Hafnarrölt

 

Félagi minn Amaralal hefur verið að hjálpa mér við rannsóknarþátt meistararitgerðarinnar.  Við fórum á höfnina í Negombo s.l. nótt til að fylgjast með löndun báta, uppboði á afla og afla upplýsinga um virðiskeðju gul-ugga á Sri Lanka.  Negomgbo er ein mikilvægasta höfnin fyrir gul-ugga, en vegna nálægðar við alþjóðaflugvöllinn við Colombo eru flestar verksmiðjur sem flytja út túnfisk í Negomgbo.

Amaralal er með meistaragráðu frá Tromsö í Noregi og lokaritgerðin hans var einmitt um virðiskeðju sjávarútvegs á Sri Lanka.  Hann hefur aðstoðað mig við rannsóknir og viðtöl við milliliði hér í landi.  Enn er töluvert eftir af þessari vinnu en þetta er ótrúlega skemmtilegt.

Negomgbo er norður af Colombo og undirstöðu atvinnugreinin er sjávarútvegur en ferðamannaþjónusta er einnig mikilvæg.  Á markaðinum í morgun benti Amaralal mér á hversu margar konur væru að vinna við uppboð og sölu á fiski, og útskýrði málið þannig að hér væri mikið um kaþólikka og meðal þeirra væri eðlilegt að konan ynni úti og hjálpaði til við að afla tekna fyrir heimilið.  Hjá búddistum, eins og honum sjálfum, væri það nánast óþekkt, enda hlutverk konunnar að sjá um heimilið.  Það er reyndar áhugavert að velta fyrir sér mismunandi menningu og áhrif hennar á hagkerfið og framleiðni.  En það er ekki viðfangsefni minnar rannsóknar.

Markaðurinn i NegomboHinsvegar að sjá tuttugu daga gamlan gul-ugga og þrefa við kaupanda fyrir útflutningsfyrirtæki um gæðin, og efast um að neytandi í Evrópu myndi sætta sig við fiskinn á matardiskinn, er hinsvegar viðfangsefnið.  Hann sagði mér að metverð hefði fengist fyrir gul-ugga í gær, enda væri þetta fyrir utan vertíð og mikil vöntun á markaði.  Sem að sjálfsögðu breytir skyni John & Mary í Bretlandi á hvað séu gæði og þau skilja mjög vel að monsoon sé í algeymi í Indlandshafi og bragðið því örlítið öðruvísi.

Negomgbo er við árósa og við dagrenningu mátti sjá rækjuflotann sigla út, í orðsins fyllstu merkingu.  Á Sri Lanka eru togveiðar bannaðar nema á seglbátum.  Stór floti dregur trollin úti fyrir árósnum með seglum þöndum og nota kröftugan monsoon vindinn sem aflgjafa. 

AmaralalVið hittum marga á markaðinum og síðar fórum við í heimsókn í verksmiðju Tropical Frozen sem eru leiðandi framleiðendur og útflytjendur á túnfiski frá Sri Lanka.  Síðan var komið við á smásölumarkaðinum í Negombo þar sem smásalar voru teknir tali og formlegir spurningalistar notaðir til að afla ganga fyrir rannsóknina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þessa túnfiskgrein, Gunnar. Ekki hefði ég trúað því að menn væru enn að eyðileggja gæðafisk á skipulagðan hátt. Á myndinni má sjá allan þennnan óísaða fisk safna Histamínum og krákuskít á jörðinni, á meðan heimsmarkaðinn sárvantar fiskinn. En nú þegar Indland (og Sri Lanka) vex hratt, hvað heldur þú að það taki milljarð manna langan tíma að ganga frá stofninum og það á þennan hátt?

Hafðu það gott í árstíðinni einu (eða var það austan- monsúninn?).

Ívar Pálsson, 15.7.2008 kl. 07:42

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er mikil umræða hér um að bæta gæði gul-ugga.  Veiða hann eingöngu á línu, ekki í reknet, kæla hann um leið og hann er tekin um borð, chill-bath og síðan að fylgja ákveðnum aðferðum við dráp, blóðgun og slægingu.  Nánast engin er að gera þetta í dag og það er einmitt viðfangsefni rannsóknar minnar.  Möguleikarnir blasa við en lítið gerist.

En það eru suð-vestan monsoon sem blæs núna.  Regntími í Colombo en sól og blíða á austurströndinni.  Þangað megum við enn ekki fara þar sem öryggi er ekki að fullu tryggt.  Hér hefur rignt síðan í gær og þessa stundina gengur yfir ,,grenjandi rigning"

Gunnar Þórðarson, 16.7.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283961

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband