Hayek og markaðurinn

market_carnivalAlveg er það með ólíkindum að hlusta á ýmsa þingmenn básúnast yfir því hvað ,,markaðurinn" sé ómögulegur og betra væri að láta stjórnmálamenn um að útdeila gæðum. Framsalsréttur á fiskveiðiheimildum er eitur í þeirra beinum og helst að skilja að flutningur fólks úr dreifbýli megi rekja til sölu eða leigu aflaheimilda. Hverju skyldu Kínverjar kenna um en hlutfallslegur flutningur fólks úr sveitum í borgir er mun meiri þar en hér á landi. Skyldi kvótakerfið ná yfir landamæri og heimsálfur og stjórni hegðun fólks um allan heim?

Hvað er ,,markaður" og hvers vegna ættum við að nota hann í staðin fyrir pólitískar ákvörðunartökur? Hvers vegna eigum við að láta þá sem best standa sig, reka mikilvægustu atvinnugrein landsins til að hámarka arðsemi og fiskveiðiarð? Hvers vegna mistókst kommúnistum Sovétríkjanna að reka áætlunarbúskap og af hverju hrundi hagkerfi Nasista í Þýskalandi sem hafnaði markaðslögmálinu?

Austurríski hagfræðingurinn Friedrich August von Hayek (1899-1928) sagði að markaðurinn væri tækni til að uppgötva.  Þar sem engin tölva getur spáð fyrir upprisu nýrrar tækni, nýrra hugmynda eða þekkingar.  Hayek sá markaðinn fyrir sér sem mannlegt fyrirbæri eins og tungumál og lög. Tungumál verður ekki til í tölvum og það verða lög ekki heldur. Tungumál og lög þróast með samfélögum og breytast með hugarfari þjóða og eru ekki hluti af stefnumótun eða áhrifum frá stjórnvöldum. Sama má segja um markaðinn að þó rétt sé að setja honum skorður með lögum verður framboð eða eftirspurn ekki ákveðin af þjóðþingum eða framkvæmdavaldi. Til þess er hann of flókinn og ristir djúpt í mannlegu samfélagi.

Stjórnmálamenn sem ræða það daginn út og inn að þeir vilji ákveða hverjir eigi að njóta gæða eins og rétt til veiða eru í raun að sækjast eftir völdum. Völdum sem eru umfram þeirra umboð sem kjörnir fulltrúar á Alþingi Íslendinga.

Markaðurinn eru samskipti manna í samfélaginu. Hann ákvarðar hvað skuli framleiða og fyrir hverja. Hann ákveður hverjir framleiða og hverjir eigi ekki að gera það. Það verður ekki gert við Austurvöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband