Sögustund

Já nú verður skrúfað frá Grímsævintýrum.  Í kvöld ætla ég að hefja sögustund þar sem Grimsarar og fleiri koma við sögu og byrja árið 1976.  Margt gerist fyrir þann tíma en sögurnar verða ekki sagðar í tímaröð.

Bári GrímsÉg byrja á skútusögum þar sem við  æskuvinirnir Jón og Gunnar, ásamt Hjalta bróður keyptu skútu og sigldu til Íslands.  Við höfðum áður lent í ævintýrum saman sem sagt verður frá seinna.  Ég hef svo sem ekkert annað en eigið minni til að styðjast við og sumt hef ég reyndar eftir öðrum, þar sem ég var sjálfur ekki viðstaddur.

Ég vil taka því fram að við Jón eru sálufélagar og höfum haldið góðri vináttu í gegnu tíðina.  Grímur og Jóhanna voru miklir vinir mínir og það var Bárður líka.  Ekki er meiningin að gera lítið úr neinum með þessum sögum, nema síður sé.  Reyndar eru sögurnar rýndar beggja vegna Altansála fyrir birtingu en engu að síður eru þær sagðar eftir mínu minni.

Þó Bárði hafi verið hálf troðið upp á okkur Nonna í fyrstu siglinguna átti hann eftir að súpa marga fjöruna með mér á siglingum eftir það.  Sigldi með mér suður yfir til Bretlands aftur og síðar frá Spáni til Grikklands.  

Það er rétt að segja frá því að dóttur sonur minn heitir Jón Gunnar.  Sömu nöfnin og saga að segja frá því.  Í gamla daga bundust við  Jón vinur minn fasmælum um að ef við eignuðumst son myndum við skýra hann í höfuðið á hvorum öðrum.  Jón hefur ekki þurft að standa við sinn helming en 1984 eignaðist ég son sem skýrður var í höfuðið á mínum besta vin.  Reyndar var Jón viðstaddur hríðirnar hjá Stínu og taldi tímann á milli þeirra þangað til ákveðið var að skutla henni niður á fæðingadeild.

Dóttir mín skýrði síðan sinn frumburð sinn í höfuðið á bræðrum sínum, Jóni og Gunnari Atla. 

Eins og vinur minn Ívar myndi orða þetta þá liggur þetta í stjörnunum og eru forlög.  Örlögin verða ekki umflúin.

En nú bíð ég eftir að vinur minn Jón vakni í Seattle til að gefa grænt ljós á fyrstu birtingu Grímsævintýra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Jæja Gunnar, nú erum við tilbúin til þess að taka örlögum okkar. Út með sögur, bara ekki um mig  takk, annars koma tvær fyrir hverja eina!.

Ívar Pálsson, 14.10.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 283751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband