt að haska sér heim á leið.  Kvaddir með rjómaís, sem dugði ökumönnum betur en vínsglas, og síðan haldið áleiðis í Staðarskála þar sem hinn bíllinn hafði beðið um helgina.

Það lá vel á Vestfjarðaarmi Göngumannafélags Austurdals yfir kaffibolla í Staðarskála, og ekki Rekið í fjárhúsin í Keldulandiskyggði félagsskapurinn á, Guðni Ágústsson og frú.  Umræðuefnið pólitík og hugsanleg þátttaka Guðna í smölun fyrir Skagfirðinga.  Hann er góðvinur Þórólfs á Hjaltastöðum og þátttaka hans í smölun Austurdals borið á góma.  Hann yrði þá svona láglendisdeild í félagsins en á hans heimslóðum myndu menn ekki þekkja höfuðáttir, ef ekki væri fyrir Heklu sem gnæfir yfir víðfermdum sléttum suðursveita.

Þórólfur og Siggi Hansen huga að fénuHér var komið að lokakveðju þar sem leiðir skildu og ekið var í norður og suður.  Ritari hélt norður Standir til Ísafjarðar í blíðskapar veðri þar sem einstaka bæjarsljós blikuðu í spegilsléttum haffletinum.  Skagafjörður að baki en framundan aðalfundur Gangnamannafélags Austurdals í mars á komandi ári.

 Feitir sauðir úr Austurdal

 

Hún batnar leiðin,

og bráðum þrýtur heiðin

þá hvíla verðum vér.

Sjá, skjól og hestahagi

er hér í þessu dragi,

af baki hlaupum hér.

Halló halló halló halló

Hér hvíla verðum vér!Stebbi á Keldulandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband