Dagur 2

 

Formáli

Þegar ég réði mig hjá ICEIDA stóð til að ég færi til Afríku, nánar tiltekið til Malavi. Síðan fékk ég hringingu og var spurður hvort mér væri sama þó ég færi til Sri Lanka. Að sjálfsögðu fagnaði ég því þar sem tengsl mín við landið eru töluverð eins og áður hefur verið bent á. Það sem meira er að tengdamóðir dóttir minnar, sem er heimamaður þó hún búi á Íslandi, hefur dvalið hér í allt sumar og nú sér hún til þess að ég falli inn í samfélagið og aðlagist á mettíma.

Aury og PamHúshjálpin

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Hvað gerir maður þegar ráða þarf þjónustustúlku og viðkomandi er í fjarbúð frá sinni heitt elskuðu eiginkonu? Til að allt verði nú í góðu lagi þarf að fylgja slíkri ráðningu fullt traust og álit einhvers sem er algjörlega treystandi í slíkum málum. Það besta við þessar aðstæður væri að láta tengdamóður sína velja þjónustustúlkuna, en slíkt er ekki mögulegt í mínu tilfelli.

Næst besta lausnin í málinu var alveg borðleggjandi, það er að láta tengdamóðir dóttur minnar um málið. Eftir hádegið í gær hittust þær hér á skrifstofunni, Aury og Pam Viere. Þær smullu saman og nú var farið að ræða hvernig ætti að hugsa um mig þannig að ég hefði það sem best. Hvernig morgunverð ætti að vekja mig upp með og hvað ég vildi borða þegar Pam sér um kvöldverð fyrir mig. Og síðan hvað vantaði í íbúðina í Hyde Park Residency til að fullnægja öllum þörfum mínum.

Innkaupin

Eftir úttekt á íbúðinni var farið út að versla allar nauðþurftir. Byrjað á pottum, pönnum, diskum og hnífapörum. Meðan ég ræddi við eiganda verslunarinnar um sjávarútveg, góðan vin Aury, sáu konurnar um innkaupin. Það eina sem ég lét mig varða var að bæta tappatogara á innkaupalistann. Að öðru leiti sáu konurnar um málið og hér með hef ég ,,aflært" innkaup. Rétt er að taka fram að ég var heltekin rauðsokkuveikinni heima. Látin skúra, vaska upp, þvo þvott og jafnvel strauja.

Aury krafist þess að borga reikninginn en ég varð þó að greiða henni eina evru sem ég átti í vasanaum. Í innkaupakörfunni var hnífur og slíkt má ekki gefa samkvæmt Búddisma, og því greiddi ég með skiptimyntinni.

Næst var það matarinnkaup og sama var þar uppi á teningnum, fyrir utan yfirheyrslu um hvað mér líkaði og hvað ekki. Það var greinilegt að konunum kom vel saman og tengdamóðir dóttir minnar hafði samþykkt Pam, og eiginkona mín getur treyst þeim dómi. Pam er sextíu og tveggja ára en talar ensku reiðbrennandi. Frænka skrifstofustjórans í sendiráðinu og því er traustið algjört. Hún þarf reyndar frí á sunnudagsmorgnum þar sem hún þarf að fara til kirkju, en ég get vel lifað við það.

Þetta var dásamlegt. Ég elti þær með körfuna án þess að hugsa nokkuð um innkaup og næst sá ég straubretti og straubolta bætast í safnið. Það er toppurinn í tilverunni að fá allt straujað af sér og koma á kvöldin að samanbrotnum skyrtum og buxum.

Heimsókn No 1

Um kvöldið var farið í fyrsta heimboðið til vina Aury. Þau verða fleiri þar sem næstu fjórir dagar eru þétt skipulagðir í að kynna mig og koma mér inní samfélagið.

Húsfreyjan, Sury, er sérfræðingur í skartgripum og eiginmaðurinn lögfræðingur og þau voru ásamt syni sínum og dóttir. Við áttum mjög notalega kvöldstund og maturinn var algjört hnossgæti. Frá því að ég steig fæti inn fyrir þröskuld hússins og þar til ég kvaddi var bara töluð enska. Heimilisfólkið talað ensku sín á milli til að láta mér líða sem best. Ég er ekki viss um að Íslendingar myndu gera það en okkur hættir til að skipta yfir á ilhýra íslenskuna þegar líður á kvöldið þó með séu erlendir gestir.

ávextirAf ávöxtunum skulu þið þekkja þá

Aury hafði tekið mig á markaðinn fyrir kvöldmatinn í gær til að kynna mig fyrir vinum sínum hjá Rathnayaka Food Center sem selja ávexti og grænmeti. Það er erfitt að lýsa ávöxtunum hér á Sri Lanka. Ég fékk að smakka ýmsa sem ég hef aldrei séð áður og bragðið er himneskt. Í morgun voru einmitt þessir ávextir á morgunverðarborðinu mínu. Mengosten er rauður ávöxtur á stærð við tómat, með þykkri leðurkenndri húð að utan en hvítur kjarni inn í sem lítur út eins og hvítlaukur. Og bragðið er ævintýralega gott. Síðan fékk ég það besta Mango sem ég hef nokkurn tíman smakkað. Einnig var þarna Ramuda sem er hvítur ávöxtur inni í gulum berki og í honum eru stórir svartir steinar. Þetta var eins og að vera kominn í Þúsund og eina nótt. Engin ávöxtur sem ég hef bragðað komst í hálfkvist við Ramuda. Enn á ég eftir að smakka Rambutan en nú er einmitt uppskeran á þeim eðal ávöxt. Hann er svo eftirsóttur að verðir gæta trjánna meðan uppskerutíminn er. Ávöxturinn er rauður á litin og með brodda eins og ígulker en í framtíðinni mun koma í ljós hvernig hann er að innan.

Verðir, löggur og hermenn

Talandi um verði. Ég held að annarhvor maður á Sri Lanka sé vörður, lögga eða hermaður. Búningarnir eru í öllum litum og gerðum en þeir eru alls staðar. Það eru tveir hér við hliðið á sendiráðinu. Gatan sem við erum við er lokuð með hliðum og a.m.k. fjórir hermenn með og alvæpni tvær löggur við hvorn enda. Reyndar er skrifstofa forsetans við hliðina á okkur og því er þetta mjög viðkvæmt svæði.

Ég hef áður sagt frá krákuverðinum en í öllum verslunum og öðrum þjónustumiðstöðvum er allt fullt af vörðum. Þrír verðir standa við hliðið þar sem ekið er að Hyde Park Residency. Í lobbíinu eru þrír verðir til viðbótar og sjálfsagt einn eða tveir á bílastæðunum í kjallaranum. En ástandið er reyndar ótryggt hér í landi og dregur þetta alld dám af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels Ragnar Björnsson

Sæll gunnar þetta er algjör luxus sem þú er komi í (var að ljúka uppvaski.) heheh. ein spurning vinur losaðir þú mig við geitungabúið ég finn það ekki. hafðu það sem best munum sakna þín á brennunni annað kvöld. kv Níels og þórdís.

Níels Ragnar Björnsson, 3.8.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: IGG

Sæll Gunnar og til hamingju með nýja starfið. Þaðer gaman að fylgjast með þér hér í gegnum bloggið. Ég efast ekki um að það eigi eftir að fara vel um þig á Sri Lanka og ekki verra að hafa Aury nærri. Ég ætlaði einmitt að biðja þig að skila kærri kveðju til þeirrar ágætu konu frá mér. Vonandi á ég einhvern tíma eftir að vera henni samtíma á þessum slóðum sem vinkona mín sem eitt sinn bjó á Sri Lanka segir fegurstan stað sem hún hefur komið til. Bestu kveðjur og óskir um gott gengi. Ingibjörg G. Guðmunds (BG og ...)

IGG , 3.8.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Já Níels. Þetta er lúxus. Ég sendi bara vúdú kerlingu á búið þitt. Það hefur greinilega virkað.

Shiran. Það eru stanslaus boð og varla tími fyrir vinnuna. En þetta er mjög gott fyrir mig og ég kann vel að  meta þennan möguleika til að komast inn í samfélagið. Ég fór út að borða með vinum þíum Ron og Dan í gærkvöldi.

Sæl Ingibjörg og takk fyrir góðar kveðjur. Mér er sönn ánægja að skila þessu til Aury. Hún verður reyndar hér aðeins til þriðjudags en ég mun sjá mikið af henni þangað til.

Gunnar Þórðarson, 4.8.2007 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 284008

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband