Ísland í dag

 

Uganda í júní 2008Ég horfði á þáttinn á CCN sem fjallaði um nýtingu Íslendinga á endurnýjanlegum orkugjöfum og var meðal annars viðtal við forseta vorn, Ólaf Ragnar Grímsson.

Ég hef aldrei verið aðdáandi Ólafs né pólitískur stuðningsmaður.  Og þar sem hann hefur verið duglegur við að pílitískvæða forsetaembættið hef ég heldur ekki geta stutt hann né kosið, í öll þau skipti sem hann hefur verið í framboði.

En ég verð að viðurkenna að hann stóð sig vel og lýsti Íslandi sem útópíu í nýtingu endurnýjanlegrar orku og dró upp mynd fyrir alheim af þessari vistvænu og umhverfisvænu þjóð.  Ég verð að viðurkenna að ég var bara rígmontinn og þjóðarstoltið ólgaði í æðum mínum yfir þættinum, og ekki síst framlagi ORG til hans.  Ég var reyndar búinn að sjá hluta af þessu í síðustu viku í Úganda, en þar birtist þetta frá Suður Afrískri stöð sem auglýsing frá Shell.  Reyndar kom það einnig fram hjá CNN að Shell er sponsor fyrir þessum þætti.  Mér skilst að hann verði sýndur af og til í allan dag og á morgun, sunnudag.

Það er óhætt að segja að sjónarhóllinn hafi verið annar en þegar önnur fræg íslensk persóna, Björk, tjáir sig um þessi mál.  Það er með ólíkindum hvernig hún fær sig til að skrumskæla þessa hluti til að láta þá líta verr út en ástæða er til.

Ég spái því reyndar að hagur Strumpu, íslensku þjóðarinnar, eigi eftir að vænkast mikið á næstu misserum.  Við erum orkuútflytjendur og eigum mikla möguleika á að stórauka orkuframleiðslu á ókomnum árum.  Það er gott mál þegar orkuverð hefur margfaldast og allt útlit fyrir að ekkert lát verði af því.

Í BNA er 750 bílar á hverja þúsund íbúa, og sennilega fleiri á Íslandi.  Á Indlandi eru þeir 10 en Indverjar telja að þeir þurfi að vera 100 á hverja þúsund íbúa, til að geta búið þjóðinni ásættanleg kjör og minka þá gríðarlegu fátækt sem þar ríkir.  Ástandið er ef til vill skárra í Kína en margt er þó líkt með þessum ofurríkjum hvað mannfjölda varðar.  Það eru einmitt þessi tvö ríki sem leiða eftirspurn sem er langt umfram framboð og keyrt hefur olíuverðið upp. 

En það eru Bandaríkjamenn sem eru orkusóðar heimsins.  Á meðan Japanir hafa dregið markvisst úr olíunotkun sinni, um 15% á síðustu 10 árum, hafa Bandaríkjamenn enn aukið sína notkun, sem hefur verið um 40% af heimsnotkun.  Keyrandi um á stórum eyðslufrekum bílum enda haldið verði á eldsneyti í lágmarki miðað við aðrar þjóðir.  Fyrrverandi forseti, Jimmy Carter setti allskyns reglur til að minka olíunotkun, meðal annars um lágmarksnýtingu bílvéla.  Hann lét setja sólarrafhlöður á þak Hvíta hússins til að ganga á undan þjóðinni með góðu fordæmi.  Þetta var eftir eina olíukreppuna en þegar henni lauk og verðið lækkaði hafði Ronald Regan tekið við sem forseti.  Hans fyrsta verk var að afnema hluta af lögum og reglum Carters og lét rífa draslið af þakinu.  En Japanir héldu sínu skriði þó verðið lækkaði og eru rækilega að uppskera ávöxt erfiðisins í dag.

Talandi um orkuverð og notkun þá get ég ekki stillt mig um að segja frá umferðinni hér á Sri Lanka og Úganda, þaðan sem ég er nýkominn.  Flestir bílar hér eru innfluttir notaðir frá t.d. Japan, þar sem þar er ekki talið hagkvæmt að keyra um á gömlum slitnum skrjóðum.  Enda reykir annar hver bíll þannig að allt hverfur í þykkan mökk.  Bæði er eldsneytisnýtin léleg og mengun mikil.  Japanir flytja út þessi vandamál sem er ágætt fyrir þá.

En héðan frá Colombo er það helst að frétta að þær fáu götur í miðborginni þar sem tvístefnuakstur var leyfður, var breytt í einstefnu um síðustu helgi.  Þetta setur umferðina algjörlega í hnút en ástæðan eru öryggismál.  Þegar þú átt von á hryðjuverkum upp á hvern dag í höfuðborginni, er eldsneytisnýting og mengun ekki neitt til að hafa áhyggjur af.  Það er semsagt talið erfiðara að sprengja tiltekna menn ef ekki er hægt að mæta þeim í umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Kveðja til þín, vinur. Við erum víst í fámenna orkuliðinu sem mun samt færa vöruskiptajöfnuðinn á núllið fyrir árslok! Fyrst jöklarnir bráðna á fullu, þá er eins gott að nýta fallvatnið, því ekki verður það geymt.

Kíktu á Heklubloggin hans Stefáns og mitt á eftir. 

Ívar Pálsson, 1.7.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 283926

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband