Skapvonska

NautÞað hefur verið ýtt við mér vegna bloggleti undanfarið og spurt hvað valdi slíkri ómennsku við að höggva í googlesteininn.  Málið er að ég hef verið í vondu skapi.  Ósköp einfaldlega.

Reyndar er ég frekar skapgóður og liggur sjaldan illa á mér.  Það kemur þó fyrir að ég vakna upp að morgni og finn að ég er í vondu skapi.  Fyrir löngu fór ég að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, vitandi að með nýjum degi væri vandamálið leyst og aðeins spurning um að komast í gegnum einn dag.  Eftir góðan nætursvefn tekur við nýr dagur með nýjum tækifærum og möguleikum og vonda skapið flogið út í veður og vind.  Að öllu jöfnu tel ég mig vera jákvæðan mann sem lætur ekki smáatriði pirra sig né málar skrattann á vegginn í einhverjum andskotagang.

En það eru ekki allir þannig gerðir og ég man eftir kunningja mínum sem stundum heimsótti mig í vinnuna þegar ég var framkvæmdastjóri HSV.  Hann kom bölmóður innum dyrnar með hornin úti þannig að flísaðist úr hurðakarminum.  Ýmislegt annað hafði hann á hornum sér og lét móðan mása um hvernig allt væri að fara til andskotans.  Það eru fleiri þannig og þeim er reyndar vorkunn.  Það getur ekki verið notalegt líf að fara þannig í gegnum lífið og illt fyrir þá sem eru samferðamenn.

En ég var bara skapvondur í nokkra daga en hef nú jafnað mig.  Það tók nokkurn tíma að vinna sig út úr erfiðleikum í umhverfinu hérna og tækla hlutina rétt.  Fara í svona SWOT greiningu og átta sig á styrkleikum sínum og veikleikum til að takast á við það umhverfi sem umleikur mann.  Skoða þau tækifæri og þær ógnanir sem sem það bíður uppá.  Hvernig hægt sé að nota styrkleika sína til að nýta tækifæri eða sigrast á ógnunum.  Hvernig hægt sé að breyta veikleikum í styrkleika og þannig snúa mótvind í meðbyr.  Stekkja svolítið á fokkunni og draga inn stórseglið þannig að réttri stefnu sé náð og auka hraðan um tvær mílur í leiðinni.

Það er ótrúlegt hvernig erfiðleikar geta falið í sér tækifæri og hægt að snúa þeim sér í hag.  Allt er þetta undir manni sjálfum komið og hafa stjórn á hlutunum.  Hagræða seglum og nýta mótvind sem meðbyr.

Mér er því engin vorkunn að takast á við erfitt umhverfi og tækla það rétt.  Taka sjálfan sig svolítið í gegn og hafa stjórn á sér en berjast ekki um eins og þang í fjöru.  Það er hinsvegar erfitt fyrir nefndan félaga minn, vaðandi um eins og naut í flagi, að tækla sitt líf.  Hann kann ekki að hagræða seglum. Og þannig eru því miður margir gerðir.

Jón og GunnarÉg hef hinsvegar hugsað mér að hvíla mig á skrifum um Sri Lanka og láta upplifun mína hér bíða betri tíma í góðra vina hópi.  Ég hef verið í góðu sambandi við æskufélaga minn í Seattle, Jón Grímsson, en við höfum marga fjöruna sopið saman.  Mig langar til að segja sögur af ævintýrum okkar sem eru mörg og merkileg.  Jón er aðeins í skype lengd frá mér en það merkilega er að við munum ekki allar sögurnar eins.

Ég ætla ekki endilega að segja þessar sögur í réttri tímaröð og ætla að byrja árið 1976 þegar við fórum til Englands til að kaupa skútu og sigldum henni heim.  Síðan mun ég segja frá Ísraelsævintýrum okkar og akstri í gegnum Evrópu árið 1973.  Meðal annars höfum við troðið upp á 3000 manna tónleikum þar sem við sungum ,,Ríðum og ríðum,,  Báðir gersneyddir tónlistarhæfileikum.  Margar sögur hafa orðið til með Jóni og ekki síður föður hans, Grími.  Þetta verða svona Grímsævintýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunni, lægðir þínar í lund eru hæðir margra annarra. Það er alltaf gaman að lesa þessi blogg þín, þó að ekki væri nema til þess að fá almennilega sjómanna- íslensku beint í æð. Strekktu á fokkunni! Heyrum sögurnar ykkar!

Ívar Pálsson, 9.10.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Það er alltaf gaman að heyra (eða lesa) sögur af Nonna Gríms. Maðurinn er ótrúlegur, sannkölluð goðsögn:) Skilaðu kveðju til hans og Grettis frá mér.

Hafdís Gunnarsdóttir, 10.10.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 283920

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband