Íslenskir fréttamenn

Það var með ólíkindum að hlusta á blaðamannafund forsætis- og viðskiptaráðherra í dag.  Það er skoðun bloggara að fréttamenn hafi skort alla fagmennsku og einhvernvegin komist hjá því að spyrja spurninga sem skipta máli í stöðunni.  Eru þeir svona illa að sér í því sem er að gerast og skilja ekki hvað málin snúast um, eða voru þeir svona illa undirbúnir?  Eftir að hafa horft á hurðarhúninn á stjórnarráðinu í tvo sólarhringa að komu ekki betri spurningar upp í huga þeirra?

Eitt af því sem mestu máli skiptir í augnablikinu fyrir íslenska þjóð er hvort hún ber ábyrgð á net-innlögnum Breta inn á netbanka Landsbankans og Kaupþings.  Um verulegar upphæðir er að ræða og gæti skipt sköpum um afkomu þjóðarinnar næstu áratugina hvort þjóðin þurfi að endurgreiða þessum viðskiptavinum bankana.  Nei spurningar þessara krakka kjána snérust um hvort bankastjórar nytu traust ráðamanna og hvort ætti að refsa þeim.  Bloggari var miður sín að hlusta á þessa niðurlægingu íslenskrar frétta-fjölmiðlunar á ögurstundu.  Síðan var slökkt á útvarpssendingu á netinu, en bloggari er staddur í Afríku, áður en spurningar á erlendir fréttamenn kæmust að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 283945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband