Davið Oddsson

 

Bloggari hefur tekið seðlabankastjóra í sátt og rúmlega það.  Loksins útskýrði hann stöðu mála og það er mikill léttir að staða Íslendinga er ekki eins slæm og leit út í fyrstu.  það er ekkert sem segir að þjóðin eigi að greiða óreiðuskuldir glannana sem tekið hafa óhófleg lán í útlöndum, enda er það henni oviða.  Réttast er or og eðlilegast að þeir sem lánuðu þessum ævintýramaönnum tapi peningunum sínum.  Það er nóg samt sem Íslenski skattgreiðendur þurfa að bera með því að tryggja innstæður í þessum tveimur bönkum sem komnir eru í þrot.  Það er mikill léttir að ríkið sé nú hætt við að leggja 84 milljarða í hlutafé, í gjaldþrota banka sem ekki verður bjargað hvort eða er.

Nú er bara að halda ofaní sér andanum og vona að Kaupþing haldi sjó.  Veð Seðlabankans fyrir 500 milljarða láni til Kaupþings er í góðri eign, dönskum banka, sem hægt verður að selja á góðu verði þegar um hægist í þessu ölduróti augnabliksins.  Vonandi tekst að selja þennan banka á góðu verði, og vonandi verður það Kaupþing sem gerir það, án þess að um brunaútsölu sé að ræða.

Ef til vill var þessi leiðrétting markaðarins nauðsynleg, eins sáraukafull og hún er.  Það muni hinsvegar leggja nýjar undirstöður fyrir efnahag Íslendinga, sem eiga mikla möguleika til sóknar.  Ung þjóð (að meðaltali 4 árum yngri en aðrar vestræanar þóðir) vel menntuð og góða grunngerð í samfélaginu.  Öfluga lífeyrissjóði, sem ekki þarf að leggja undir í þeim hildarleik sem gengur yfir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Davíð kom frábærlega út, en eftir stendur að hann hélt áfram árum saman að hækka stýrivexti og auka þar með ófögnuð bankadrengjanna sem hann varaði við, eins og sprúttsali með bindindisræðu. Sagan hefur sýnt og mun sýna að stýrivextirnir sprengdu krónuna og efnahagskerfið í tætlur. Davíð hafði ótal tækifæri til þess að snúa þessu við en gerði það ekki, því að gengið félli við það

Ívar Pálsson, 8.10.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Stefán Þór Ingason

Sæll Gunnar; alltaf kem ég inn á BB af og til, og oftast fletti ég upp á hvað þú hefur að segja. Undrast oft afstöðu þína til hinna skrítnustu mála en man gjarnan að þú hafðir ætíð mikið gaman af rökræðum og tókst gjarnan afar "extrime" skoðannir til að fá menn upp á móti þér. Ér það virkilega svo enn í dag?

Ástæða skrifa minna í dag er þessi undurskrítna hugarfarsfærsla ykkar ágætu frelsishyggjumanna. Nú á allt í einu að kalla meistara frjálshyggjunnar "ævintýramenn" sem eiga skilið að tapa peningum sínum, "ásamt þeim sem gáfu þeim rétt til að sýsla með sína aura, lífeyrissjóði og fl." Gunnar ég hef lesið ýmsan þvætting frá þér varðandi kvóta, útgerð og Friedmann. Nú virkilega ofgerðir þú:  næsta setning er tekin beint frá þínu síðasta bloggi: (copy & paste)

Réttast er or og eðlilegast að þeir sem lánuðu þessum ævintýramaönnum tapi peningunum sínum.

Ég vona að þú eigir ekki mikið inni hjá Lífeyrissjóðum.

Stefán Þór Ingason, 9.10.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll Ívar.  Jú það er mikið til í því sem þú ert að segja.  Auðvitað tókum við öll þátt í þessum hildarleik og Seðlabankinn engin undantekning þar.

Gaman að heyra frá þér Stebbi, þó ég hefði viljað hafa það undir öðrum formerkjum.  Þú ert of reiður til að eiga við þig orð á þessu augnabliki.  En ég er tilbúin að taka við þig rökræðu um frjálshyggju hvenær sem er.  Einnig kvótann.  Málið er að halda sig við efnið en fara ekki út um víða völl í umræðunni.  Það hefur ekkert upp á sig að fjalla þannig um flókin mál.  Stór hluti af frjálshyggju, sem gengur út á frelsi og réttlæti er að mönnum leyfist að hafa skoðanir og tjá sig um þær.  Þér finnst mínar vera extream en það þarf betri rök en þú leggur fram til að halda slíku fram.  Hinsvegar mun umræða um frjálshyggju, í ljósi síðustu atburða, verða mikil.  Ég mun taka þátt í henni enda um grundvallar hugmyndaræði í efnahagslegu tilliti.  Þú trúir því ef til vill að sósíalismi geti bætt hag almennings, en slíkt hefur verið reynt á risastórum rannsóknarstofum, og niðurstaðan að svo er alls ekki.

Gunnar Þórðarson, 10.10.2008 kl. 05:45

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Stebbi.  Ég tók ekki í fyrstu eftir síðustu athugasemd þinni.  Hvers vegna viltu að ég eigi lítið í lífeyrisjóðum?  Varla villtu mér illt þar sem við höfum ávallt verið góðir félagar.  Þér að segja ef ég alla tíð greitt í lífeyrisjóði, eins mikið og mögulegt hefur verið á hverjum tíma.  Meðan ég var sjálfstæður atvinnurekandi greiddi ég í Frjálsa lífeyrisjóðin.  Ekki veit ég á þessari stundu hvernig honum reiðir af.  Hinsvegar var ég að segja að mér létti við að Íslenska ríkið þyrfti ekki að leita á náðir lífeyrissjóða og leggja þá í hættu sem því myndi fylgja.  Ólíkt Bandaríkjamönnum og Bretum, stöndum við mjög vel að vígi hvað lífeyrisjóði varðar.

Ég ræddi við sameiginlegan vin okkar í gær, Jón Grímsson.  Hann segir að staða BNA sem mun verri en Íslands.  Bandaríska ríkið hefur safnað rísa skuldum sem ekki sér fyrir enda á hvernig verða greiddar.  Á sama tíma hefur allur infrastructure verið látin reka á reiðanum, heilsukerfið er í rúst, menntamálin ekki í góðum farveg og lífeyriskerfið hrunið.  Íslendingar standa mun framar hvað þetta varðar. 

Gunnar Þórðarson, 10.10.2008 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband