Málverk og blóm

Það gefst lítill tími til að meitla í Google steininn þessa dagana. Bæði er mikið um að vera í vinnunni og eins er eiginkonan í heimsókn og nauðsynlegt að draga hana um áhugaverða staði hér í borginni, sem nóg er af.

Gunnar með blómVið Kumara sóttum hana á flugvöllinn fyrir allar aldir á miðvikudagsmorguninn.  Það var seinkun á fluginu og því þurfti ég að bíða í rúma tvo tíma á flugvellinum.  Það var reyndar selt inn í móttökusalinn fyrir komufarþega.  Þetta var stór salur og stólar í mörgum röðum fyrir þá sem biðu eftir ættingjum og vinum á leið heim frá hinum ýmsu stöðum. Næstu vélar á undan voru að koma frá Kuwait og Dubai.  Töluvert af múslimum og konum  með blæjur fyrir andlitinu. En það sem vakti athygli mína var stanslaus straumur af fólki sem streymdi inn úr fríhöfninni með ískápa, þvottavélar, þurrkara, eldavélar og ýmis önnur heimilistæki. Þessu var ekið á stórum handvögnum og venjulega porter með til að stýra vagninum. Þetta hafði ég aldrei séð áður á flughöfn.

Ég frétti síðar að eitt af stærstu útflutningsgreinum Sri Lanka eru starfsmenn. Fólk sem fer og vinnur í öðrum löndum og sendir peningana sína heim. Venjulega eru þetta láglaunastörf en fólkið lifir nánast á engu og sendir hýruna til fjölskyldu sinnar heima. Ríkisstjórnin verðlaunar þetta fólk með því að veita þeim leyfi til að versla tæki við heimkomuna, og því lengur sem það er því meira getur það keypt, tollfrjálst. Þeir sem eru í eitt ár geta keypt ísskáp en þeir sem eru í þrjú ár kaupa heila búslóð.

Talandi um þetta þá kom það í ljós þegar eiginkonan fór að ræða málin við þjónustukonuna, Pam, um lífið og tilveruna að hún er nýkomin heim úr sautján ára útlegið í arabalandi. Hún vann sem þjónustukona og sá um að ala börnin upp fyrir ekkil. Hún var ánægð með dvölina en fjarvera frá fjölskyldunni var að sjálfsögðu erfið.  Það voru síðan ættingjarnir sem kröfðust þess að hún kæmi heim til Sri Lanka og vinnan fyrir okkur Stínu er sú fyrsta sem hún fær við heimkomuna. Reyndar líkar mér svo vel við vinnu hennar að ég hækkaði launin um 25% við síðustu mánaðarmót.

Við Stína snæddum hádegisverð á Resturant Gallery sem er frægur staður hér í borg. Í kvöld verður farið á fyrsta flokks Indverskan stað sem er á Tans Asian hótelinu sem stendur beint á móti Gull Face við ströndina hér í Colombo. Við höfum verið á fullu í dag við gera íbúðina heimilislega með kaupum á málverkum og blómum.  Þetta er svona ,,woman touch"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Jæja, Gunnar, svo að Stína er búin að laga íbúðina til að sínum hætti. Þá getur hún flutt til þín. Síðan við heimkomuna ert þú orðinn Gunnar gúrú, blómálfur og listrýnir!

Ívar Pálsson, 8.9.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 284028

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband