25.3.2009 | 17:18
Ferðin til Murchison - seinni hluti
Á slaginu hálf sex vöknuðum við upp við að hellt var vatni í blikkdolluna fyrir morgun sturtuna. Dagurinn var tekin snemma enda dagskráin þétt þennan laugardag í frumskógi Úganda. Enn var svarta myrkur þegar við mættum til morgunverðar klukkan sex en við áttum að mæta til ferju sem flytja átti okkur yfir Níl klukkan sjö.
Ferjustæðið var í um tuttugu mínútna keyrslu frá gististaðnum og blóðrautt sólarlag litaði ánna og gaf tóninn fyrir frábæran dag. Á skrifstofu þjóðgarðsvarða var okkur sagt að leiðsögumaður byði okkur handan árinnar, hann héti Georg og þekkti garðinn eins og handabakið á sér.
Goggi var snaggaralegur karl á sextugsaldri og hafði starfað í garðinum í 37 ár. Hann minnti mig á persónu sem Peter Sellers lék í bíómyndinni "The Gardner", um mann sem hafði verið garðyrkjumaður í sama garðinum alla sína ævi þangað til hann kom loks út einn daginn og þekkti veröldina fyrir utan lítið. Goggi hafði örsjaldan komið til Kampala en hafði eytt stærsta hluta ævinnar í Murchison Falls þjóðgarðinum. Mjög greindur og skemmtilegur karl og þekkti dýrin og gróðurinn út og inn, en vissi lítið um hinn stóra heim fyrir utan. Vopnaður AK 47 Kalasnikov riffli til að verjast villidýrum og góðum kíki til að finna dýrin sem sýna átti okkur.
Við höfðum ekið skamman spöl þegar hjörð af gíröffum birtust og síðan tóku buffalóar, villisvín og alls kyns antilópur við. Mikið er að bavíönum, en þeir eru leiðinda dýr, ágeng sníkjudýr og kunna ýmis trix til að hrella mannskepnuna.
Það er ólýsanleg stemming að sjá öll þessi villtu dýr í sínu rétta umhverfi og hlusta á alla þekkinguna sem rann upp úr Gogga við aksturinn um þjóðgarðinn. Við leituðum lengi að ljónum og pardusdýrum, en án árangurs. Hinsvegar var gaman að fylgjast með hvernig Goggi notaði þekkingu sína á högum dýrana til að finna þau. Við sáum mikið af flóðhestum og hann sýndi okkur slóðirnar um skógin eftir þessi klunnalegu dýr, en þau leita matar á nóttinni en liggja síðan í vatninu yfir daginn. Við sáum fílahjarðir úr fjarska en Afríski fíllinn er ekkert gæludýr, líkt og frændi hans í Asíu.
Við ókum meðfram bökkum Nílar þar til við komum að ósasvæði árinnar þar sem hún rennur í Albert vatnið og þar stöðvuðum við bílinn nálægt þremur fílum. Hann þekkti þessi dýr og við stigum út og gengum í áttina að þeim. Mér fannst ég geta teygt mig í þá en óvenjulegt er að komast í slíkt návígi við Afríska fílinn. Einn þeirra var með hálfan rana þar sem hann hafði lent í dýraboga fyrir nokkrum árum og misst framan af honum. Engu að síður gat hann bjargað sér en raninn er fílnum mjög mikilvægur.
Við komum á ferjusvæðið um hádegisbilið þar sem við biðum fljótabátsins sem taka átti okkur upp ána að Murchinson fossum. Gistihúsið hafði búið okkur út með nestisbox fyrir hádegismat og sátum við á bekk við lendinguna til að njóta málsverðarins. Bavíanarnir voru kræfir og náðu að grípa hluta af nesti Stínu, en sem betur fer vorum við með myndavélina um hálsinn, en þeir stela slíkum gripum ef maður leggur þá frá sér. Bíllinn var læstur enda geta þeir hæglega opnað bílhurð.
Goggi var leiðsögumaður okkar upp ána en rúma tvo tíma tekur að sigla upp að fossum. Mikið var af vatnahestum, krókódílum og fílum á leiðinni, einnig er fuglalíf mikið við árbakkana. Ekki fór mikið fyrir fossunum, þó þér séu með þeim vatnsmestu í heimi með þúsund tonna rennsli á sekúndu, enda fjarlægðin frá endastöð bátsins í þá töluverð. Þetta voru ákveðin vonbrigði en við ákváðum að aka daginn eftir upp að þeim og skoða fossana betur. Siglingin niður Níl gekk vel enda straumurinn töluverður í ánni. Við tókum síðan ferjuna yfir fljótið og ókum sem leið lá til Nile Safari Lodge þar sem okkur beið nýveidd tilapia í kvöldmatinn.
Áður en við fórum á veitingastaðinn fengum við okkur Moet kampavín á svölunum og horfðum á kvöldsólina speglast í Níl. Við gleymdum reyndar tómri flöskunni á veröndinni og viti menn; hún var horfin þegar við komum til baka. Apakettirnir höfðu stolið henni en varð ekki kápan úr klæðinu að drekka innihaldið, enda höfðum við Stína séð um það.
Við komum að fossunum um ellefu leytið og fengum okkur göngutúr meðfram þessu mikla vatnsfalli sem er rúmlega tvöfalt vatnsmeiri en stærsta vatnsfall Íslands, Ölfusá.
Mér varð hugsað til Samuels Baker sem fann fossana 1864 og sló því föstu að þeir væru upptök Nílar og kom með þá vitneskju til Landafræðistofnunar Bretlands. Skýrði þá reyndar í höfuðið á forseta stofnunarinnar en vötnin við Níl bera nöfn úr konungsfjölskyldu Breta.
Ég skil ekki í Samma að hafa ekki rölt þessa fáu metra, 80m fallhæð, upp á brúnina til að sjá að Níl var hvergi lokið og teygði sig austur og suður í gegnum Lake Koyoga og alla leið til Jinja við Viktoríuvatn. Þar eru upptök þessa mikla vatnsfalls, sem reyndar er í mýflugumynd á þessum slóðum, miðað við það sem síðar verður eftir að hafa runnið í gegnum Súdan og Egyptaland.
En kannski var Samuel orðin þreyttur og uppgefinn eftir ferðalagið upp ána, en flóðhestur hafði hvolft bát hans rétt áður en komið var að fossunum. Áin morandi af þessum hættulegu skepnum ásamt krókódílum. Flóðhestar eru hættulegustu dýr Afríku, eða að minnsta kosti verða flestum mönnum að bana, en þeir geta bókstaflega klippt mann í sundur með risavöxnum skoltinum. Það er þó gert í sjálfsvörn enda eru þeir grasætur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2009 kl. 07:06 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.