Verkefni á Sri Lanka

Í sjávarþorpiÉg hef lítið sagt frá starfi mínu hér hingað til en úr því verður bætt. Þau verkefni sem eru í mínum höndum hér tengjast heildaráætlun sem gengur út á að bæta lífskilyrði fólks í sjávarútvegi á Sri Lanka. Eðli málsins samkvæmt voru það einmitt fólk við sjávarsíðuna sem verst varð úti við tsunami og urðu áhrif bylgjunar mikil frá norð austur horni eyjarinnar og alveg norður að Colombo að vestanverðu. Um fimm þúsund sjómenn fórust og 250.000 manns úr fiskimannafjölskyldum urðu fyrir meirihátta áföllum vegna tsunami og aðrir 600.000  sem höfðu óbeint viðurværi sitt af veiðum.  81% af löndunarstöðum ger eyðilagðist og þrír fjórðu af bátaflotanum, um 32.000 bátar. Þau svæði sem verst urðu úti, norð austur hluti eyjarinnar, er einmitt svæðið sem mestu átökin eru milli Tamila og stjórnarhersins, þannig að íbúar fóru úr öskunni í eldinn.

 

 

 

GrafreiturÞannig að málið er stórt og áhrif tsunami er engan vegin lokið. Sjávarútvegsráðuneyti landsins hefur sett fram stefnu undir kjörorðinu ,,Building Back for Better" (byggja upp aftur betur) sem miðar að uppbyggingu sem skapar betra líf fyrir fiskimenn á þessum svæðum en var fyrir áfallið. Framtíðarsýnin er skýr að þetta fólk muni í framtíðinni búa við betri lífskjör en var fyrir tsunami . Sett hefur verið fram stefnumótun til að ná þeirri framtíðarsýn þar sem yfirvöld fyrir sitt leyti hafa vilja til að greiða fyrir með öllum hætti að sá leiðangur, að framtíðarsýninni, megi takast.

Hugmyndin með framlagi Íslendinga í þróunaraðstoð hér á Sri Lanka að taka þátt í þeirri vegferð og nýta til þess þekkingu í sjávarútvegi með það að markiði að bæta hag fiskimannasamfélaga varanlega. Meðal annars með því að aðstoða stjórnvöld við að byggja upp skipulag og kerfi sem bæta kjör þessa fólks og sjálfbærni til framtíðar.

Hægt er að spyrja hvers vegna við séu að hjálpa Sri Lankanbúum með þjóðartekjur á mann sem eru mun hærri en hjá mörgum öðrum þróunarríkjum. Mörg ríki hafa sniðgengið Sri Lanka vegna mannréttindabrota í átökum stjórnvalda við Tamil Tígrana og spurning hvort við eigum erindi hérna.

Fiskimaður með netin sínTil að svara þessu þá verður að benda á að tekjum Sri Lankabúa er mjög misjafnlega skipt. Hér er tiltölulega stór millistétt sem hefur það ágætt og vaxandi yfirstétt sem lifir í vellystingum. Hinsvegar eru fiskimenn og fólk sem vinnur við landbúanað (t.d. teframleiðslu) með rúman dollar á dag sem telst undir fátækramörkum eins og þau eru skilgreind.  Í öðru lagi hefur þróunaraðstoð ekkert að gera með pólitík. Svo lengi sem við getum verið viss um að þeir peningar sem fara hingað í verkefni þjóni þróunarmarkmiðum, þ.e.a.s. segja að bæta lífsgæði þessa fólks, er tilganginum náð. Við höfum engin afskipti að átökum né höfum opinberlega skoðanir á þeim.

Geta Íslendingar komið að liði við að bæta lífsgæði þessa fólks með þeim hætti að það verði sjálfbært og leiði af sér betri tíma fyrir það til lengri tíma litið? Stórt er spurt en ég skal reyna að svara því á einhvern hátt.

Það gengur alls ekki út á að kenna þeim að veiða meira eða hjálpa þeim að kaupa fleiri báta.  Allt bendir til þess að flestir fiskistofnar séu ofveiddir, hvort sem litið er til strandveiða eða úthafsveiða. Hinsvegar er aukin þekking innan greinarinnar og betri stjórnsýsla alltaf til bóta og leiðir af sér einhverskonar stjórn á ástandi sem er stjórnlaust og dregur úr sóun.

Framtíðarsýnin er skýr og ákveðin stefnumótun verið sett til að ná henni með tímasettum markmiðum. Þetta er langtíma verkefni og mikilvægt að það sé unnið á réttan hátt. Það sem skiptir mestu máli að öll verkefni eru i eigu Sri Lanka sjálfra og koma til vegna óska þeirra. Við eru hér aðeins sem leiðsögumenn að framtíðarsýninni og til að aðstoða við tæknilega hluti og framkvæmdaáætlanir.

 

VeiðibátarEitt af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin gengur undir nafninu ,,Qualit of Water and Ice" (gæði vatns og íss), og gengur út á að mæla stöðu mála í þessum efnum um allt landið. Þegar staðan liggur fyrir verður gerð úrbótaáætlun, sem ýmist gengur út á reglugerðarbreytingar eða uppbyggingu á innviðum greinarinnar.

Með því að bæta meðferð á þeim afla sem hér kemur að landi, og auka þannig verðmæti hans og minka áhættu við neyslu á fiski, má reikna með töluverðri minnkun á sóun þannig að meira verði eftir fyrir þá sem hafa lifibrauð sitt af fiskveiðum. Eftir tsunami eyðilögðust nánast öll vatnsból á austur og suður strönd landsins, en þar er uppistaðan af allri útgerð hér á Sri Lanka. Við flóðið blönduðust saman skolp, rotþrær, efnaúrgangur og vatnsból. Ef haft er í huga að á aðra milljón manna hafa lifibrauð sitt beint eða óbeint af sjávarútveg og 70% af dýrapróteini sem neytt er kemur úr fiski, er augljóst að málið er alvarlegt.

Verkefnið er unnið með NARA (sjávarútvegsstofnun Sri Lanka ásamt Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins) sem reyndar er eigandi þess og eru ábyrgir fyrir aðkomu ráðuneyta að málinu. Að minnsta kosti tvö ráðuneyti hafa um þetta að segja og munu hugsanlega leggja fram reglugerðarbreytingar til að koma á úrbótum.

Notuð er rannsóknarstofa sem Íslendingar hafa byggt upp en NARA hefur vel menntaða sérfræðinga  til að vinna að rannsóknum. Fyrri rannsóknarstofa NARA gjör eyðilagðist í tsunami,ásamt verulegum hluta búnaðar og skrám stofnunarinnar.

Flotinn í höfnÍslenskir sérfræðingar koma að rannsókninni enda viðfangið bæði stórt og flókið. Þeir sem þekkja til í matvælaiðnaði kannast við þegar leitað er uppsprettu á hættulegum örverum í vinnsluhús, t.d. E-coli, en hér er verið að skoða allt landið.  Í dag er verið að ljúka við sýnatöku um borð í úthafsbátum, á vatni sem notað er við ísframleiðslu og þvott á fiski, á ís sem notaður er við fiskveiðar, fiski og í sjó og munu niðurstöður liggja fyrir í haust. Þegar þær liggja fyrir verður hægt að gera áætlun til úrbóta og vonast til að hún verði klár á þessu ári.

Helstu markmið verkefnisins eru að draga úr sóun við veiðar og vinnslu. Auka tekjur þjóðarinnar og einstaklinga í fiskiðnaði. Og bæta heilsu íbúa með betri gæðum fisks til neyslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rambaði inn á þessa síðu af tilviljun og mjög gaman að lesa pistlana þína. Margt sem hljómar kunnuglega. Var sjálf í Vavuniya og Mannar á síðasta ári með SLMM. Gangi þér sem allra best - og ég vona ég megi fylgjast með þér hér áfram

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Takk fyrir innlitið Auður. Ég hef rekist á félaga þína úr SLMM hér í Colombo.

Gunnar Þórðarson, 26.8.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Karl Jónsson

Þetta eru mjög áhugaverð verkefni hjá þér Gunnar, gangi þér allt í haginn.

Karl Jónsson, 29.8.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband