Fjallgarðar og heimspeki

Hyde ParkÞað er nóg að gera á Sri Lanka. Maður mætir á morgnana í vinnuna og hefur á tilfinningunni að himinin háir hamrar og fjallgarðar séu framundan. Maður reynir að klöngrast yfir ófæruna en einhvernvegin finnst manni að kvöldi að það hafi tekist. Þó manni sé haldið á tánum er svona slakað á manni áður dagur er allur og að kveldi komin. Mér líkar þetta mjög vel. Reyndar flýði ég átakaleysið í vinnunni  heima og vildi hafa svolítið fyrir hlutunum. Þannig er það hér og engin hætta á að maður svitni ekki í starfi fyrir forseta vorn og fósturjörðina.

Í morgun átti ég minn fyrsta fund í Sjávarútvegsráðuneyti Sri Lanka. Þar eru Íslendingar greinilega vel liðnir og andrúmið í okkar garð afslappað þó það sé faglegt. Eftir fundinn rölti ég með foringjanum um ýmsar hæðir byggingarinnar þar sem við hittum sem tengjast verkefnum sem við vinnum að eða eru í farvatninu.

 

 

Budda tempel við ViktoríuvatnFundurinn sjálfur var um verkefni sem þegar er hafið og byrjaði með talningu á fiskibátum í Sri Lanka. Þeir reyndust vera rúmlega 30 þúsund en höfðu ekki verið taldir í áratugi. Það er hinsvegar ekki nóg að telja ef því er ekki viðhaldið og því erum við að hjálpa til við að setja upp gagnagrunn sem verður viðhaldið, svona skipaskrá. Síðan verður í framhaldi af því farið út í skráningu á lönduðum afla, en slíkt er nauðsynlegt ef menn vilja hafa stjórn á fiskveiðum.

Íslendingar líta á slíkt sem sjálfsagðan hlut og jafnvel dæmi um ofstjórn. En án skipaskár og aflaskráningar er ekki hægt að hafa stjórn á hlutunum. Hvað þetta varðar höfum við mikið fram að færa og eru Íslenskir sérfræðingar ráðgjafar Sjávarútvegsráðuneytisins í þessum verkefnum í grundvallar atriðum fiskveiðistjórnunar Sri Lanka.

Það var gaman að skrölta um ráðuneytið og hitta hina fólk og ræða þau verkefni sem við errum að fást við. Það var engin vafi á því að viðmælendum líkaði samstarfið við Íslendinga og bundu miklar vonir við að það skilaði sjávarútveg þeirra fram á veginn.

 

 

Höfundur í Budda tempelÞað var gott að ljúka annasömum degi með skokki í Viktoríugarðinum. Skógi vöxnum þar sem pálmatrén svigna undan kókoshnetunum. Maður hugsar mikið á svona skokki og um hugann flögrðu hugsanir um lífið og tilveruna. Það gerði hitabeltisskúr og var eins og helt úr fötu, sem var ótrúlega notalegt í 29 stiga hita.

Að stökkva úr öruggu starfi þar sem lítið þurfti að leggja á sig, sem sagt notalegu, til að takast á við erfiðar áskoranir og vera á tánum alla daga. Það er ekki skrýtið að sumum hafi fundist þetta vera rótleysi, en svo er alls ekki. Sumir þurfa bara á áskorun að halda og þola ekki hversdagsleikann. Það gerir mig ekkert betri mann, en heldur ekki verri. Ég er bara nákvæmlega þar sem ég vil vera, fyrir utan fjarveru frá fjölskyldunni.

 

 

 

 

 

BuddaÞað er risa stytta af Budda við aðalinngang Viktoríugarðsins. Þegar ég hljóp rennandi blautur, fram hjá líkneskinu í ljósaskiptunum, flögruðu um mig heimspekilegar hugsanir. Heimspeki Budda snúast um hvernig hægt er að verða betri maður og rækta með sér þekkingu, nærgætni og góðmennsku. Ekki það að ég hafi gert það í gegnum tíðina en það er aldrei of seint að reyna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar Gúrú!

Ívar Pálsson, 31.8.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ívar kolefnismógúll vaxtaþarkjur

Gunnar Þórðarson, 1.9.2007 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband