Efnahagsmálin á Sri Lanka

Svimming ClubFyrir utan átökin í norðri við Tamil Tígra er það verðbólgan og efnahagsmálin sem eru fyrirferðamest á síðum dagblaðana hér. Verðbólga mælist í 17.3% og hefur farið vaxandi. Á sama tíma er erlend skuldasöfnun ríkisins mikil á meðan verulega hefur dregið úr erlendum fjárfestingum á Sri Lanka. Hernaðarátökin eru helst nefnd sem ástæða þess og hafa skapað mikið óöryggi og komið í veg fyrir þá efnahagslegu uppbyggingu sem mörg ríki í Suður Asíu njóta í dag.

Stjórnvöld á Sri Lanka hafa tekið hvert erlenda stórlánið eftir annað að undanförnu og er þessa dagana að bæta við einu 500 milljón dollara láni frá banka í Singapore.  Hafa verður í huga að ef þessum fjármunum er varið í hernaðarmál, er afleiddur vöxtur í hagkerfinu enginn. Það ásamt innstreymi af erlendum gjaldeyri vegna þróunaraðstoðar, sem nemur háum upphæðum og er aðallega frá Japan, ætti að skapa eftirspurn eftir rúpíum og halda verðgildi gaddmiðilsins uppi.  Líkt og jöklabréfin gera heima á Íslandi, en einhvernvegin þarf að nýta gjaldeyrinn og til þess þarf að kaupa innlenda mynt.  Lögmál markaðarins ríkja í þessu  sem öðru og við mikla eftirspurn myndast skortur og verð hækkar. Við sjáum þetta vel á háu gengi Íslensku krónunnar í dag. En skildi það vera uppi á teningnum hér á Sri Lanka?

FiskibátarNei aldeilis ekki þar sem stjórnvöld prenta peninga hraðar en eftirspurnin eftir þeim eykst. Rupian er því í frjálsu falli, er núna 113 RSL í US$, en leitnin er að gengið verði 125 áður en langt um líður. Það er svo sem gott fyrir útflytjendur en keyrir upp verðbólguna sem gerir landsmenn æfa.

Það sem vekur furðu í umræðunni hér er hversu mikil tök stjórnvöld hafa á efnahagsmálum á Sri Lanka. Nýlega hækkuðu þeir laun verkamanna á te-ökrum, sem þó eru í einkaeign. Það er talað um að þeir eigi að lækka verð á mjólk og áður hef ég sagt frá því að yfirvöld opnuðu 200 matvöruverslanir víða um eyjuna til að auka samkeppni og lækka vöruverð. Olía og bensín er niðurgreitt til viðskiptavina í gegnum ríkisbatterí. Þetta er svona Mugabe aðferð en sá misvitri maður hefur bannað launa- og verðhækkanir í Simbabwe til að stöðva verðbólguna sem er mokkur þúsund prósent.

Mér líður oft eins og ég horfi í baksýnisspegil þegar ég fylgist með umræðunni hér um efnahagsmál. Hvernig þetta var heima þar sem menn vildu handstýra vöxtum, og höfðu hálft atvinnulífið undir beinni stjórn framkvæmdavalsins og alþingis. Ég fyllist gleði yfir valdaleysi ,,Kolgríms J." og félaga í Vinstri svörtum. Ekkert af hrakspám þeirra um íslenskt efnahagslíf hefur gengið eftir og verði þeirra áhrifaleysi sem lengst. Þvert á móti búum við Íslendingar við öflugt atvinnu- og efnahagslíf og vandamálin eru bara vaxtaverkir.

Á Sri Lanka eru menn þrjátíu árum á eftir okkur og einhvernvegin virðist  málið svo augljóst í ljósi sögunnar. Þeir þurfa að semja frið við Tamila, auka frelsi og bæta lýðræðið.  Með auknu lýðræði og frelsi fjölmiðla til að upplýsa almenning er komið í veg fyrir spillingu sem því miður er landlæg hér.

Annað sem mikið er í fjölmiðlum hér er ergelsi  manna vegna tafa í umferðinni  sem koma til vegna ferða ráðherra um borgina. Stórum umferðargötum er lokað í 10 til 15 mínútur, og stundum mun lengur, til að koma bílalestum pólitíkusanna áfram á fullri ferð frá einum stað til annars. Þetta er gert af öryggisástæðum og koma í veg fyrir sprengjutilræði.  Almenningur er brjálaður út af þessu enda ótrúlega hvimleitt að bíða í langan tíma, en stoppið veldur eðlilega umferðaröngþveiti  eftir á.

HitabeltisblómÞvottur á snúru í miðborginniÉg heyrði góða sögu frá Kongó en gamli forsetinn þeirra ferðaðist ekki öðruvísi en í slíkum bílalestum með brynvörðum bílum. Einn dag fréttist að hann væri hugsanlega að koma til borgar í suðurhluta landsins. Herinn lokaði öllum götum inn í borgina og svo var beðið. Forsetinn kom ekki í þetta sinn en lokunin stóð yfir í átta tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 284003

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband