Á ströndinni

 

Mount LaviniaVið skruppum félagarnir, undirritaður, Ron, Dan og Árni, á ströndina við gamla landstjórabústaðinn, Hotel Mount Lavinia, á laugardeginum. Það er ótrúlega fallegt þarna þar sem við sátum á fiskiveitingastaðnum Seafood Cove, sem er í strákofa á ströndinni undir Mount Lavinia. Það rifjast upp sagan af breska landsstjóranum sem átti í ástarsambandi við hina portúgölsk ættuðu Lavinia og lét gera jarðgöng frá slotinu í híbýli hennar, til að auðvelda samverustundir við sína heittelskuðu.  

Við fengum aldrei nóg af rækjunum sem boðið er upp á og pöntuðum hvern skammtinn á fætur öðrum. Við sátum á meðan húmið lagðist yfir og þegar dimmt var orðið mátti sjá tunglið sem nú er 1. kvartil með 33% fyllingu. Ströndin við Mount LaviniaFullt tungl verðu á þriðjudaginn 28. ágúst, og þá verður hátíð hér á Sri Lanka. Upp í Kandy verður haldin ein mesta hátíð Búddista í heiminum þennan dag þegar tunglið er fullt. Kandy skipar mikilvægan sess meðal búddista í heiminum og koma þeir víða að til að taka þátt í þessari hátíð.

Þegar við fórum voru þjónarnir að koma nýjum og ferskum fiski fyrir á borði við inngangan. Fiskurinn var spiklandi nýr og sérlega lystugur. Þetta er örugglega góður staður til að borða á eitthvert kvöldið. Njóta sólarlagsins, hlusta á bárugjálfrið á ströndinni og gæða sér á fyrsta flokks fisk, smokkfisk og rækju.

Dan bauð síðan upp á drykk á klúbbnum sínum þar sem inngönguskilyrði er að vera með meistarapróf og sinna starfi því tengdu. Sjálfur er hann starfandi lögfræðingur en margar starfsgreinar koma að þessum klúbbi. Hér gengur allt út á klúbba og er sjálfsagt um breska arfleið að ræða.

RækjaVið litum aðeins við á Krikket klúbbnum til að athuga hvort við rækjumst á friðargæslufólkið (SLMM), en átta Íslendingar starfa við það hér í Colombo. Við enduðum kvöldið á Swimming Club en umsóknin mín um inngöngu er nú í framkvæmd. Á meðan nýt ég gestrisni Árna en þarna er ekki hægt að greiða með peningum og er reikningurinn færður á klúbbfélagann.

Sunnudagurinn er frátekinn fyrir golf og eins gott fyrir mig að byrja að æfa af krafti og ná niður forgjöfinni. Ég er að vonast eftir því að vinir mínir á Íslandi heimsæki mig hingað einhvern daginn og fyrir golfáhugamenn er Sri Lanka paradís. Frábærir vellir og aðstæður eins góðar og hugsast getur

Fiskur á Sri Lanka

 

 

 

 

 

Sefood Cove Resturarnt

Ron and Dan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Þetta er virkilega spennandi lesning Gunnar, vildi bara láta vita að komu minni á síðu þína.  Mér finnst við hæfi að láta vita þegar maður kemur í heimsókn.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 19.8.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Gaman að skoða svæðið með lýsingum þínum, Gunnar. Rækjan er eilítið stærri en krílin okkar!

Ívar Pálsson, 20.8.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Sæll Torfi og takk fyrir innlitið. Þú sýnir pabba þínum þetta einhvern daginn.

Ívar þessar rækjur eru sko stærri en Borialis. Í þessu tilfelli voru þær enn lifandi. Ég hef reyndar borðað mikið af rækju hérn og kaupi 250 gr. í súpermarkaðinum hér við hliðina á mjög sanngjörnu verði. Það vantar bara kampavínið og Stínu til að fullkomna þetta. 

Gunnar Þórðarson, 23.8.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283925

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband