29.7.2012 | 12:10
Gengið á Ryt og Darra
Þetta verður stapp og strit,
strembið sem hjá Karranum" .
við rennum skeiðið upp á Rit,
og ráðumst svo að Darranum.
Viðar Konn
Útsýnið var stórkostlegt af toppi Rytsins, Ísafjarðardjúp og Jökulfirðir í suðri, heimahagar hópsins, Ísafjörður og Bolungarvík í vestri og Aðalvík með Straumnes í austri. Það blakti ekki hár á höfði og sólin vermdi land sem lög enda skafheiðskýrt. Skammt undan landi lónaði stórt skemmtiferðaskip, sem reyndar sýndist eins og leikfangabátur í óravíddum af fjallstoppi. Það var ákveðið að æja og taka fram matarföng skammt neðan við hátindinn en hirðskáldið var samt við sitt:
Af erfiði okkar við slitnum,
eldumst, þyngjumst og fitnum.
en stöllurnar Anna Stína og Díana,
standandi reykj´a upp á Ritnum.
Viðar Konn
En þessi dagur var ekki að kvöldi kominn og enn áttum við eftir langa ferð fyrir höndum. Við veltum fyrir okkur hvort leggja ætti í uppgöngu upp á Darra úr Rytaskörðum en það virtist ekki heiglum hent og því ákveðið að fara niður í Mannadal og þaðan upp á Tindafjall. Dálítið lengri leið en sýndist mun öruggari fyrir svona breiðan hóp af göngufólki.
Þegar komið var niður í dalinn kom í ljós að það eina sem við höfðum gleymt var að taka með okkur vatn. Þarna er ekkert drykkjavatn, fyrir utan mýrarvilpur og grunnar tjarnir sem setnar voru af fuglum. Enginn þorði að fá sér vatn í afrennslum þess, vegna fuglsins sem hamaðist við að drita í tjörnina. Grun hef ég um að þessir sömu lækir hafi verið niður á bökkunum, fyrr um morguninn, hvar fyllt var á brúsana fyrir brekkuna miklu upp á Ryt! Hvað um það, fleiri læki var ekki að finna í þessum dal. Við tókum á það ráð að sjóða vatnið og blanda síðan út það snjó, sem nóg var af í dalnum. Gerðust menn þá orðljótir í sveita síns andlits og hafði Einar Kristinn á orði að verið væri að narra hópinn vatnslausa upp á fjall.
Helvítin Hallgríma narra
hálfvitana þá,
draga þá upp á Darra,
og ekki dropa að fá!
Viðar Konn
Landslag í dalnum er nokkuð torsótt yfirferðar og erfitt að halda hæð áður en uppganga hefst að ný. Síðan taka við snarbrattar skriðurunnar hlíðar, en nokkuð fast undir fæti samt. Fararstjórinn hvarf okkur sjónir en áður en við gátum skipulagt leit að honum birtist hann á brún Mannfjalls, ferskur og ör, eins og ævinlega. Um talsverða hækkun er að ræða en ekki leið á löngu þar til hópurinn stóð á brún fjallsins, tilbúin að ganga a Darra, sem er skotspölur í vestur.
Á Darra er útsýnið stórbrotið, sérstaklega inn allt Ísafjarðardjúp. Það er gaman að sjá þekkt kennileit frá þessu sjónarhorni, Hestinn upp af Hestfirði og Kistufell milli Ísafjarðar og Bolunarvíkur. Við skoðuðum menjar heimstyrjaldarinnar þar sem Bretar settu upp radarstöð í upphafi fimmta áratug síðustu aldar. Mér varð hugsað til þessara ungu manna sem eyddu hér löngum tíma við erfiðar aðstæður til að byggja upp varnir gegn nasistavá og leggja sitt af mörkum til að verja gildi vestrænna lýðræðisríkja. Dvöl þeirra og athafnir höfðu mikil áhrif á líf íbúa Sæbóls, og margir fengu vinnu við uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar.
Þarna stóð Hanna fyrir trúarathöfn til dýrðar sólkonungnum, sem hafði blessað okkur í ferðinni. Menn köstuðu sér flötum eins og múslímar, en hér var það í vestur í stað austurs. Þetta reyndist hafa mikil áhrif og gott veður átti bara eftir að batna.
Það var þreyttur og sæll hópur sem skondraði niður farveg járnbrautarteina sem lagðir voru til að flytja aðföng á herstöðina sem var um tíma útvörður bandamanna í norðurhöfum í seinni heimstyrjöldinni. Það jafnast fátt á við að fá kaldan bjór þegar heim er komið eftir átakadag, sérstaklega heitan og sólríkan eins og þann sem rann nú að kveldi. Í sameiningu var kvöldverður fram reiddur og þreytan látin líða úr sér í tjaldi áður en átök næsta dags hófust.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.