Afrikaninn

 

Gunnar í golfiTíminn líður hratt í Úganda.  Styttist óðum í ferð mína aftur til Sri Lanka þar sem ég verð út júlí.

Eins og áður segir er loftslagið gott hér í landi.  En mengunin er verri.  Það liggur mengunarský yfir borginni í eftirmiðdaginn, enda umferðin mikil og bílarnir gamlir og slitnir og reykja eins og kolaverksmiðjur. 

Þess vegna nota ég tímann á morgnana til að skokka en þá er reyndar niðarmyrkur.  Ég fékk reyndar dótið mitt frá Colombo í gær, og þar á meðal var hellkönnunarbúnaður (ennisljós) sem Jón sonur minn skildi eftir í Colombo um jólin.  Nú nota ég hann og þau fáu farartæki sem leið eiga um Bugalobi sjá þó bleikskinnan þar sem hann klýfur dimman morguninn.  Ég hef verið að rekast á hjólreiðarmenn sem koma út úr myrkrinu án nokkurs fyrirvara.  Nú sjá þeir mig en umferðin er mjög róleg á þessum tíma og götur breiðar og plássmiklar.

En það er golfið sem hugann á allan fyrir utan vinnuna.  Við tókum þátt í norrænu golfmóti, Nordic Competition, á sunnudaginn var og var skipulagt af Karli, starfsmanni sænska sendiráðsins.  Mótið var nú ekki fjölmennt en mjög skemmtilegt en það var haldið á golfvelli í eigu sykurplantekru.  Völlurinn heitir Mehtagolf Course og einstaklega fallegur og skemmtilegur.  Mjög hæðóttur og spennandi brautir þar sem mikið reynir á hæfileikana.

Gofl á sykurekruEn sjálfur er í hálfgerðri klípu í golfinu.  Það gengur reyndar mjög vel, enda mikið æft og spilað alla daga.  En ég óttast mest af öllu að ég hafi byggt upp slíkar væntingar meðal vina minna heima á Íslandi, að annað hvort verði ég að ná raunverulegum árangri á velli, ekki bara fræðilegum árangri, eða mæta með hendi í fatla þegar ég kem heim í ágúst.  Ég er búinn að taka svo stórt upp í mig varðandi árangurinn í golfinu að erfitt getur að standa undir væntingum þegar spilamennskan hefst í Tungudalnum.

Þessa dagana er ég að rembast við að læra inna á Kampala og rata um borgina.  Hér verður maður að keyra sjálfur og engin elsku mamma með það.  Ég er orðin nokkuð vanur vinstri umferðinni frá Colombo, en málið er að þekkja leiðirnar.

Mehtagolf Course


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 283926

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband