Klúbbar og kveðjustund

  Klúbbar í Colombo

Royal Colombo Golf ClubÞá er komið að klúbbunum hér í Colombo. Í gær var mér boðið til hádegisverðar í Royal Colombo Golf Club. Eftir stutt spjall við Club Captain var ekkert því til fyrirstöðu að gerast meðlimur. Nú er bara að byrja að æfa af kappi og ná niður forgjöfinni. Það er auðvelt þegar maður byrjar með fullt hús stiga.

Næst er það Rotaryklúbbur hér í borg. Á miðvikudag er mér boðið á fund á Cinnamon Grand hótel. Ég veit enn ekki hvað klúbburinn heitir en það verður gefið upp seinna.

Síðan er það Swiming Club of Colombo, sem er gamall enskur fyrirmannaklúbbur. Ekki er hægt að sækja um inngöngu, frekar en í Rótarý, heldur verður að mæla með þér af meðlim. Eitt af skilyrðum fyrir inngöngu er að viðkomandi komi ekki frá þjóð sem háð hefur styrjöld við Breta síðustu 100 árin. Ég heyrði einmitt sögu af því þegar bjóða átti Þóri Hinrikssyni í klúbbinn að honum var neitað vegna Þorskastríðsins. Það þurfti að beygja til reglur og tala menn til svo hann gæti orðið meðlimur. Vonandi hafa Bretar fyrirgefið Íslendingum þessa smán þannig að ég fái nú inngöngu í þennan rómaða klúbb.

Aury kvödd

GoflvöllurÍ gærkvöldi var svo komið að kveðjustundinni fyrir Aury. Vinir hennar buðu til veislu á Trans Asia hótelinu hér í Colombo. Enn eitt glæsihótelið, með lifandi indverskri tónlist í anddyrinu og flottheitin yfirgengileg. Allar tegundir af ferskum fiski, rækjum og humar lá á ís utan við veitingastaðinn, sem var tælenskur.

Þegar við förum út að borða þá er tilgangurinn ekki að borða sig saddan eða fá næringu. Þó það sé reyndar megin tilgangur með því að matast, per se. Hugmyndin er að njóta matarins og upplifa eitthvað sérstakt eða notalegt. Láta leika við bragðlaukana og ekki síður að tryggja umhverfi og félaga sem lætur manni líða vel. Hér var allt þetta fyrir hendi og skortir lýsingarorð til að útskýra upplifunina.

 

Tælenskur matur

Frænka ShriansMér dettur helst í hug að nota myndhvörf og maður ímyndi sér að hann ætli í gönguferð upp á Himmelbjerg í Danmörku. Lítill hóll sem ku vera grasi vaxinn og varla að maður taki eftir hækkuninni á leiðinn upp á toppinn sem er í um 200 metra hæð. En ferðin er raunverulega farin í heiðskýru upp á Hlöðufell, Snækoll eða verður ganga um Hornvík. Það sem fyrir augun ber er svo ótrúlega fallegt og upplifunin svo sterk að lýsingarorð skortir. Nema þá helst í bundnu máli. Ég treysti mér ekki til að yrkja um tælenska matinn í gærkvöldi en bragðlaukarnir fóru í íslenska fjallgöngu í björtu hlýju sumarveðri á Fróni. Það var dekrað við þá, þeim endalaust komið á óvart og þeim strokið og stundum fengu þeir hressilegt nudd.

Hópurinn var skemmtilegur og áfram fékk ég að njóta þess að vera í ,,fjölskyldunni" og vera tekið sem slíkum. Mikið spurt um Jón Gunnar, sameiginlegan erfingja okkar Aury og minnið í símanum mínum er að fylllast af númerum vina minna í Colombo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 284008

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband