Högni skotinn í Látravík

HornbjargsvitiHögni Sturlaugsson var tíður gestur í Látravík meðan Frímann Stígsson var vitavörður í Hornbjargsvita en Högni ólst upp í Rekavík bak Höfn

Árið 1937 stóðu yfir lagfæringar á vitanum og unnu fimm málarar við að mála bæði vitann og íbúðarhúsið. Meðal annars var þar Gunnar Guðjónsson sem giftur var Elínu Frímannsdóttur dóttir vitavarðarins.

Einn daginn fór Högni út með Gunnari og hefur meðferðis skammbyssu til að skjóta á máva. Ekki hitti hann neitt en byssan var sex skota marghleypa. Eftir fimm skot biður Gunnar um byssuna til að prófa en Högni neitar honum.

Högni stingur byssunni í buxnastrenginn og gengur inn í íbúðarhúsið og sér þar hvar hundur sem málararnir voru með hafði migið á gólfið. Högni snýr þá að Gunnari og segir við hann að fara með hundkvikindið út. Gunnar játar því en Högni spyr hann hvort hann megi ekki mála fyrir hann á meðan. Það var í góðu lagi en Gunnar hafið verið að mála þröskuld í eldhúsinu. Högni tekur við penslinum og liggur á hnjánum þegar Gunnar snýr til baka. Þegar hann sér Högna þá þrífur hann til byssunnar og segir hátt og snjallt; ,,nú skal ég sýna þér hver er frægasta skytta í heimi". Högni er rétt búinn að snúa sér í áttina að Gunnari þegar skotið ríður af.

Gunnar hafði alls ekki búist við því að skot væri í byssunni en það fór beint í hausinn á Högna. Hálf önnur tomma var milli þar sem kúlan fór inn og þar sem hún kom út. Ekki brákaðist beinið en það fossblæddi úr sárinu og Högni lá steinrotaður eftir. Gunnar verður óður af hræðslu, hleypur út úr húsinu og fram á bakkann upp af víkinni. Jóhann Vigfússon, sem ólst upp hjá Frímanni vitaverði, sér til hans og hleypur á eftir honum og horfir á hann henda byssunni í sjóinn.

Högni og ArnórÁ meðan rankar Högni við sér og kemur inn í herbergið þar sem hinir málararnir voru að mála og segir; ,,Jæja strákar mínir, nú er ég kominn til að kveðja ykkur. Nú er ég að drepast. Hann Gunnar skaut mig í hausinn"  Málararnir ráku upp skellihlátur og voru vissir um að Högni hefði komist í spírann sem notaður er til að fægja glerið í vitanum. Högni snýr sér við og ranglar út úr herberginu og sjá þeir þá alblóðugan hnakkann á honum og hafa hraðar hendur og bera hann upp í rúm.

Jóhann Vigfússon fór strax af stað eftir lækni og fjórtán tímum seinna birtust þeir í stofunni í Látravík. Læknirinn, sem Sæbjörn hét, þekkti Högna vel og það fyrsta sem hann segir þegar hann lítur á sárið var; ,,Hvað ert´að senda eftir lækni fyrir svona smá skeinu?" Högni var fljótur til svars og sagði; ,,Ég held að það sé nú ekki til neins nema til að liðka á þér lappirnar"

Þegar Guðbjartur á Reyrhólum heyrði þessa sögu að Högni hefði verið skotinn í hausinn, og staðið upp aftur, þá varð honum að orði; ,,Og það dugð´ekki eitt"

Það fyrsta sem Högni sér þegar hann kom til sjálfs síns upp í rúmi að ranka úr rotinu var eiginkona Frímanns, Hallfríður húsfreyja, í hvítum kjól að stumra yfir honum. Högni taldi víst að hann væri dauður en hefði þó lent á réttum stað.

Hilmar, Högni, Þórður og ArnórHögni var farinn að vinna eftir tvo daga. Seinna fór hann og leitaði byssunnar og fann hana í þarabunka í sjónum við Látravík. Þetta var gömul herbyssa, kosta gripur en ekki er vitað hvar hún nú niðurkomin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Bráðskemmtilegt, meira af slíku, takk! Íslensk sagnalist lifir áfram.

Ívar Pálsson, 20.6.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283960

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband