Gengið á Mælifell

eyjafjallajokull.jpgEftir góðan nætursvefn að Básum var lagt af stað snemma dags áleiðis í Skaftafell.  Ákveðið að fara lengri leiðina og aka upp Fljótshlíðina og síðan Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul.  Þetta er ægifögur leið og auðveldlega ekin á óbreyttum jeppa og ekki spillti veðrið fyrir, 18° hiti og sólskyn með nokkra góðviðrisbólstra við hæstu tinda.  Þegar komið var upp á Fauskaheiði var bíllinn stöðvaður til að njóta útsýnisins.  Nú sáust svartir jöklar Tindfjalla vel og þarna við fótskör Einhyrnings var útsýnið í suður til Eyjafjallajökuls stórkostlegt.  Nú sást gígur eldfjallsins greinilega og opið sárið niður Gígjökul eftir hamfarahlaupin, eins og risavaxið ör á svörtum jöklinum.  Gufustrókur stóð langt upp af gígnum og mátti sjá slá í rauðan lit á gufunni annað slagið næst eldstöðvunum.  Jökullinn hefur haft hamskipti síðan fyrir gos og enn verður mér hugsað til skíðaferðar fyrir þremur árum upp að Goðasteini, og þeim umskiptum sem orðið hafa síðan.

StrútsskáliEn ferðinni er haldið á og ákveðið að koma við í Strút til að snæða hádegisverð og skila kveðju frá landverði í Básum til staðahalda skálans.  Á leiðinni kíktum við í Markafljótsgljúfrum og dáðumst að hrikalegri stærð þeirra og ekki laust við lofthræðslu þegar litið er niður í gljúfrin.  Við renndum í gegnum hlaðið á Krók sem er eins og vin í eyðimörk þessa svæðis.  Nú vorum við komin á Laugarveginn þar sem hann liggur framhjá Álftavatni og Emstrum og margir á göngu eftir þessari vinsælu leið.  Við villtumst aðeins af leið og snérum við að Hvanngili áður en ferðin var haldið á austur Fjallabak syðra.  Síðar komum við á Mælifellssand þar sem ekið marga kílómetra er eftir blautum sandinum eftir stikum,og dregur nokkuð niður í bílnum við mestu sandbleyturnar.  Við fundum afleggjarann norður  að Strútsskála og renndum í hlað að þessum afskekta en fallega skála um nónbil.  Staðahaldarar voru hjón með ungan son sinn tóku okkur vel og sögðu okkur að þetta væri besti dagur sumarsins, enda væri allra veðra von á þessum slóðum.  Strútsskáli býður upp á fyrsta flokks gönguleiðir en smá heppni þarf til þar sem hér er opið fyrir suðvestan og norðaustan áttum og því er súldarfíla og kalsi nokkuð algeng. 

Þau ráðlögðu okkur að ganga á Mælifell sem er aðeins steinsnar frá Strút enda væri það frábært útsýnisfjall þó ekki væri nema rúmlega 300 metra hækkun upp á það.  Á Mælifelli

Það er gaman að ganga á Mælifell eftir þurrka og í góðu veðri.  Mosinn verður fastur undir fæti og gefur lítið eftir og nánast eins og ganga upp tröppur upp snarbratta hlíðina.  Það tók ekki langan tíma að ganga á toppinn en útsýnið og veðrið teygðu vel á tíma fjallgöngunnar.

HólmsárfossÍ suðri rís Mýrdalsjökull, að þessu sinni svartur og úfinn.  Greinlegt útsýni var til Langjökuls og eining Mýrdalsjökuls með Arnarfell sín í forgrunni.  Litafegurð Strútsalda naut sín vel frá þessum sjónarhól og langt í austri mátti grilla í Vatnajökul með Þórðarhyrnu og Hamarinn, jökulsker upp úr hvítum jöklinum.  Það sást vel til Kerlingafjalla, Hrútsfells og Bláhnjúk sem öll liggja við Kjalveg.  Sjónarveislan var ótrúleg og þá skal ekki undanskilja nærumhverfi norður undir fótskör Mýrdalsjökuls.

Göngumaður var léttur í spori eftir stórkostlegan tíma á toppnum og eftir að hafa sneytt hjá efsta hluta fjallsins og framundan var rúmlega 200 metra fallhæð niður að bílnum, lét hann gamminn geysa og hljóp eins og fætur leyfðu niður snarbratta hlíðina.

Leiðin suður með austurbrún Mýrdalsjökuls er ægifögur þar sem vel sést upp á skriðjöklana; Öldufellsjökul, Sandafellsjökul og Kötlujökul.  Staldrað var við Hólmsárfoss þar sem gróin reitur hefur myndast vegna úðans frá fossinum.  Margar ár eru á þessari leið og eru þær flestar brúaðar.  Komið er niður á þjóðveginn tæplega 20 kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri sem var síðasti áfangastaðurinn á leið í Skaftafell.

ÖræfajökullÞegar komið var að Lómagnúp blasti Öræfajökull við í allri sinn dýrð.  Nánast óraunverulega fallegur í kvöldsólinni.  Nær mátti sjá Kristínartinda sem ganga átti næsta dag eftir að hafa safnað kröftum í Vatnajökulsþjóðgarði í Skaftafelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband