Félagslíf og trúarbrögð

Grand Cinnamon HotelÞað er nú ekkert merkilegt að gerast hjá mér í dag. Þó er félagslífið í lagi en ekki er alltaf á vísan að róa hvað það varðar í ókunnu landi.

Ég heyrði í SLMM (friðargæslan) fólkinu í morgun og þarf að koma á betri tengingu við landa mína þar. Það stendur til bóta fljótlega. Það er alltaf gaman að hitta landann og spjalla á ylhýrri Íslenskunni.

Ég sótti fund í Rotary Club of Colombo West í hádeginu, eins og aðra miðvikudaga, en þeir eru haldnir í næsta húsi við vinnustaðinn minn.  Erindi fundarins var um efnahagsuppgang Indlands og var í höndum Indverja sem búið hefur lengi í Bandaríkjunum og er hluti af viðræðunefnd Indverja og BNA um kjarnorkumál.  Hann hefur verið ráðgjafi meðal annars um samstarf Indlands við Sri Lanka og merkilegt að heyra hans skoðanir á því sem er að gerast hér í landi miðað við stóra bróður í norðri.  Það er aðallega hernaðarátökin á Sri Lanka sem stendur í vegi fyrir framþróun þjóðarinnar en hún hefur alla burði til að vera í fararbroddi Asíuþjóða í efnahagsmálum.

BuddaÉg hitti vin minn Dan seinnipartinn í notalegum göngutúr um Viktoríugarðinn þar sem umræðan var Búddismi.  Ég er ekki nógu vel að mér um búddisma til að fjalla um það í netheimum en geri það e.t.v. seinna. Reyndar er um heimspeki frekar en trúarbrögð að ræða og gaman að hlusta á þá sem eru vel að sér um fræðin og kynnast viðhorfum búddista.  Ég heimsótti stærsta buddamusteri borgarinnar í gær, enda mikill hátíðisdagur í tilefni tunglstöðu. Reynar eiga öll trúarbrögð sínar kirkjur hér í Colombo. Mikið af buddamusterum, hindumusterum, kirkjum og moskum.

Við enduðum síðan á klúbbnum hans Dan yfir einum drykk áður en haldið var heim.

Um hálf sjö leitið var ég kominn upp á þak, 12 hæð, og horfði á sólarlagið. Það dimmir hér á örskotstundu en ég náði að taka nokkrar myndir meðan sólin settist. Gæðin voru ekkert sérstök, í takt við græjurnar, en ég var með venjulega litla Sony vasamyndavél.  Um 20 september verður sólin á hádegi beint yfir hvirflinum á mér. Þá stendur maður á skugga sínum og ekkert skjól undir húsveggjum fyrir sterkri sólinni. 

 

Hindu musteriSólarlag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Flottir og framandi pistlar, virkilega gaman að lesa.

Vildi bara í leiðinni minna a Tippleikinn, núna fer hann að mestu leiti fram á netinu ætlar þú ekki að vera með.

http://www.tippleikur.is 

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 30.8.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þú segir nokkuð Torfi. Ég er til í að vera með ef ég fæ vikulega uppdate frá Jóa Torfa um gang mála í enska boltanum.

Gunnar Þórðarson, 30.8.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Ef ég þekki kallinn rétt þá klikkar hann ekki á því, sendu honum línu á jkt[hjá]fsi.is. Það verður smá kikkstart í kvöld á Fernando´s, þú átt bara inni hjá okkur smá bjór og osta þangað til þú kemur vestur næst.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 30.8.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband