Kafli 1 - Atlanshafiš sigraš

WesterlyUm voriš 1979 įkvįšum viš Stķna aš sigla Bonny til Mišjaršarhafsins frį Ķsafirši.  Viš höfšum bęši lokiš skipstjórnarprófi og žóttust rįša viš siglingafręšina, og į žessum įrum var ég hįseti į togaranum Pįli Pįlssyni frį Hnķfsdal og žvķ vanur sjómašur.

Tveir félagar okkar höfšu tekiš aš sér aš sigla bįtnum til Reykjavķkur, žar sem viš įsamt įhöfn myndum taka viš honum.  Svo óheppilega vildi til aš žeir brutu sigluna śt af Sśgandafirši į sušurleiš.  Žeir höfšu ekki hagaš seglum eftir vindi og notušu allt of stóra fokku meš fyrrgreindum afleišingum.  Žeir komu žvķ bįtum aftur ķ höfn į Ķsafirši žar sem vandamįliš beiš okkar til aš leysa.

Eftir athugun kom ķ ljós aš einfaldast og ódżrast vęri aš sigla bįtnum į vél til Skotlands og setja nżtt formastur į hana žar.  Viš pöntušum žvķ sigluna og reiknušum meš aš sękja hana til Skoska bęjarins Troon einum mįnuši seinna.

Viš lögšum af staš į laugardegi um mišjan jśnķmįnuš ķ logni og blķšu įleišis til Reykjavķkur.  Ķ įhöfn meš okkur var Bįršur Grķmsson og Elķas Skaftason.  Bįršur hafši tekiš žįtt ķ heimsiglingu Bonny žremur įrum fyrr en hafši nś breyst ķ klaufskum unglingi ķ haršan togarajaxl.  Elli var vanur sjómašur og tilbśinn ķ hvaš sem var og žvķ valinn mašur ķ hverju rśmi.

Viš sigldum bjarta sumarnótt sušur yfir Breišafjörš og komu aš Snęfellsjökli viš sólarupprįs, į pollsléttum sjó žannig aš ekki gįraši į hafflötinn.  Viš tókum eftir bįt sem var į veišum meš snurvoš ķ stefnu okkar.  Allt ķ einu tók hann stķmiš beint į okkur og renndi upp aš hlišinni į skśtunni.  Viš stoppušum bįtinn og tókum įhöfn Sigurbjargar SH tali.  Žeir bušu okkur til hįdegisveršar og viš žįšum žaš.  Viš létum Bonny bara reka į mešan og komum okkur fyrir ķ lśkarnum žar sem lambasteikin kraumaši ķ ofninum ķ sólóeldavélinni. 

SkotlandEftir stutt spjall kom ķ ljós aš bįturinn sem viš vorum komin um borš ķ var upphaflega smķšašur undir nafninu Gunnvör ĶS 53 fyrir samnefnt fyrirtęki sem mešal annarra var ķ eigu föšur mķns, Žóršar Jślķussonar.  Upphaf fyrirtękisins mį rekja til strands Gunnvarar SI 53 ķ Fljótavķk, žar sem afi minn Jślķus bjó.  Bręšurnir Žóršur og Jóhann keyptu flakiš og nżttu śr žvķ allt sem hęgt var.  Enn mį sjį kjölinn, vélina og stżrishśskappann ķ sandinum innan viš Slysavarnarskżliš ķ Fljótavķk.  Žeir bręšur stofnušu svo śtgeršarfyrirtękiš Gunnvöru og létu Marzelķus Bernharšsson smķša fyrir sig žennan fjörutķu tonna bįt sem viš vorum nś komin um borš ķ.  Félagi žeirra og skipstjóri til langs tķma, Jón B. Jónsson geršist mešeigandi ķ fyrirtękinu, sem rann seinna saman viš Hrašfrystihśsiš ķ Hnķfsdal, undir nafninu Hrašfrystihśsiš Gunnvör h/f.

Žetta var skemmtilegur sunnudagsmįlsveršur og karlarnir hinir skemmtilegustu og létu sig hafa klukkustundar pįsu frį veišunum į mešan viš nutum matarins.  Žaš var bošiš upp į kók meš matnum sem okkur žótti bżsna nżstįrlegt į fiskibįti į žessum tķma.  Žaš voru hlżjar kvešjur žegar viš stukku aftur um borš ķ Bonny til aš halda feršinni įfram til Reykjavķkur.

Viš komum ķ höfn ķ morgunsįriš daginn eftir žar sem žurfti aš śtvega żmsa hluti til aš halda į siglinunni yfir hafiš til Skotlands.  Ķ fyrsta lagi var kompįsinn ónżtur og įkvešiš aš kaupa nżjan hjį Konna kompįs, sem var fręgur sérfręšingur į sķnu sviši.  Ekki var nóg aš kaupa bśnašinn heldur žurfti Konni aš koma honum fyrir og setja segulnįlar til aš rétta hann af.  Žaš var gert į yrti höfninni ķ Reykjavķk, og sś skekkja sem ekki nįšist meš seglunum var skrįš ķ logbókina til aš nota viš aš leišréttingu į leišarreikningi.

oceanEitthvaš fréttist af žessari siglingu okkar og Morgunblašiš vildi fylgjast meš feršalaginu og birta greinar um feršalagiš.  Sigling okkar fjórmenningana vakti töluverša athygli į žessum tķma, enda žótti žetta óvenjulegt į Ķslandi į įttunda įratugnum.  Okkur var bošiš į fund hjį sjįlfum ritstjóranum, Styrmi Gunnarsyni.  Žau Stķna fundu śt aš žau ęttu žaš sameinginlegt aš vera bęši ęttuš śr Skįlavķk viš mynni Sśgandafjaršar.   Žetta var hinn skemmtilegasti fundur sem lauk meš žvķ aš gengiš var frį aš viš myndum senda reglulega pistla frį okkur og fengum nóg af filmum til aš taka myndir fyrir Moggann.

Viš lögšum af staš ķ siglinguna um kvöld og fórum fram hjį Vestmannaeyjum ķ morgunsįriš.  Žaš var góšur andi um  borš og létt yfir įhöfninni.  Bįršur er meš skemmtilegri mönnum og gat endalaust komiš manni til aš hlęja.  Mikill hśmoristi og hafši svo smitandi hlįtur aš ekki var annaš hęgt en hrķfast meš žegar hann tók rokurnar.  Elli var alltaf ķ góšu skapi og lét sér ekkert fyrir bjósti brenna.  Viš ultum śt į Atlantshafiš, masturslaus meš 24 hp Volvo Penta sem drifkraft.

Stefnan var tekin  į But of Lewis vitann sem er į nyrsta odda Herbitis eyjaklasans vestur af Skotlandi.  Žetta er um 400 mķlna sigling og feršahrašinn milli sex og sjö mķlur.  Į siglu veltur skśtan eins og korktappi og ekkert aš sjį nema öldutoppa ķ SV kalda į noršur Atlantshafi.  Vaktaskipti gengu vel fyrir sig og įgętlega fór um okkur um borš ķ Bonny.  Viš męttum einum togara į leišinn en žaš voru einu mannaferšir į siglingunni til Skotlands.

Žegar vitinn birtist ķ eldingu fimmta feršadags reyndist stefnan rétt upp į grįšu.  Žaš voru góš tķšindi fyrir skipstjóra og stżrimann og leišarreikning žeirra.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frį upphafi: 285834

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband