Fjör á sunnudegi

Gunnar á Mount LaviniaVið Stína byrjuðum þennan sunnudag á morgunverði í boði Surie, vinkonu Aury. Á borðum voru hoppers sem er Sri Lankan speciality, sem búið er til úr hrísgrjónum.

Á leiðinni til þeirra sáum við krókódíla syndandi um síkin, en þau búa í vatnsmýrinni í Colombo. Það var létt yfir þessum félagsskap og engin varkárni eða varnarmúrar á milli okkar og fjölskyldunnar. Benny er eiginmaðurinn og þau eiga son og dóttir sem snæddu með okkur. Brandar fuku og engin menningar vandræði í þessum félagsskap. Við erum bara hluti af fjölskyldunni og þá ríkir algert traust.

 

 

Við Stína fórum síðan á Hotel Mount Laviania sem áður hefur verið sagt frá á þessari síðu, og er glæsilegt strandhótel sem áður hýsti landstjóra Breta hér í landi. Hann átti ástkonu sem var af Portúgölsku bergi brotin og hét Lavinia.

Staðir eins og Mount Lavinia eru ekki til á hefðbundnum ferðamannastöðum Íslendinga, eins og á Spáni eða Ítalíu. Glæsileiki og ótrúlega ljúf þjónusta einkennir þennan fyrrverandi landstjórabústað.

stormur á LaviniaVið vorum varla sest og búin að panta okkur kaldan bjór þegar stormur skall á. Allt lauslegt fauk yfir sundlaugina og staðurinn var í hers höndum. Rafmagnið fór af í miðju lagi, Körukvæði, og kom á óvart að hljómsveitin kynni svona tippikal ,,Íslenskt" lag. En þetta jók bara á upplifunina og við ákváðum að kíkja á ströndina, þrátt fyrir storminn.

Við settumst inn á Seafood Cove sem áður hefur verið sagt frá og birtar myndir af dásamlegu sjávarfangi sem boðið er upp á hvert kvöld vikunnar. Í þetta sinn létum við disk af djúpsteiktum rækjum með bjór duga. Staðurinn er strandbar undir suðurhlíð hótelsins og öldurnar gengu nærri því inna á gólfið hjá okkur. Við vorum einu gestirnir að þessu sinni, enda ekki allir sem hafa gaman af óveðri á strönd, eins og við. Ég tel mig mjög glöggan á veður, gamall togarajaxl, og ákvað að þetta væru átta vindstig á Bufourd skala. Ég hef ekki enn lært inn á þessa metra á sekúndu og læt aðra eftir að reikna það út. Þakið á matsölustaðnum er ofið úr pálmablöðum og þrátt fyrir helli rigningu var þurrt og notalegt inni. Veggirnir eru bambusmottur og virkuðu sem góð vörn gegn óveðrinu.

Í kvöld bjóðum við þeim félögum, Ronny og Dan, út í kvöldverð þannig að nóg er að gera hér við miðbaug  jarðar. Reyndar minnir veðrið á Hornstrandir, fyrir utan hitastigið, S.V. súldar fýla.

Matseðilinn á Seafood CoveÉg hef verið að hugsa um Búddismann og þá kenningu að með góðri hegðun í þessu lífi auki maður líkurnar á því að njóta þess næsta. Tuddist maður í gegnum lífið endar maður sem hundur eða padda. Með endurtekinni góðri hegðun tekur við betra og betra líf þar til maður nær Nirvana, sem er fullkomleikinn.

Ég er farin að halda að ég hafi náð því þó langt sé frá því að ég hafi áunnið mér það með góðri hegðun. Nema það hafi verið á stigum fyrri lífa.

En ég ætla að njóta þess þó ég eigi það ekki skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Annar venjulegur dagur hjá þér: Krókódílar, borðað á landstjórasetri, söngur, hitabeltisstormur, strandbar, Búddaheimspeki. Aumingja þú!

Veðurstofa Íslands er með skýringar á vindstigsmælingum á vefnum sínum. Þetta voru því 19 m/sek. Skútuharkarinn Gunnar frá Ermasundi hefur eflaust rétt fyrir sér með vindstigið, þótt deila megi um framhaldslíf. Eða er minn loks farinn að trúa?

Ívar Pálsson, 10.9.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 284028

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband