Pólitík í hitabeltinu

Mount Lavinia

Hotel Mount Lavinia

Eftir heimsóknir til ættingja Aury og skoðun á húsinu hennar í Colombo var farið á Mount Lavinia Hotel þar sem við áttum stefnumót við Ron og Dan.

Þetta glæsilega hótel var byggt af landstjóra Breta á Sri Lanka, Sir Thomas Maitland, snemma á nítjándu öld. Hótelið heitir í höfuð á hjákonu hans sem hann byggði hús fyrir við hliðina á landstjórasetrinu og lét reyndar gera leynigöng á milli til að auðvelda heimsóknir í dyngju hennar. Lavinia var af portúgölskum ættum en Portúgalar voru fyrstir til að leggja Sri Lanka undir sig sem nýlendu. Þeir náðu reyndar aldrei hálendinu í Kandy undir sig frekar en Hollendingar seinna en Bretunum tókst að ljúka því verki árið 1815.

Hótelið er stórglæsilegt, byggt við ströndina í útjaðri Colombo og eftir góðan sundsprett í lauginni fengum við okkur hádegisverð á hlaðborði hússins, sem var dæmigerður Sri Lankan matur. Mikið af karrý, bæði fiskur og kjöt með hrísgrjónum og fersku salati. Útsýnið yfir ströndina er stórfenglegt og utan við gluggan rugguðu pálmatrén rólega í vestan golunni. Í fjarska mátti sjá World Trade Center turnana þar sem hafði skokkað fyrr um morguninn.

Meiri heimsóknir

Aury og brúðarmærÍ eftirmiðdaginn heimsóttum við Dr. K. Sivasubramaniam sem er fræðimaður á sviði fiskveiða og er sérhæfður í túnfiskum, komin á eftirlaun eftir langt starf fyrir FAO. Hugsanlega getur hann orðið að liði þegar kemur að öflun gagna fyrir meisaritgerðina sem ég stend frammi fyrir og mikill fengur í vináttu hans og væntanlegri hjálp.

Aury þekkir öll stórmennin í Colombo og eftir smá hvíld heima í íbúð er ég sóttur í kvöldverð. Nú á enn einu glæsihótelunum, Cinnamon Grand, með vini hennar og líflækni, ásamt eiginkonu. Með í för er vinkona Aury, milljarðamæringurinn Rohina sem þrátt fyrir sextíu árin heldur sér ótrúlega vel til, hlaðin skartgripum.

Hitabeltið

sunnudd 017Við kvöldverðin var mikið talað um hálendi Sri Lanka og sérstaklega Nuwara Elya þar sem Rohina á stóran og glæsilegan fjallakofa. Það er ákveðið að taka mig þangað en ég held ég bíði eftir heimsókn eiginkonunnar til Sri Lanka í þá ferð. En lýsingar þeirra á þessum dásamlega stað veita fyrirheit um skemmtilega ferð ósnortna náttúru upp í fjöllum eyjarinnar. Dýralíf er fjölskrúðugt þar með fílum, krókódílum, hlébörðum, öpum og hundruðum tegundum af fuglum. Á Sri Lanka eru yfir 540 tegundir af fuglum.

Ég reiknaði út í fljótheitum að miðað við staðsetningu Colombo, 7° Norður, er sólinn enn fyrir norðan okkur í hádegisstað. Það verður ekki fyrr en um 20. september að hún verður beint yfir höfði okkar en eftir það fer hún að halla í suður. 21. desember verður hún beint yfir 22° breiddarbaug suður í hádegisstað.

BlómÉg er sem sagt staddur í miðju hitabeltinu. Enda dýrlífið fjölskrúðugt og ekki síður flóran. Ég fór með Aury í morgunverð til vina hennar Surei og Bobby í morgun. Þau sömu og fyrsti kvöldverður minn var hjá á heimili í Colombo. Þau búa í skógi vöxnu hverfi borgarinnar þar sem skurðir og mýrlendi er sem eru ástæða þess að byggð er ekki þétt þar. Þau rækta all kyns blóm og tré og er litadýrðin ótrúleg. Stoltust eru þau þó af orkendíum sem þau hafa í bakgarðinum en þær voru reyndar ekki í blóma núna. Flestar jurtir blómstra mörgum sinnum á ári enda er lítill munur á árstíðum hvað hitastig varðar.

Sri Lanka pólitík

Blóm2Smá fréttir úr pólitíkinni hér á Sri Lanka. Ríkisstjórninni líkaði ekki hvað smávörukaupmenn hækkuðu vöruverðið og kostuðu með því verðbólgu og ólgu meðala þjóðarinnar. Þá var réðist ríkið í að opna 200 kaupfélög víðsvegar um landið til að tryggja samkeppni. Þetta er nú verðugt umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hvort við getum náð niður verðbólgunni með svona handstýringu. Einhvernvegin minnir þetta á gamla tíma á Íslandi sem undirritaður saknar lítið. Ég sé þó fyrir mér að Vinstri grænir gætu tekið þetta upp í stefnuskrá og því er hugmyndinni hér með komið á framfæri.

 

Annars er pólitíkin hér í uppnámi þar sem einn stjórnarflokkurinn hefur bakkað út úr ríkisstjórn og eru atkvæði nú hníf jöfn í þinginu. Á Sri Lanka er franska mótelið notað þar sem forseti er kosinn sérstaklega og hann velur sér síðan ráðherra. Reyndar hefur hann sunnudd 021valið bræður sína til setu í mikilvægustu ráðherrastólunum, en hann treystir þeim reyndar best af öllum. Annar þeirra sem sér um varnarmál og bjó í BNA með lifibrauð sem skemmtikraftur (trúður). En það þarf ekki að vera honum til vansa þar sem miklir stjórnmálaskörungar hafa einmitt komið úr skemmtanabransanum. Regan er einn merkasti forseti Bandaríkjanna og óhætt að fullyrða að ekki veiti af Tortímanda til að stjórna fimmta stærsta hagkerfi heims, Kaliforníu. Engin venjuleg vettlingatök hafa dugað þar hingað til og ekki að sjá annað en Arnold Schwarzenegger höndli þetta vel.

 

Dagskráin

sunnudd 013Á mánudag er boðið til hádegisverðar í Konunglega golfklúbbinn sem vonandi leiðir til inngöngu síðar. Á miðvikudag er mér boðið á Rótarýfund á hótel Cinnamon Grand og bölva því nú að hafa ekki tekið með mér fána frá Rótarýklúbbi Ísafjarðar. engin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 284013

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband