Club Med og Colombo

 

Bloggari hefur haft gaman af að fylgjast með franskir pólitík og sérstaklega hinum litríka forseta Nicolas Sarkozy.  Nýjasta útspilið hjá honum vekur bæði aðdáun og efasemdir.  Stofnun Club Med með öllum þjóðhöfðingjum landa sem liggja að Miðjajarðarhafi, nema Qaddafi. Líbýuforseta.

Löndin sem liggja að Miðjarðarhafinu hafa mótað mankynsöguna síðastliðin 2000 árin og eru vagga þeirra tveggja menningarheima sem mest takast á í dag, kristinna manna og múslima.  Reyndar er þetta ótrúlega sniðug hugmynd hjá Sarkozy, hann útilokar ríki eins Afganistan, Írak, Saudi Arabíu og Íran, sem ekkert er hægt að eiga samskipti við hvort eða er.  Tvö ríkjanna eru lömuð af borgarstyrjöld en hinum er stjórnað af öfgafullum afturhaldsinnum.  Þrátt fyrir mikinn auð þeirra síðarnefndu verða litlar sem engar framfarir hjá almenningi enda virðing fyrir mannréttindum er engin.

En Þjóðverjar eru æfir yfir uppátækinu enda eiga þeir enga sneið af Miðjarðarhafinu og því ekki boðið í klúbbinn.  Þeir óttast að Frakkar, sem munu leiða nýja bandalagið, muni skara eld að sinni köku og þeir, Þjóðverjar, verða útundan.  Sama er sennilega upp á pallborðinu hjá Bretum sem varla eru hressir með skyndilegt mikilvægi Frakka í alþjóðamálum, enda lengi verið stirt á milli þeirra.

Hinsvegar var hersýningin og allt sjóið svolítið til að draga úr aðdáun. Það sem meira er að ekki er vitað hvernig Frakkar ætla að bregðast við timburmönnunum eftir partíið.  Það hlýtur að kalla á mikla ábyrgð og fé að reka Club Med.  Ekki geta þeir sent reikninginn til Evrópusambandsins?

En engu að síður verður maður að viðurkenna að sjá forseta Sýrlands í hópnum og þá félaga Abbas og Olmert í faðmlögum vekur vonir um að hægt verði að stöðva ófriðarbálið fyrir botni Miðjarðarhafs.  Ófriðarbál sem ógnar öllum heiminum og kyndir undir íslamsisma sem er að eta Evrópu innanfrá.

 

En frá Colombo er það helst að frétta að fiskilyktin liggur í loftinu.  Ég fór í nótt á St. Johns markaðinn í borginni til að hitta heild- og smásala.  Ég hafði með mér föt til skiptanna og fór í sturtu þegar ég kom í vinnuna í morgun.  Gallinn í plastpokun liggur út á svölum og er ekki í húsum hæfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283960

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband