Nýjir tímar

 

Íslenski fáninnTil hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Nú taka við nýir tímar á bloggsíðu minni. Nýjar áherslur og breytingar á högum. Framundan er nýtt starf á Sri Lanka sem verða heimkynni mín næstu tvö árin. Hugmyndin er að færa dagbók þar sem lífi og starfi á þessum slóðum verður lýst. Það er áhugavert að kynnast nýjum siðum og læra inn á ólíka menningu. Vonandi hafa einhverjir gaman af að fylgjast með en starfið er á vegum Þróunar- og samvinnustofnunar Íslands sem er stofnun undir Utanríkisráðuneytinu. Verkefnin snúa að fiskiðnaði og gengur út á að hjálpa íbúum Sri Lanka að nýta auðlind sína betur.

Þangað til ætla ég að bjóða upp á sögur af Hornströndum sem ég hef verið að skrifa upp eftir heiðursmönnum sem fæddust og ólust upp á þeim slóðum. Margar sögurnar eru á gamansömum nótum og mér vitanlega hafa aldrei verið settar á blað áður. Hér verður þeim þrykkt á Google steininn og verða því aðgengilegar um allan heim. Sumar sögurnar lýsa vafasömum athöfnum en vonandi að langur tími sem er umliðin leyfi birtingu þeirra engu að síður. Allt er fyrnt sem þarna gerðis á þessu tíma.

Sú kynslóð manna sem viðmælendur mínir eru af, fæddir frá 1918 til 1922 hafa upplifað mestu breytingar sem nokkur kynslóð hefur lifað, fyrr og síðar hvar sem er í heiminum. Þeir fæddust í torfkofa og fluttu í fyrsta timburhúsið á unglings aldri. Lífsbaráttan var gríðarlega hörð allt fram á þann tíma að síðustu bændur fluttu af Ströndum 1946. Þetta var sjálfsþurftarbúskapur að mestu og fátæktin mikil. Ekkert mátti útaf bregða til að sulturinn bankaði uppá. Lítill þurrkur síðsumar (óþerri) gat orðið mikil ógnun þar sem ekki tækist að þurrka hey fyrir skepnurnar til að fóðra yfir veturinn.

HornbjargÍ dag lifa þessir menn góðu lífi á tölvuöld. Einn þeirra fer reglulega inn á Veraldarvefinn til að skoða heimasíður og fréttir. Annar fylgist náið með verðbréfamörkuðum og er að kaupa og selja hlutabréf í bönkum og öðrum stórfyrirtækjum. Sá þriðji er enn að vinna sem listasmiður og allir eiga það sameignlegt að vera óvenju ernir. Það er óhætt að segja langur vegur er frá uppvexti þeirra á Hornstöndum og Íslandi í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Ja þú segir fréttir Gunnar, óska þér velfarnaðar á framandi slóðum.

Karl Jónsson, 19.6.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Hilmar Snorrason

 Þetta á eftir að vera ævintýralegt hjá þér niðri á Sri Lanka.  Ég á eftir að öfunda þig en ég starfaði á vegum ICEIDA í Namibíu í hálft ár sem var alveg ótrúlega skemmtilegt.  Þú skilar kveðju til allra þeirra sem ég þekki á Sri Lanka.

Hilmar Snorrason, 19.6.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 283961

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband