9.8.2010 | 13:41
Friðlandið að Fjallabaki
Næsti áfangastaður eftir Skaftafell var Friðland að Fjallabaki og ókum við í hlaðið við tjaldstæðið í Landmannalaugum í 18° hita og sól, en smá strekking. Hér leggur maður ekki í að setja upp stóra tjaldið og göngubúnaðurinn látin duga, enda erfitt að reka tjaldhælana í harðan jökuleirinn, en enginn jarðvegur er á þessu svæði. Notast er við steinhnullunga til að halda við stögin, sem dugar ágætlega fyrir göngutjöld.
Við ákváðum að fara í ,,stuttan göngutúr" fyrir kvöldið og ganga á Bláhnjúk. Ferðin reyndist hinsvegar fjögurra tíma gangur, en var hverra mínútu virði. Við höfðum áður gengið á þetta fjall og reyndar víðar í kringum Landmannalaugar, en útsýni yfir líparít fjöllin er stórkostlegt. Bláhnjúkur er ekki hæsta fjallið á svæðinu en ber þó af t.d. Háöldu hvað karakter snertir. Það er vel á fótinn að ganga upp bratta skriðurunna brekkuna, en góður stígur er þó alla leið, enda fjölfarin leið. Á toppnum er útsýniskífa og því frábært að virða fyrir sér umhverfið og átta sig örnöfnum nær og fjær. Vel sést til Vatnajökuls og Sveintinds, sem vekur upp góðar minningar um góða ferð á tindinn yfir Langasjó fyrir nokkrum árum. Torfajökull og Mýrdalsjökull í suðri og síðan frábært útsýni yfir nágrenni Landmannalauga, Brennisteinsöldu og Laugarhrauns. Eins og innan seilingar má sjá Löðmund sem verður næsti áfangastaður okkar, sem er tilkomumesta fjall í Friðlandinu.
Í Landmannalaugum og Hrafntinnuskeri er mikið af hrafntinnu. Hrafntinna er svart eldfjallagler, venjulega úr líparít sem hefur storknað hratt á yfirborði og ekki gefist tími til kristalmyndunar, og þykir hún sérlega falleg á Torfajökulsvæðinu, dílalaus, svört og gljáandi. Laugahraun er líparíthraun sem storknað hefur sem kolsvör hrafntinna og virkar bæði stórkostlegt og hræðilegt þar sem það heldur utanum Landmannalaugar og virðist hafa stöðvast nákvæmlega á réttum stað til að veita skjól án þess að flæða yfir laugarsvæðið.
Við gengum niður að norðanverðu, upp undir Brennisteinsöldu, og síðan í krákustíga í gegnum hraunið þar til komið er i Grænagil. Gilið dregur nafn sitt af grænu líparíti en blár litur er einnig ríkjandi í því. Þarna er villugjarnt en leiðin er stikuð og því auðvelt að rata rétt leið.
Við mynni gilsins hittum við fyrir verslunarstjóra ,,Mountain Mall" sem er gróin verslun í Landmannalaugum og státar ekki bara af miklu vöruúrvali, heldur góðu verði. Upphaf verslunarinnar, sem rekin er í gömlum herrútum, var sala á silung sem grisjaður var úr vötnum í nágrenninu og hugkvæmdist stofnanda verslunarinnar að selja fiskinn ferðamönnum. Hægt er að fá kaffisopa í versluninni og við hlið hennar er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Eftir góða gönguferð var hressandi að bregða sér í laugina og skola af sér ferðarykið. Þetta er sennilega þekktasta náttúrulaug landsins og örugglega sú mest sótta af ferðamönnum. Volgur lækur rennur í gegnum laugina þannig að vatnið er alltaf hreint og tært, þrátt fyrir fjölda gesta frá morgni til kvölds.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 285680
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.