Gengið niður Lónsöræfi

Lagt af stað frá EiglsseliÞað hafði birt upp um morguninn en nokkur ský voru þó um hæstu fjöll sem byrgðu á útsýnið.  En veðrið var gott og gleðirík ganga fram undan niður í Lónsöræfi en ferðinni var heitið fram hjá Múlaskála, upp á Illakamb og þaðan niður gilið niður að Eskifelli.  Þetta er drjúg dagleið eins og tvær þær fyrri í ferðinni, frá Snæfellskála í Geldingarnes og þaðan í Egilssel.

Við EgilsskálaVið gengum niður Leiðartungur og tókum sveig að Tröllakrókum, þar sem við skoðuðum þetta hrikalega náttúruundur.  Tröllakrókar teygja sig upp í 800 metra hæð yfir sjávarmál og er myndaðir úr mó- og stuðlabergi og vert að taka á sig smá krók til að skoða þá.

En áfram var gengið og nú tekur gróður við þar sem birki ræður ríkjum og þegar komið er niður að Jökulsá taka við birkiskógar.  Það má segja að við værum blálúsug eftir göngu í gegnum skógin, en þar iðaði allt af birkiflugu sem lítur út eins og lús, og blá á litinn.  Skemmtileg leið er niður með ánni niður að Múlaskála, þar sem oft er gengið í bröttum skriðum árbakkans og á einum stað þarf að fara fyrir tæpu hátt yfir beljandi jökulfljótinu.  Keðjur eru til halds og trausts og því er þessi leið hættulaus en getur kitlað lofthrædda nokkuð.  En það er gaman að sigrast á aðstæðum og sérstaklega á sjálfum sér þegar engin önnur leið er í boði en sú sem farin er.

Tið TröllakrókaÞað var engin í Múlaskála þegar við komum þangað, en greinilegt að gestkvæmt var þar og íbúar sennilega í gönguferð um Lónsöræfi.  Við tókum okkur bessaleyfi og settumst á pallskörina, tókum upp prímusinn og snæddum hádegisverð.  Fegurð Lónsöræfa er stórbrotin þar sem sundurskorið landslagið af gljúfrum og giljum eru áberandi og litardýrðin ótrúleg.  Svæðið er talið eitt áhugaverðasta göngusvæði landsins og kom ekki á óvart þegar við horfðum upp Jökulsá í Lóni þar sem birkigróðurinn festir rætur við árbakkana, en ofar taka við gil og gljúfur í bláum, grænum og rauðum litum.  Vel sést upp á jökul og rétt ofan við skálann er göngubrúin yfir fljótið, en síðan liggur gatan aftur niður með vesturbakkanum upp á Illakamb.  gengi_um_lonsoraefi.jpg

Leiðin upp á Illakamb tekur vel í, enda snarbrött og um þrjúhundruð metra hækkun að ræða.  Útsýnið niður gljúfur Jökulsá í Lóni er stórbrotið, með Stafafellsfjöll í austri, brött og hrikaleg en ægifögur og litrík.  Með nýrri göngubrú við Eskifell sem byggð var fyrir tveimur árum hefur leiðin niður gljúfrin opnast, en nauðsynlegt er að komast austur fyrir ána eftir göngu niður að vestanverðu.  Gljúfrið er ógengt austan megin og ekki bílfært að Eskifelli vestan megin við Jökulsá í Lóni.  Áður luku menn ferðinni á Illakamb og tóku fjallabíla niður að Stafafelli, en þessi leið er stórbrotin og frábær viðbót við göngu um Lónsöræfi.

Einstigi við JökulssáÞegar við áttu eftir tveggja tíma göngu niður að Eskifelli mættum við trússurunum okkar, sem gengið höfðu til móts við okkur.  Framundan var einstigi eitt mikið sem liggur ofan við þverhnípta kletta í snarbrattri skriðu.  Það var léttara en á horfðist að ganga einstigið og algjörlega hættulaust ef gætt er að sér.  Lausamölin á þessu svæði er mynduð úr glerhörðu bergi og ólíkt skriðunum á Vestfjörðum er mölin aflöng og ótrúlega föst fyrir.  Maður haggast ekki í slóðinni og rennur ekki undan brekkunni og því hefur maður fulla öryggiskennd við slíkar aðstæður.joklasyn.jpg

Þau eru drjúg síðustu sporin eftir langa dagleið og hríslaðist um mann vellíðan að koma að 90 metra langri göngubrúnni yfir fljótið og vita af bílunum handan við hana.  Eftir að hafa fengið kaldan öl við bílana fórum við úr skónum og fengum okkur fótabað í ískaldri jökulánni.  Þetta var toppurinn á tilverunni en nauðsynlegt að vinna sér inn þá vellíðun sem fylgir því að slappa af eftir mikil átök.  Maður þarf að vera þreyttur til að njóta hvíldar og ekki spillir fyrir að safna smá óhreinindum á langri göngu um óbyggðir.  Sú vellíðan sem fylgir heitri sturtu eftir útileguna er milljón dollara virði.

Við ókum árfarveginn niður að Stafafelli þar sem gist var um nóttina.  Frábærri göngu norðan og austan Vatnajökuls var lokið.  Við KollumúlaskálaTrússberar mæta okkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 _reyttir_skor.jpg

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband