Til hamingju Ísland

Ný ríkisstjórn

Það stefnir í góða ríkisstjórn á Íslandi. Ríkisstjórn með öflugan meirihluta á þingi og flokkum sem deila mörgu í stefnumálum. Í rauninni er ekkert sem brjóta þarf á í málefnasamningi ríkisstjórnar til næstu fjögurra ára.

Vestfirðingar vonast til að halda sínum ráðherrum og njóta áhrifa Einars Odds í ríkisfjármálum. Bara að halda karlinum fyrir utan landbúnaðarmálin. Það er rétt að láta Kratana um þau mál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er fullkomlega ófær um að leiða þann málaflokk þjóðinni til heilla.

Vonandi verða ráðuneytin stokkuð upp og aðlöguð breyttum tímum. Það er löngu orðið tímabært að sameina þrjú ráðuneyti í eitt atvinnumálaráðuneyti. Straumlínulaga framkvæmdavaldið og auka framleiðni í samfélaginu.

Hagsmunagæsluflokkurinn

Viðbrögð Framsóknarmanna og Vinstri grænna er brjóstumkennanlegt. Það var ekkert því til fyrirstöðu hjá Sjálfstæðisflokknum að semja strax eftir kosningaúrslitin við Samfylkinguna. Bloggari er viss um að þar réði aðeins virðing Geirs Haarde fyrir góðum samherja þar sem Jón Sigurðsson var. Gefa honum tækifæri til að komast úr vonlausri stöðu og halda andlitinu. Það skyldi þó ekki hafa verið krafa Framsóknarmanna um jafna skiptingu ráðuneyta sem steytti á í þeim viðræðum.

Málið er að ástæða þess að Framsókn fór svona snautlega út úr kosningunum eru ekki verkefni síðustu ríkisstjórnar. Hún skilaði góðu starfi og Sjálfstæðisflokkurinn naut þess í kosningunum. Það eru hinsvegar mikil völd lítils flokks sem gengið hefur fram af þjóðinni. Flokkur sem var orðin svo firrtur sýn á lýðræði að fyrrverandi formaður taldi að hann gæti valið sér eftirmann þegar hann hætti. Hann gleymdi því að flokkurinn er fólkið sem í honum er og hann (formaðurinn) var þarna fyrir þau en ekki öfugt. Farvell Framsókn.

Rifrildisseggir

Bloggari skilur Ingibjörgu Sólrúnu fullkomlega að treysta ekki Framsókn og Vinstri grænum í samstarfi í ríkisstjórn. Það var grátbroslegt að horfa á Guðna Ágústsson og Steingrím J. Sigfússon í Kastljósi í síðustu viku. Fallast í faðma í harmoný og slá svo hvorn anna undir bringuspjarirnar á sama tíma. Þeir gátu ekki látið vera að kýta og pexa þó pólitískt líf þeirra væri undir.

Af þremur pólitískum flokkum á Alþingi var Samfylkingin eini raunhæfi kosturinn fyrir Sjálfstæðiflokkinn. Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslenskri þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 283939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband