21.11.2007 | 13:36
Kafli 11 - Til Grikklands
Við vorum sem sagt búin að fá okkur fullsödd af verunni á Kibbutz Shamir og viðskiptum við heimamenn. Við lögðum því af stað heim, öll fjögur ásamt vinum okkar Írunum Paul og John. Fyrst var farið til hafnarborgarinnar Hafia þar sem við tókum hið rómaða skip, Appolonia til Grikklands. Við keyptum farmiða á þriðja farrými, sem var fram í stafni skipsins og aðeins boðið upp á flugvélasæti til að sofa í. Við kipptum okkur ekki upp við það en vorum ansi fljót að finna leið eftir rangölum skipsins aftur í fyrsta farrými. Þar eyddum við öllum stundum en fjárhagurinn bauð ekki upp á að njóta allra lystisemda farrímsins. Fyrir smá aðstoð í eldhúsinu fengum við kassa af bjór sem umsvifalaust var deild meðal félaga okkar Íranna.
Á örðum degi siglingarinnar þar sem skipið nálgaðist Kýpur, drundi allt í einu við ógnar hávaði. Við lágum á sundlaugarbarminum í sólbaði og brá heldur betur í brún. Þetta var Tyrknesk herþota sem flaug lágflug yfir skipinu. Hávaðinn var óskaplegur og mikil skelfing greip um sig um borð hinu Gríska skipi. Um þessar mundir var styrjöld milli þjóðanna vegna Kýpur. Deila sem enn er óleyst en risti djúpt á þessum tímum milli hinna fornu fjenda.
Nú hvarflar ekki að mér að Tyrkir, þrátt fyrir slæma reynslu Íslendinga af þeim úr Tyrkjaráninu (sem reyndar voru Marokkómenn), að þeir færu að skjóta á farþegaskip þótt það væri Grískt, en óttinn var engu að síður til staðar. Maður treysti þessum Aröbum ekki almennilega á þá daga. En viti menn kom ekki eins og himnasendin önnur herþota til sögunnar og þaut yfir höfðum okkar með ógnargný og vaggaði vængjunum. Á stélinu var stjarna hins Ameríska flughers og fagnaðarlætin um borð yfirgnæfðu þrumurnar úr hreyflum þotunnar. Bjargvætturinn var kominn og hinir lymskulegu múslímar hypjuðu sig á braut.
Ferðin var að öðru leiti tíðindalítil og Hjalti bróðir hélt sér á mottunni í þetta sinn. Þrátt fyrir bjartar Miðjarðarhafsnætur undir björtum stjörnuhimni gat hann haldið í við hormónana og lét vera að draga kveinþjóðina á tálar uppi á dekki með rómantísku spjalli. Skipið leið hljóðlaust yfir sléttan hafflötinn fyrir utan ómana af seiðandi tónlistinni af fyrsta farrými.
Við komum til Aþenu að morgni dags og fundum okkur Youth hostel til að gista á. Við stákarin vorum saman með þrjátíu öðrum í herbergi en Stína fékk svítu með aðeins sjö stelpum. Við vorum komin aftur í herforingjaveldið í Grikklandi.
Við fórum strax sama dag að leita uppi Loftleiðaskrifstofuna í Aþenu og fundum hana í bakhúsi í miðborginni. Við vorum auðvitað staurblönk og þurftum því að komast í samband við Gunnar Jónsson umboðsmann á Ísafirði til að lána okkur fyrir fari heim. Utan við húsið hékk merki Loftleiða og innan dyra var einn starfsmaður sem greinilega sinnti mörgum fyrirtækjum. Eftir smá tíma hafði hann náð sambandi heim og ekki stóð á svarinu að flugmiðar yrðu klárir og við tækjum Olympics Airways til London og Lofleiðir þaðan heim.
Við áttum tvo daga í Aþenu og notuðum tíman til að skoða þessa merku borg. Daginn áður en við tókum flugið til London lentum við í miklum mótmælaaðgerðum í miðborginni sem var harla óvenjulegt á þessum tíma í Grikklandi. Göturnar voru fullar af fólki og allt að verða vitlaust. Við kipptum okkur ekki upp við þetta en eins og með Feneyjar áður, fréttum við af stórviðburðunum síðar. Seinna í Loftleiðaflugvélinni á leiðinni yfir Atlantshafið var ég að lesa Moggann sem var uppfullur af fréttum frá Grikklandi. Herforingjastjórninni hafði verið komið frá með látum og við höfðum verið í miðri hringiðunni án þess að hafa hugmynd um það. Það er svona hálf hallærislegt að upplifa stóratburði þegar maður fréttir það eftirá.
Við flugum síðan til London þar sem við biðum í nokkra daga eftir flugi heim til Íslands. Fyrir þá sem lesið hafa þessa tíðindalitlu ferðasögu skal það sagt sem huggun harmi gegn að þá fyrst byrjuðu ævintýrin. Hafi þessi ferð verið viðburðarsnauð hingað til varð þar breyting á. Við upplifðum einhver skemmtilegustu ævintýri lífs okkar á þessum dögum. Nafntogaður Íslendingur blandast þar inn í en nafni hans verður breytt af tillitsemi við hann og fjölskyldu hans. Við skulum kalla hann Laufdal, en sögurnar verða í næsta kafla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2007 kl. 13:24 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.