Sri Lanka og tsunami

StrandstöðÞegar flóðbylgjan, tsunami, skall á Sri Lanka í desember 2004, var eyðileggingin mikil og manntjónið skelfilegt. Um 30.000 mans fórust og rúmlega 80% af hafnarmannvirkjum eyðilagðist  og þrír fjórðu af strandveiðiflotanum, um 32.000 bátar lentu í tjóni.

Allsstaðar að úr heiminum þustu að hjálparstofnanir til að bæta skaðann og meðal annars til að byggja upp bátaflota landsmanna. Niðurstaðan var sú að mun fleiri bátar eru nú á Sri Lanka en fyrir flóðbylgjuna, sem væri hið besta mál ef veiðistofnar við strendur landsins væru ekki ofnýttir.

Það var mikill handagangur í öskjunni eftir tsunami hér í Colombo. Óteljandi samtök frá öllum heimshornum streymdu að til að „hjálpa" heimamönnum í erfiðleikunum. Margir komu inn í landið á ferðamannapassa sem gildir í stuttan tíma. Ein saga er af Ítölskum hjálparsamtökum sem höfðu einmitt komið inn í landið sem ferðamenn, en gengu um í vestum með risaáletrunum að framan þar sem stóð ,,Aid from Italy" Einn þeirra birtist í ráðuneyti landamæra með 19 vegabréf og heimtaði áritun til þriggja mánaða, enda væru þeir hér til að hjálpa.

FiskibátarMálið er auðvitað þegar svona gerist að stjórnsýsla viðkomandi ríkis fer úr límingunum. Hún er nú ekki beysin fyrir en við það sem skapaðist eftir náttúruhamfarirnar voru þær algerlega lamaðar. Endalaus erindi frá NGOs (non government organizations) um þetta og hitt og kröfur um alls kyns fyrirgreiðslu og skipulag sem kerfið réði ekki við. Þannig verða einmitt til vitlausrar ákvarðanir sem ekki verða til góðs þegar til lengri tíma er litið. T.d. öll bátakaupin sem stofnanir um allan heim stóðu fyrir. Málið er að það vantaði ekki báta heldur að byggja upp skipulagskerfi og gera íbúana sjálfbjarga. Allir vilja fá báta gefins og þegar markaðurinn er tekin úr sambandi og einstaklings ,,skipulagið" á að ráða verður þetta allt saman allsherjar vitleysa. Vinur minn benti mér einmitt á einfalt dæmi frá Afríkulandi þangað sem heilu gámarnir af fötum voru flutt til sem hjálpargögn. Þeir aðilar sem voru í að selja ódýr föt á svæðinu urðu umsvifalaust gjaldþrota, þar sem engin gat keppt við gjafaföt. Málið er ekki svona einfalt og ekki má rústa því sem fyrir er.

Það er gaman að segja frá því að Íslendingar féllu ekki í þess gryfju hér í landi. Þeir tóku ekki þátt í bátavitleysunni og kunnu fótum sínum forráð. ÞSSÍ er enn ekki búin að klára þær 50 milljónir sem ríkisstjórnin lét stofnunni í hendur til aðstoðar vegna flóðanna, þó að það sé langt komið. Hinsvegar er hægt að fullyrða að peningunum hefur verið vel varið og munu styrkja þau svæði sem verst fóru út úr tsunami, fiskimannasamfélögin. Reyndar var töluverður þrýstingur frá aðilum í íslensku samfélagi sem vildu senda úreldingarbáta til Sri Lanka sem neyðaraðstoð.

Það var gerð skoðun á því fyrir stuttu hvaða svæði fengu mesta athygli og þar með aðstoð eftir flóðin. Það voru ekki þau sem mest þurftu á því að halda, sem flest eru á austurströnd eyjarinnar. Heldur voru það svæði sem voru í innan 100 kílómetra VEGA lengdar frá 5 stjörnu hótelum. Þetta göfuga fólk sem endalaust var í fölmiðlum til að koma sinni stofnun á framfæri, vildi vera í tiltölulega stuttu færi frá notalegu hóteli. Fimm tíma vinnudagur og svo að hittast og ræða málin og njóta lífsins. Svæðin norðar og austar höfðu ekki upp á slíkan lúxus að bjóða.

Uxakerra Þetta er svona svipað og með Greenpeace og Vatíkanið. Þetta snýst ekkert um það sem virðist í fyrstu heldur einstaklingshyggju mannsins. Eðlilega í sjálfu sér, en það er gott að sjá í gegnum lýðskrumið. Dettur einhverjum í hug að 30 milljón króna flug Flugleiða á kostnað ríkissjóðs með slasaða Svía til síns heima hafi snúist um manngæsku? Að Svíar hafi ekki getað flutt þetta fólk sjálfir? En fjölmiðlarnir brugðust ekki og Íslenska þjóðin sat tárvot yfir fréttunum. Sennilega hefði þetta verið öðru vísi ef farþegarnir hefðu verið Tælendingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Fróðlegt, Gunnar. Spennandi í lokin, "...ef farþegarnir hefðu.."

1) úthúðað síðan Íslandi eins og Bobby Fisher gerði. 2) fengið íslenskan flugvélamat. 3) sagt að sænsku vélarnar væru miklu flottari.

Ívar Pálsson, 23.8.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll aftur. Nú lítur þetta út eins og ég sé að flippa hér að ofan. Öðrum til skýringar þá vantaði aftan á síðustu setninguna "verið Tælendingar", sem Gunnar bætti síðan við í kyrrþey!

Ívar Pálsson, 24.8.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þú fyrirgefur þetta Ívar að koma eins og þjófur á nóttu og laga það sem þú bentir á.

Það sem ég átti við með Tælendingum í þessari flugvél er að þetta flug var náttúrlega óttaleg della. Svíar gátu að sjálfsögðu séð um að koma sínu fólki heim. Hjörtu Íslensku þjóðarinnar slógu hinsvegar í takt vegna þess að þetta voru frændur okkar Svíar, og við litla þjóðin að koma þeim til hjálpar á ögurstund.

Stór hluti þess sem ríkisstjórnin varði til neyðaraðstoðar fyrir fórnarlömb tsunami fór í þetta flug til eftir Svíunum. Kannski verðleggjum við fólk misjafnlega eftir því hvaðan það er. Þá ég ekki við þegar borgurunum er hjálpað í neyð á erlendri grundu. 

Gunnar Þórðarson, 26.8.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband