24.10.2007 | 13:42
Kafli 4 - Í kjöfari árasarinnar
Þegar við Stína komum upp úr sprengjubyrginu var Ísraelski herinn mættur á svæðið með skriðdreka og hvaðeina. Þetta var heimsfrétt og því öllum gefið tækifæri á að láta fjölskyldu sína vita af sér . Mæðrum okkar Stínu var sent símskeyti sem stóð ,,erum á lífi. Gunni og Stína" Þær vissu ekki einu sinni að við værum á þessu samyrkjubúi sem var komið af illu heilli í heimsfréttirnar.
Seinna um daginn þegar við skoðuðum verksmerki mátti sjá alls kyns líkamsleifar í sundlauginni. Við fundum fót með rauðum sokk þar rétt hjá og eigum reyndar mynd af honum. Fyrir framan mötuneytið var búið að leggja jakka þeirra þriggja hryðjuverkamanna sem voru skotnir. Með blóðugum kúlnagötum frama á þeim. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikil reynsla fyrir íslenska táninga sem þekktu ekki stríð eða manndráp af eigin raun.
Allt breyttist á þessu samyrkjubúi eftir þennan atburð. Þó hann væri staðsettur undir Gólanhæðum og gömlu landamærin við Sýrland í kílómeters fjarlægð var þetta öðru vísi og ólíkt hefðbundnum hernaðaraðgerðum. Þarna var vígvélum beint að börnum, konum og almennum borgurum en ekki hermönnum.
Nokkrum árum áður var undirritaður á þessum sama kibbutz sem staðsettur er aðeins kílómetra frá gömlu landamærunum, frá því fyrir sex daga stríð, Sýrlands. Einnig er til tölulega stutt norður að landamærum Líbanons. Við ákváðum einn dag ég og vinur minn Jón Pétursson að fá okkur göngutúr að gömlu landamærunum og kíkja á aðstæður. Augljóst var hvar þau höfðu verið enda skotbyrgi og gamlar gaddavírsgirðingar þarna. Eftir smá grams fundum við stóran járnkassa sem var lóðaður aftur. Víð tókum hann með heim á búið þar sem okkur tókst að opna kassann með stórum kuta. Hann reyndist fullur af skothylkjum í AK16, kalashnikova riffil. Við reyndum umsvifalaust að koma þessu í verð en fengum heldur betur að kenna á því. Meðal annars var okkur bent á að við hefðum gengið yfir jarðsprengjusvæði sem engum dytti í hug að fara yfir. Töluvert hafði verið um að nautgripir sem gengið höfðu um svæðið hefðu misst fætur við að stíga á jarðsprengju. Íslendingar eru oft lítið með á nótunum þegar kemur að hernaði og vígvélum sem eingöngur eru smíðuð til að drepa fólk.
Um kvöldið var mikið sjónarspil á Shamir. Ísraelar hefndu ávallt grimmilega fyrir árásir á borgara sína og var engin undantekning í þetta sinn. Rétt fyrir ljósaskiptin flugu fimm herþotur lágflug yfir Kibbutzinum og sveimuðu síðan hringi í höfði okkar. Allt í einu tóku þær stefnu norður til Líbanon, sem er skammt undan, og nokkru seinna sáum við blossa og seinna heyrðum við sprengjudrunur. Síðan komu þær til baka og endurtóku síðan leikinn. Þegar myrkrið skall á var eins og sólarupprás væri í norðri. Slíkur var bjarminn eftir sprengjuárásir herþotnanna. Ekki veit ég hvað þeir sprengdu eða hverjir urðu fyrir því, enda vorum við bara áhorfendur af öllu saman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 285832
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.