Við miðbaug

 

Það er ótrúlega notalegt í Úganda.  Ef æðri máttarvöld hefðu fengið manni  hitastillir myndi maður stilla á hitastigið hér í Kampala.  Það er nákvæmlega eins og maður vill hafa það.  Ólíkt Sri Lanka getur maður opnað gluggann á skrifstofunni og látið notalegan blæinn leika um sig.  Lofkælingar eru óþarfar þar sem hitastigið á nóttinni er ákjósanlegt til að liggja undir þunnri sæng.  Það er að sjálfsögðu hæðin yfir sjávarmáli sem veldur þessum notalegheitum á þessu slóðum, nærri  1.200 metrar.

Ef þessi guðlega fjarstýring gæfi fleiri möguleika myndi maður draga nokkra skýjabólstra upp á himinn til að draga úr sólinni, sem reyndar er óþarfi hér því þannig er þetta einmitt alla daga.  Síðan drissar niður regni reglulega en stutt í senn, til að halda öllu iðagrænu.

Eitt er það sem ég myndi breyta ef ég gæti stillt klukkuna.  Ég myndi seinka henni aðeins hér í Úganda.  Það birtir of seint á morgnana.  Ég fer út að skokka rétt fyrir sex á morgnana en dagrenning er rétt fyrir komu mína heim í hús aftur.  Ég þarf því að hlaupa megin tíma leiðarinnar i myrkri.

Það nálgast reyndar skammdegi hér, sem við miðbaug er tvisvar á ári.  Í mars og september er sólin hæst á lofti, en lægst um jónsmessu og jól.  Þetta er svolítið öðruvísi en við eigum að venjast heima á Íslandi, þar sem við náum sólarljósi norður yfir heimskautið.

Golfvöllurinn er í nágrenni við vinnustaðinn og ekkert sem kemur í veg fyrir hálfan hring eftir vinnu þegar sá gállinn er á manni.  Enda bjart til að verða sjö á kvöldin.  Ég er að ganga frá inngöngu í golfklúbbinn og þá mun ég geta látið eins og ég sé heima hjá mér á vellinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Gunnar. Alltaf ánægður! Hér eru upplýsingar frá timeanddate.com sem ég nota mikið. Hádegið (í norðri) er nú bara 12:48 og er þá ekki betra að hafa þarna smá- birtu í golfið eftir vinnuna? Annars vantar okkur þig hingað til þess að dríffa okkur á jöklana eins og venjulega.

Bestu kveðjur, Ívar. 

Sunrise at6:44 AMin direction68°East-northeastMap direction East-northeast
Sunset at6:52 PMin direction292°West-northwestMap direction West-northwest
Duration of day: 12 hours, 8 minutes (same as yesterday)

Sun in north at 12:48 PM at altitude 68° above horizon



Civil twilightbegins at6:21 AM,ends at7:14 PM
Nautical twilightbegins at5:55 AM,ends at7:40 PM
Astronomical twilightbegins at5:29 AM,ends at8:06 PM

Ívar Pálsson, 2.6.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband