Viðskiptaráðherra og frelsið

  Björgvin G. Sigurðsson

Á miðvikudaginn var viðtal við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra í Viðskiptablaðinu. Það er óhætt að segja að nýbakaður ráðherra kom bloggara skemmtilega á óvart. Ríkið á ekki að vasast í neinu sem einstaklingar geta gert betur. Hann var einlægur stuðningsmaður einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Hann vill frelsi í viðskiptum, en fyrir þjóðina og ekki bara ríku bankamennina. Það þarf sem sagt að setja leikreglur og tryggja samkeppni. Einnig bætir Björgvin við að nauðsynlegt sé að setja öryggisnet fyrir þá sem minna mega sína.

Allt þetta getur bloggari tekið undir og eins og tala út frá hans hjarta. Bloggari skilgreinir sig sem frjálshyggjumann en Björgvin er frjálslyndur. Og ríkisstjórnin er frjálslynd velferðastjórn. Hvar skyldi skilja á milli frjálshyggju og frjálslyndi? Kannski það sé að öryggisnetin séu ekki að draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks og að allir beri ábyrgð á sjálfum sér en varpi því ekki á samfélagið.

Bloggari hefur miklar væntingar til viðskiptaráðherra og skilur varla að þeir tilheyri sitt hvoru stjórnmálaaflinu. Óskandi væri að fleiri samflokksmenn bloggara væru jafn frjálslyndir og viðskiptaráðherra og væru tilbúnir að láta til sín taka í þágu almennings á Íslandi. Frjálst öflugt atvinnulíf eykur hag þjóðarinnar en leikreglur er að sjálfsögðu nauðsynlegar. Hvers vegna má ekki nota hugmyndir Björgvins í landbúnaðarmálum. Þar eru allir að tapa vegna ófrelsis. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga að halda heimsmeti í viðskiptahindrunum í landbúnaði. Er Samfylkingin að fara fram úr okkur hægra megin?

Bloggara varð svo mikið um þessa uppgötvun að setti að honum pólitíska ritstíflu.

Á meðan stíflan varir mun hann leggja stjórnmála umræðu til hliðar fyrir öðrum áherslum. Á morgun taka nýir tímar við og er þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, góður dagur til þess. Bloggari vonar að þeir sem hafa kíkt inná þennan rangala netheima þar sem bloggari heggur mark sitt í Google steininn, muni halda því áfram og þeir verði ekki fyrir vonbrigðum með breyttar áherslur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 283960

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband