Landbúnaður og frelsi

heimsviðskipti

Hlutfallslegir yfirburðir

Breski hagfræðingurinn Ricardo sem uppi var á átjándu og nítjándu öld velti mikið fyrir sér utanríkisverslun og kom með kenninguna um hlutfallslega yfirburði þjóða. Í stuttu máli gekk kenningin út á að þjóð gæti hagnast á að kaupa vöru frá öðru landi þó svo að hægt væri að framleiða hana með minni tilkostnaði heima fyrir, þar sem hlutfallslegur framleiðslukostnaður væri minni á að framleiða aðra vöru og flytja hana út. Hann bar saman framleiðslu á vaðmáli og víni og sýndi fram á hagkvæmni þess að flytja vín inn frá Portúgal og framleiða meira af vaðmáli þar sem meiri framleiðni var við þá framleiðslu í Bretlandi.

Róbinson Krúsó

Til að einfalda málið skal sögð sagan af Róbinson Krúsó og Fjárdegi og hvernig þeir hámörkuðu landsframleiðslu eyðieyjunnar sem þeir deildu.

Róbinson var góður fiskimaður og gat veitt 6 fiska á dag, en lélegur að tína kókoshnetur og náði aðeins 2 á dag. Fjárdagur hinsvegar var góður í að klifra eftir kókós og gat náð 6 á dag að jafnaði. Hann var hinsvegar lélegur í veiðum og náði að meðaltali 2 fiskum á dag. Miðað við að hver notaði hálfan dag við veiðar og hálfan við kókós tínslu var heildar öflun matvöru 4 fiskar og 4 hnetur að jafnaði á dag á eyjunni.

 Til að hámarka afköstin og þar með framleiðni gerður þeir félagar með sér samning um að annar veiddi og hinn tíndi kókós og síðan skiptu þeir afrakstrinum á milli sín. Með þessu móti varð heildar veiði og tínsla 6 fiskar og 6 kókoshnetur á dag.

Í þessari einföldu dæmisögu kristallast hagkvæmni utanríkisverslunar og nauðsyn þess að þjóðir heims dragi úr tollum og öðrum hindrunum á milliríkjaverslun.

WTO og Doha

Íslendingar eru heimsmethafar í viðskiptahindrunum með landbúnaðarvörur og deila þeim vafasama heiðri með Norðmönnum og Japönum. Lítið hefur gegnið að draga úr styrkveitingum og tollamúrum þó endalaust sé talað um aðlögunartíma við gerð nýrra samninga við bændur. Ráðherrar landbúnaðarmála hafa hingað til litið á sig sem fulltrúa bænda en gleymt að gæta hagsmuna almennings á Íslandi. Landbúnaðarráðuneytið hefur enda verið í höndum Framsóknarmanna sem eru manna ólíklegastir til að gera bragabót á úreltu landbúnaðarkerfi. Reyndar má líta til þess að Framsóknarmenn í Bandaríkjunum (Demókratar) eru þessa dagana að tala fyrir verndarstefnu og setja Doha-stefnu WTO í uppnám.

Það er talið að ávinningur fríverslunarstefnu í heiminum hafi aukið alþjóðaverslun um 2000% á síðustu 60 árum. Talið er að ef BNA myndi fella niður allar hömlur á fríverslun myndi árleg þjóðarframleiðsla þeirra aukast um 500 milljarða dollara. Ekki liggja fyrir tölur um Ísland en landsmenn myndu sjá töluverða lækkun á matvöru við aukið frelsi.

Íslenskur landbúnaður

Það er ekkert vit í því að rækta grænmeti á Íslandi í samkeppni við t.d. Afríkubúa sem sannarlega þurfa á viðskiptunum að halda. Kostnaður framleiðslu í Afríku er brot af því sem er hér við óblíða náttúru Íslands. Við innflutning á matvöru myndu þeir sem stunda þennan atvinnuveg á Íslandi gera eitthvað annað sem skila myndi aukinni þjóðarframleiðslu. Allir myndu græða, meira að segja bændur, en þeir búa við ein lélegustu kjör allra starfsgreina á Íslandi.

Það vekur óneitanlega nokkra bjartsýni að lesa yfir stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar: ,,Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi öflugs landbúnaðar og hágæðaframleiðslu á matvælum í landinu. Unnið verði að endurskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda."

Það verða mikla vonir bundnar við Einar Kristinn Guðfinnsson, nýjan atvinnumálaráðherra, að fylgja þessu eftir. Aukið frelsi í landbúnaði er í takt við stefnu Sjálfstæðismanna. Það verður öllum landsmönnum til góðs og ef til vill Afríkubúum einnig. Það mun auka framleiðni á Íslandi og bæta kjör landsmann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Gunni það má ekki gleyma því að íslenskt grænmeti td. er allt önnur vara en það sem er innflutt en ég er á því að landbúnaðurinn á að standa á því að þetta er ekki sama vara sem er verið að ræða um.  Það væri hægt að markaðsetja tómata sem "high concentrated tomatos" bragðmikla tómata td. og selja þá á hærra verði.

Skafti Elíasson, 26.5.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já Gunnar, það þýðir ekkert nema að opna þetta alltsaman og láta markaðinn leita jafnvægis sjálfan. Þá hverfur alls kyns ójafnvægi sem loðir enn við frá Jónasi-frá- Hriflu-tíma, eins og niðurgreiðslur og styrkir, ásamt öllu batteríinu. Mat neytenda á því hvað er betra og verra ákvarðar verðin.

Aðlögun að eðlilegum markaði er oft sársaukafull, en við viljum varla halda uppi einhvers konar Byggðasafni Landbúnaðarins. Ef sauðfjárrækt borgar sig t.d. ekki núna, þá gæti hún gert það fyrir þá fáu sem verða eftir í greininni, gera þetta á hagkvæman hátt og fengið verðið sem þeir fá í dag án styrkja. Það sem flækir þetta að vísu eru endalausar niðurgreiðslur og styrkir Evrópusambandsins til nýrra ESB þjóða, sem er ósanngjarnt gagnvart bændum hér.

Ívar Pálsson, 26.5.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Bjarni þú mátt ekki vera svona reiður. Lífið er miklu beta en svo að rétt sé að eyða því í vonsku. Einar Kristinn er drengur góður og þekki vel til í sveit. Hann eyddi mörgum sumrum í Skagafirðinum og kynntist sveitarstörfum þar. Þessi umræða er ekki um kvótann heldur frelsi til að versla og hvað það getur gefið samfélögum mikið. Íslendingar lifðu á sjálþurftarbúskap fram á síðustu öld sem hélt þeim í greipum fátæktar.

Skafti ég er ekki að gleyma því. Ef neytendur vilja íslenskt grænmeti og eru tilbúnir að borga það sem það kostar er það í góðu lagi. Ríkisstyrkir, niðurgreiðslur og höft á innflutningi eru allt annað mál, þegar það er notað sem neyslustýrining.

Ég sé að okkar skoðanir fara vel saman félagi Ívar. Varðandi byggðasafnið þá gæti ég hugsað mér að slíku yrði komið upp í Árneshreppi. Ég veit að landbúnaðarráðherra þekkir vel til þar og myndi örugglega hugnast slík hugmynd. Málið er að í Árneshreppi býr einstakt fólk og þjóðmenning sem vert gæti verið að halda í. Það er orðið fátt um fína drætti varðandi atvinnu þar fyrir utan sauðfjárbúskap. Lambakjötið þaðan þykir einstaklega gott og er eftirsótt vara. Ég tel víst að flestir íbúar hreppsins séu mjög velviljaðir landbúnaðarráðherra og þekki ég hug hans til heimamanna af egin raun. Þeir eru hinsvegar fámennir og vega því lítið í kosningum en það auðveldar hugmyndina með Byggasafn Landbúnaðarins. Látum svo restina af landinu berjast á vigvelli markaðarins.

Gunnar Þórðarson, 28.5.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 283938

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband