Singapúr mótelið

 

SingapúrHér á Sri Lanka heyri ég oft talað um Singapúr og velgengni þessa litla borgríkis í efnahagslegu og pólitísku samhengi og hvernig Singapúr mótelið hefur virkað þjóðinni til góðs. Reyndar skildi ég það á mönnum hér að Singapúr hefði litið til Sri Lanka í leit að fyrirmynd við stofnun ríkisins.

Ég las athyglisvert viðtal sem sérfræðingur Inernational Herald Tribune átti við Lee Kuan Yew, sem gegndi embætti forsætisráðherra frá stofnun Singapúr 1959 til 1990, undir fyrirsögninni ,,við litum til Sri Lanka"  Hann heldur því fram að Singapúr ætti samkvæmt öllum lögmálum ekki vera til. Þjóðin hafi ekki þann grunn sem þurfti til að stofna ríki. Singapúr er ekki uppskrift fyrir þjóð þar sem íbúarnir koma víða að, frá suður- Kína, Indlandi, Pakistan og Bangladess. Klofin niður hvað varðar menningu og tungumál og eiga sér ólík söguleg örlög. Og ekki síður er borgríkið á mikilvægum hernaðarlegum og viðskiptalegum stað sunnarlega í Asíu og tengir sjóleiðir Indlandshafs og Kyrrahafsins, sem er efnahagslega gott en ógnvekjandi fyrir þá í mörgu tilliti.

map-singaporeForsenda tilveru Singapúr telur Lee liggja í alþjóðalögum og samtökum eins og Öryggisráði S.Þ. ásamt stöðuleika á svæðinu sem heldur verndarhendi yfir þeim smáu gegn þeim stóru. Við sjálfstæðið var byrjað á að stofna utanríkisráðuneyti  til að tryggja stuðning alþjóðasamfélagsins og síðan að hervæðast. Koma upp varnarstefnu og eftirliti til að geta uppgötvað ógn í tíma og varist þar til hjálp bærist. (sjálfsagt frá B.N.A.)

En það er ekki nóg ef þjóðin er sundruð og þjökuð af innanlandsátökum. Lee telur það hafa verið lán Singapúr hversu seint þeir fengu sjálfstæði sitt. Þeir höfðu vítin til að varast og þar kemur að Sri Lanka sem ,,fyrirmynd"  Þeir sáu hvað var að gerast á Sri Lanka með þjóðernisátökum milli Sinhala og Tamila. Þar sem rómatíkin yfirtók skynsemina og eitt það versta sem gert var hér í  landi var að afnema ensku og gera Sinhala að þjóðtungu.  Sú ákvörðun var ekki bara sem olía á eld í þjóðernisátökum, heldur dró verulega úr samkeppnishæfni þjóðarinnar á tímum alþjóðarvæðingar.

Singapúr tók ensku upp sem þjóðtungu. Þeir kalla það að vísu vinnumál, en allir skólar kenna á ensku og séð til þess að allri læri það tunguál, óháð menningarlegum uppruna fólks. Þetta ásamt fullkomnu trúfrelsi er lykillinn að sameiningu þjóðarinnar. Ef kínverska hefðir verið tekin upp hefði það kostað átök og eins gert Singapúr menningarlega háða Kínverjum .

Lee segir að strax hafi myndast menningarlegur munur milli sín og barna sinna, en munurinn sé enn meiri milli þeirra og þeirra afkomenda. Það er orðin til ný menning í Singapúr sem á sér enga fyrirmynd. Ólíkt mörgum öðrum ríkjum í kring, eins og Malasíu, ríkir stöðugleiki og friðsemd í Singapúr. Efnahagslegur uppgangur er einstakur í landinu en Lee telur að harðar leikreglur í samfélaginu séu nauðsynlegar með ólíkan uppruna íbúana í huga. Aðspurður um hvernig honum lítist á framtíðina fyrir Singapúr segist hann ekki geta spáð um það.  Singapúr er einstök og engin samanburður til. Við höfum losaða landfestarnar (gömlu menningarheimana) og siglum því óþekktan sjó inn í framtíðina.

 Þetta er umhugsunarefni fyrir Sri Lanka sem líður fyrir þjóðernisátökin í landinu. Átök sem verða aldrei útkljáð með hernaði.  Eina leiðin til að koma á friði er að viðurkenna menningu hins aðilans en byggja ef til vill á nýrri til framtíðar.  Á Sri Lanka eru það Sinhalar sem halda um stjórnvölin en þeir eru buddatrúar. Tamilar eru fjölmennir og koma frá suður Indlandi og eru hindúar. Einnig er allstór hópur múslímar í landinu en tungumál þeirra er tamil.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Athyglisvert, Gunnar. Bretar pössuðu vel upp á Singapúr, enda eru bresk áhrif sterk þar. Enskan hjálpaði til við það að halda Indlandi saman og eflaust Singapúr. En Sri Lanka þarf "bara" að koma á friði! Ekkert smá mál.

Takk fyrir kommentin hjá mér um litlu söguna mína. Það heldur áfram. 

Ívar Pálsson, 2.9.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 284026

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband