Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins

Einar og Sigrún

Ráðherrar Sjálfstæðismanna

Þetta voru afskaplega góðar fréttir úr Valhöll. Tvennt stendur nú uppúr í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Björn Bjarnason heldur embætti sínu sem dómsmálaráðherra sem hann á rækilega skilið. Varla verður stjórnin kölluð ,,Baugstjórn" úr þessu.

Það sem mestu máli skiptir þó er að Bolvíkingurinn Einar Kristinn verður áfram sjávarútvegsráðherra og gott betur þar sem landbúnaðinum er bætt við. Það eru frábærar fréttir fyrir Vestfirðinga. Einar fær þá tækifæri til að halda á með gott starf í Sjávarútvegsráðuneytinu og tryggja stöðuleika í greininni og gera henni kleift að þróast sem alvöru atvinnugrein.

Bloggari óttast að vísu að Einar hafi ekið of oft í gegnum Dalasýsluna og Skagafjörðinn til að taka til í landbúnaðarkerfinu. En samgleðst vini sínum forfrömunin og sendi allar bestu óskir honum til handa í vandasömu starfi. Vonandi mun hann líta sömu augum á landbúnað og sjávarútveg með nauðsyn þess að greinin geti þróast sem alvöru atvinnugrein öllum Íslendingum til heilla.

Það eru góðir tímar framundan hjá Íslendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Já, sannarlega frábærar fréttir fyrir vestfirðinga. Hér drýpur hreinlega smjör af hverju strái eftir að Einar settist fyrst í ráðherrastólinn. Flateyringar dansa eflaust vitandi það að þeir munu búa við áframhaldandi stöðugleika.

Ársæll Níelsson, 25.5.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 283938

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband