Leikið á bragðlaukana

Kvöldverður StínaTrans Asia stóð undir væntingum í gærkvöldi. Hótelið sjálft er ótrúlega glæsilegt á hvert sem litið er. Fágaður mjúkur arkitektúr með austurlensku yfirbragði. Úti við sundlaug er sjávarréttarveitingahús með sýnishorni af öllum þeim fisktegundum sem standa til boða. Fiskurinn hreinlega ilmaði af ferskleika og þar mátti sjá humar, rækjur, smokkfisk, red snapper og margar aðrar tegundir. Kvöldið var notalegt með 28° hita og upplýst sundlaugin blasti við borðinu okkar upp á svölum yfir hótelgarðinum.

Og svo byrjaði veislan. Þetta var eins og að hlusta á Pavarotti syngja Nessun Dorma. Svona tilfinning sem færir manni gæsahúð. Bragðlaukarnir voru hreinlega teknir og þeytt upp í hæstu hæðir í ákafa og tilfinningaflóði. Maður trúði ekki sínu eigin bragði og þetta var bara forrétturinn. Við skoluðum þessu niður með hvítvíni frá Chile sem lék undir með fiskréttunum og fyllti vel upp í allar eyður sem skildar voru eftir fyrir bragðlaukana.

Nú var komið að aðalréttingum sem var humar. Ég hafði tekið humar sem kryddaður var með karrý en Stína tók tanduri eldaðan. Það var ekki bara spilað á bragðlaukana hér heldur fékk sjónin sinn skerf. Kvöldverðurinn var hreinlega listaverk og borin fram með notalegri þjónustu. Þetta var fullkomið kvöld enda  félagsskapurinn frábær, sem enst hefur í rúm 30 ár. Getið af sér þrjú börn, eitt Humarbarnabarn og annað á leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Fallega skrifað. Svo finnur maður næstum bragðið af risahumrinum! Fæst Stína ekki bara til að vera þarna?

Ívar Pálsson, 9.9.2007 kl. 08:58

2 Smámynd: Hafdís Gunnarsdóttir

Við Shiran höfum einmitt borðað þarna og maturinn var líka frábær þá. Þetta er einmitt sama hótelið og ég var á þegar ég fékk sólstinginn á Sri Lanka...og það á síðasta deginum mínum þar. Verið dugleg að drekka vatn þarna úti.

Hafdís Gunnarsdóttir, 10.9.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 284026

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband