Að sprengja kultúrmúrinn

 

sendiráðiðÚti að skokka

,,Morning has broken" glymur í ipod-inum meðan ég þýt meðfram ströndinni frá Golfis hótelinu áleiðis að World Trade Center turnunum. Þetta er snemma í morgunsárið en árisulir Colombobúar eru þó mættir á þennan eina skokkstað bæjarins. Og hann er góður. Við hliðina brotar vestan aldan úr Indlandshafi á stöndinni og útifyrir sjást risa flutningaskip og olíuskip. Mér finnst gaman af slíkum skipum og sé hagvöxtinn fyrir mér. Það þarf ekki að afsaka flutningabíla á vegunum heima fyrir mér.

Eftir tvo kílómetra er komið að bannsvæði hersins og ekki annað að gera en snúa við og fara bara fleiri ferðir. Í þriðju ferð þjóta ungir menn úr róðraliði hersins framúr mér eins og ég standi kjurr. Þetta gengur ekki og nú er sprett úr spori. Ég held lengi í við þá en farinn að velta því fyrir mér hvar ég muni detta dauður niður af kappinu. En mér er borgið þar sem þeir halda á inn á bannsvæðið en ég VERÐ að snúa við. Eftir fjórar ferðir fram og til baka er ég sáttur og lít eftir bílstjóranum Kumara.

Redderingar

Þriðji dagurinn minn fór vel í Colombo. Tengdamóðir dóttur minnar sótti mig um ellefu leytið í vinnuna til að arrensera hlutum. Fyrst var farið í bankann til að opna reikning og þar voru að sjálfsögðu vinir hennar við stjórnvölin. Bankastjórinn og framkvæmdastjórinn tóku okkur út í hádegisverð á kínveskan matsölustað. Einhvernveginn var kínamaturinn betri þarna en ég hef áður fengið.

Það er nú tryggt að ég þarf aldrei að fara í biðröð í bankanum mínum þar sem ég fer beint inn til framkvæmdastjórans ef mig vanhagar um eitthvað. Reyndar kom í ljós að þetta útibú Commercial Bank þjónar einmitt sendiráði Íslands og ICEIDA.

Að komast inn í samfélagið

Það athyglisverðasta sem ég upplifði þó í gær var eftir síðdegisdrykk í klúbbhúsi atvinnulífsins með Aury og vinum hennar. Við vorum á leið út í bíl þegar umferðagatan tæmdist utan við klúbbinn. Ég gekk áleiðis að götunni en var stoppaður af hermanni með alvæpni. Allt í einu komu þrjár tvöfaldar raðir af mótorhjólum á fleygi ferð með alvopnaðan farþega að aftan. Síðan komu herjeppar og síðan brynvarður bíll og þar á eftir fleiri mótorhjól og síðan sjúkrabíll og fleiri herbílar. Þarna var varnarmálaráðherrann, bróðir forsetans, á ferð en þetta er nauðsynlegur ferðamáti æðstu manna af öryggisástæðum. Tígranir sitja stöðugt um líf þeirra og því nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar.

Þetta kvöld var snætt á því flottasta veitingahúsi sem ég hef komið á. Staðurinn er á indversku hóteli í miðbæ Colombo og ekkert til sparað að gera staðinn og umhverfið eins glæsilegt og hugsast getur. Aury hafði boðið fjórum góðum vinum sínum til að kynna okkur og vel fór á með hópnum. Það var einmitt þá sem ég uppgötvaði seinna undrið þennan dag. Ég hafði sprengt Kultúrmúrinn með því að fara í gegnum hann á ógnar hraða.

Milli mín og þessa fólks var bókstaflega engin spenna. Mér var tekið eins og ég væri einn af hópnum enda fjölskyldumeðlimur. Saman eigum við Aury einn einsárs gamlan og það dugar til að mér sé algjörlega treyst og komið fram við mig eins og ég hefði alist upp með þeim. Það er býsna notaleg tilfinning.

Meðan á borðhaldinu stóð spilaði indversk hjómsveit tónlist sem bókstaflega tók mann á flug. Maður sveif með tónunum sem voru ljúfir og notalegir. Meðal annars spiluðu þeir lag fyrir Aury um æskuslóðirnar í Anuradhapura þar sem móðir hennar býr nú.

Brennsla eftir veislur

Okkur var ekki til setunar boðið fram á kvöld þar sem næsti dagur yrði tekinn snemma. Ég hafði minnst á við skrifstofustjórann fyrr um daginn hvort bílstjórinn, Kumara, gæti skutlað mér um níu leitið eitthver þar sem hægt væri að skokka. Það var alveg sjálfsagt en níu væri allt of seint. Það væri ekki vit að hlaupa af stað seinna en klukkan sjö.

morgunmaturEftir hlaupið skutlaði Kumara mér í vinnuna en þar er ekki unnið á laugardögum. Ég skellti mér í sturtu sem fylgir skrifstofunni minni og næ hér þriggja tíma vinnu áður en Aury sækir mig til að hitta fleiri vini og vandamenn. Morgunmatinn hafði ég tekið með mér að heiman og læt fylgja hér með mynd af veislunni. Rauði ávöxturinn er einmitt rambutan sem ég smakkaði í fyrsta sinn í morgun og ekki olli hann mér vonbrigðum.

Í Tunguskógi

Í kvöld verður mikil veisla í Birkilaut eins og endranær á laugardegi fyrir verslunarmannahelgi. Yfirleitt hefur verið boðið upp á nautasteik en nú er brugðið útaf með austurlenskum karrýrétt. Þó ég sé fjarri góðu gamni þá veit ég að eldamennskan hjá Shiran mun gleðja bragðlauka fjölskyldu og bestu vina minna sem hafa möguleika á að mæta til þessarar veislu. Ég óska þeim og fjölskyldu minni góðrar skemmtunar og bið að heilsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Velkominn til Sri Lanka, Gunnar. Takk fyrir að láta okkur njóta lýsinganna  frá þessum framandi slóðum. Það verður dýrt fyrir þig að vera með bílstjóra og aðstoðarmanneskju þegar þú kemur heim!

Ívar Pálsson, 5.8.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það er satt Ívar. Það verður erfitt að vinda ofanaf lúxusnum. Sem dæmi í morgun þá skrapp ég í innisundlaugina sem fylgir íbúðunum hér, ásamt líkamsræktarstöð, í sund áður ég naut morgunverðar sem beið mín í íbúðinni.

Það sem ég heyri af hálendinu hér á Sri Lanka Ívar, er vert athugunar. Ég mun koma því á framfæri þegar ég hef farið í heimsókn, en þetta er ekki rétti tíminn til þess. Á sumrin eru sterkir vestan vindar sem blása þar og rétti tíminn er eftir október. Ef ástandið róast hér þá mun ég gera allt til að véla vini mína hingað í heimsókn.

Gunnar Þórðarson, 6.8.2007 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 284012

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband